6. kafli: Kyrrahafseyjar
Enn var bálhvasst á leiðinni frá Frisco til Hawaii eyja. Skipsstjórinn sagði þetta vera út af köldum sjó, sem streymdi til suðurs, enda var hálfkalt á leiðinni og skýjað. Um 1000 farþegar fóru úr skipinu í Frisco og 1000 nýir komu í staðinn. M.ö.o. fylltist allt af Könum.
10. febrúar: Honolulu. Skoðunarferð um Oahu eyju.
Þar sem við fengum Napaferðina endurgreidda keyptum við ódýrari skoðunarferð um norðurströnd Oahu í staðinn (alltaf að græða). Sáum m.a flottan búddamusterisgarð, frægar brimbrettastrendur og enduðum ferðina á Dole búgarðinum, þar sem hægt er að fá meira af banönum og ananas en maður kærir sig um.
Fyrir utan búddamusterið
Makrólinsan notuð
Svartur svanur og Koi fiskar
Gleiðlinsumynd
Gleiðlinsumynd
Kínverski hatturinn (súmlinsa)
Kúhegri (Bubulcus ibis)
Gold Coast (brimbrettaströnd)
Hjarðmænir (tegund af starraætt, Acridotheres tristis)
Á leiðinni til Frönsku Pólynesíu fórum við yfir miðbaug og erum því orðin andfætlingar. Bráðum munum við sjá sólina koma upp til hægri en ekki vinstri og vatnssvelgurinn í vaskinum snýst öfugt. Hér eru myndir af klefanum okkar á 4. dekki (en EKKI herberginu okkar á 4. hæð).
Franska Pólynesía. Hér er, eins og í Nýja-Sjálandi (og sjálfsagt víðar á einangruðum úthafseyjum), bannað að flytja inn lifrænar afurðir, hvort sem er af plöntum eða dýrum. Þetta gildir um allt, svo sem súkkulaði, fræ, mjólkurafurðir o.s.frv. á bryggjunum eru hundar, sem þefa uppi allt matarkyns, sem farþegar gætu verið með. Þetta er að sjálfsögðu gert til að vernda innlenda villta náttúru og innlendan landbúnað fyrir hinum aðskiljanlegustu plöntu- og dýrasjúkdómum en ekki hugsað sem viðskiptahöft. Nokkuð sem íslenskum ESB leyfum-óheftan-innflutning-á-öllum-landbúnaðarvörum krötum er fyrirmunað að skilja.
Það var mjög gaman að koma hingað. Hitinn var um og rétt undir 30 stigum en því miður skýjað og sást aldrei almennilega í hæstu fjöll. Pólynesíski frankinn er á pari við íslensku krónuna.
Mjög lítið er um fugla við ströndina en þeim mun meira í frumskógunum, sem erfitt var að koma auga á. Þó sáum við stóra þernutegund, litlar dúfur með langt stél og hjarðmæni og hér eru hænsnin villt. Franska Pólynesía er utan allra farfuglaleiða og er það sjálfsagt megin skýringin á fugla"leysinu".
Skiptum um skipstjóra; Aseem Hasmi fór í 3ja mánaða frí og Færeyingurinn Inger Thorhaugen (inga Þórhaugur) tók við.
15. febrúar: Bora Bora. Etv leigð hjól og hjólað hringinn kringum eyjuna.
Ekkert varð af hjólaferðinni þar sem okkur bauðst ódýr ferð með leiðsögn kringum eyjuna. Eins gott þar sem göturnar eru mjög þröngar og því erfitt að hjóla i töluverðri bílaumferð. Hér er hægt að fá mat og drykk á fínu verði en hér eru líka dýrustu hótel í heimi. Sáum eitt slíkt úti á rifinu, þar sem nóttin kostar 4000 USD og bátsferðin í land aðra 400 USD.
Hringvegurinn er u.þ.b. 30 km. Við stoppuðum á baðströnd, þar sem við borðuðum hádegisverð og gengum síðan u.þ.b. 5 km áfram eftir veginum að frægum veitingastað, sem heitir Bloody Mary. Þar fengum við okkur drykk og tókum svo bílinn áfram í eina þorpið á eyjunni.
Bátar eyjarskeggja eru geymdir í eins konar naustum
Fararskjótinn
Veit einhver hvað þetta heitir?
Yfirleitt var tekið á móti fólki með söng og hljóðfæraslætti
Tindur og öldungur
Blágrænt lón, blár himinn, hvítur sandur
Hádegisstopp á baðströnd
Gaman að taka blómamyndir með makrólinsunni
Skeljatré
Drottninginn séð frá bryggjunni, skipsbátur í forgrunni.
16. febrúar: Papetee, Tahiti. Bærinn skoðaður.
Hér fórum við gönguferð með leiðsögn um bæinn fyrir hádegi. Borðuðum síðan hádegisverð og tókum okkur síðan "siestu" um borð yfir heitasta tíma dagsins. Fórum aftur í land og borðuðum kvöldverð á góðum kínverskum veitingastað í landi. Hér stoppaði skipið alveg til miðnættis og nýttum við okkur það og kíktum aðeins á næturlífið. Umferðin var brjálæðisleg allan daginn.
Við hittum á nýjársfagnað kínverja
Perlur í ýmsum litum
Fallegur garður með vatnaliljum...
... í blóma
Ráðhúsið
Forsetabústaðurinn
Drottingin bak við umferðina
Kínverskur markaður
Höfnin séð frá drottningunni
Horft yfir höfnina, Moorea í baksýn
17. febrúar: Moorea. Jeppaferð.
Þegar við vorum komin í land í skipsbát lentum við í tveimur rigningarskúrum, þar sem hellirigndi í 10-15 mínútur í senn. Jeppaferðin var frábær. Eigandinn er Frakki, sem dældi í okkur upplýsingum. Nú vitum við t.d. af hverju vanilla er svona dýr. Fórum magnaða fjallvegi upp í fjöllin en síðasta stoppið var á toppi Töfrafjalls (Magic Mountain).
Tekið á móti okkur við bryggjuna með hljóðfæraleik
Litast um nálægt höfninni
Hellirigning í hitabeltinu
Horft til drottningarinnar úti á flóanum.
Sjáið þið king Kong spila á hljómborðið?
Við Cook flóa.
Ananas
Allir í jeppann
Efst á Töfrafjalli (Magic Mountain)
Beðið eftir að fara í skipið með skipsbátnum
20. febrúar er farið yfir alþjóðlegu daglínuna og 1 sólarhringur dettur út.
Þetta er eftirminnleg upplifun. Við lögðum af stað frá Moorea í átt til Auckland á Nýja-Sjálandi um klukkan 18 á laugardeginum 17. febrúar. Áætluð koma til Auckland er snemma að morgni föstudaginn 23. febrúar. Samt erum við bara 4 daga á leiðinni. Klukkan 2 að skipstíma aðafaranótt mánudagsins 19. febrúar var klukkan færð aftur um einn klukkutíma þannig að þegar þetta er skrifað erum við 11 tímum á eftir Íslandi. Á miðnætti verður klukkan hins vegar færð fram um einn sólarhring, þannig að í kvöld förum við að sofa á mánudegi en vöknum næst á miðvikudagsmorgunn og höfum þá tapað heilum degi og verðum þá 13 tímum á undan Ískandi.
Hasmi skipstjóri sagði okkur um daginn að einu sinni hefði hann silgt eftir daglínunni þannig að það var miðvikudagur bakborðsmegin en fimmtudagur stjórnborðsmegin.
Nýja-Sjáland. Hér eru strangari reglur (líklega þær ströngustu í heimi) en í Frönsku Pólynesíu um innflutning hvers konar lífrænna afurða og refsingar eftir því. Þeir sem eru gripnir geta búist við sektum allt að 100.000 NZD og/eða fangelsi allt að 5 árum. Íslendingar gætu lært margt af Nýsjálendingum um verndun innlendrar náttúru á einangraðri úthafseyju.
23. febrúar: Auckland. Gengið niður Queens Street o.fl..
Á síðustu stundu hættum við við að skoða Edensgarð en fórum í dýragarðinn í staðinn og lukum deginum með því að ganga niður Queen Street frá Aotea torgi og fara upp í Sears turninn, sem er hæsta bygging á suðurhveli jarðar.
Dýragarður:
Kameljón
Eðlur
Páfagaukar
Emúi
Sears turn frá ýmsum hliðum:
Maorískt hlið á Aotea torgi
24. febrúar: Bay of Islands. Farið í land, óráðið hvað verður skoðað.
Fórum með skipsbáti í land á Waitangi og tókum ókeypis rútu til Taipai. Fórum í skemmtilegan göngutúr gegnum nýsjálenskan frumskóg upp á flottan útsýnisstað.
Hér eru líka "jóla"tré
Maorískur dans
Maorísk kveðja
Lentum í leyfum af fellibyl yfir Tasmaníuhaf. Það er allt á hvolfi á þessu suðurhveli. Hálft tunglið hallar í öfuga átt og hreyfist í öfuga átt á himninum. Óríon er á haus með sverðið upp en ekki niður og Síríus er efsta stjarnan á himinhvolfinu.