7. kafli: Eyjaálfa
Ástralir eru verri í skriffinnskunni en Kanar. Þurftum að fylla út eyðublað með nákvæmlega sömu upplýsingum og við settum á ETA umsóknina. Auk þess vorum við beðin um að tilgreina hvaða ólöglegu hluti eða vörur við hyggðumst flyja inn í Ástralíu. Þeir eru með svipuð lög varðandi innflutning lífrænna afurða og Franska Pólynesía og Nýja-Sjáland.
27. og 28. febrúar: Sydney. Miðbærinn skoðaður, etv farið í dýragarð.
Ekkert varð af dýragarðsferð hér. Skoðuðum Royal Botanic Garden, alveg frábæran garð með fullt af villtum dýra- og plöntutegundum. Stórt, opið svæði alveg ósmitað af þéttum-byggð krötum.
Keyptum slatta af gjaldeyri fyrir nokkur þeirra landa, sem við eigum eftir, fórum í opna strætóferð og skoðuðum flottan, kínverskan garð.
Drottning og brú
Einhver bygging í hálfgerðum braggastíl við höfnina
Hláturfugl
Ástralskur hvítur íbis
Hvítir kakadúar "kíkí"
Granatepli
Grímuvepja
Blóm dulbúið sem fugl
Flottur gosbrunnur
Hér er mikið um bogalínur í byggingum.
Bragginn að næturlagi
Brúin og tívolí
Kínverski garðurinn:
1. mars: Newcastle. Vínsmökkunarferð í Hunter valley.
Frábær vínsmökkunarferð. Tvær smakkanir á víngörðum og ein pöruð með með fjórrétta hádegismat ásamt bjórsmökkun. Endað á ostasmakki. Okkur þykir Chardonnayið þeirra betra en Semillion þrúgan og erum hrifnari af Cabernet en Shiraz.
3. mars: Brisbane. Koala sanctuary
Frábær ferð í Kóalagarðinn fyrir minna en helminginn af verðinu hjá Cunard.
Svartur vatnadreki
Leðurblökur
Páfagaukar
Tawny frogmouth. Þetta er ekki uglutegund. Íslenskt heiti vantar. Leggjum til "ugluspegill"
Páfagaukur "Galah"
Páfagaukur
Ástralskur runnakalkún Alectura lathami
Kóalabjörn
Makkönd (Australian wood duck)
Kengúra á stökki
Tvær kynslóðir
Ástralskur krókódíll "mjótrýningur"
Kasúi
Daginn eftir að við fórum frá Brisbane áleiðis til Rabaul þurfti skipið að breyta um stefnu og sigla í átt að landi til móts við björgunarþyrlu vegna fárveiks farþega. Öllum dekkum var lokað á meðan á aðgerðinni stóð og allar myndatökur bannaðar. Björgunaraðgerðin tókst vel en við höfum engar spurnir af líðan sjúklingsins.
7. mars: Rabaul. Rabaul highlights plus afternoon cultural tour.
Fórum í fína skoðunarferð um Rabaul og nágrenni. Skoðuðum m.a. stríðsminjar, sem mikið er um hér. Fórum á markað og safn með grímum og styttum af ýmsu tagi. Ókum niður á strönd nálægt eldfjallinu, sem gaus 1994 og þakti Rabaul í ösku. Þarna var líka heitur hver og minnti þetta allt saman; hverinn, askan, svartur eldfjallasandurinn og mosinn okkur á Ísland, bara pínulítið heitara en hitinn fór upp í 38 stig þennan dag.
Horft að eldfjallinu og drottningunni
Japanir sprengdu þennan helli til að fela báta fyrir óvinum og notuð innfædda þræla í verkið.
Drengur í þjóðbúningi að betla. Því miður var töluvert um þetta.
Stríðsgrafreitur
Grímur og styttur:
Markaður
Bjórbúð
Eldfjallið
Hverinn
Nei, þetta er ekki íslenskur mosi
Markaður ásamt börnum að leik við ströndina.
Söngflokkur
Fátt markvert gerðist á leiðinni frá Papúa Nýju-Gíneu til Japan þannig að við birtum bara mynd af okkur við matarborðið á "formal" kveldi: