5. kafli: Kyrrahafsströnd N-Ameríku
1. febrúar: Cabo San Lucas. Skoðunarferð um bæinn
Hér var lagst fyrir akkeri og skipsbátar notaðir til að ferja fólk í land. Enn þurfti veðrið að versna svo mjög að skipstjórinn stöðvaði allar bátsferðir í u.þ.b. tvo tíma kringum hádegið en þá lægði aftur og við komumst í land. Tókum nokkrar myndir og enn fleiri frá skipinu þegar það var að leggja af stað aftur. Nánast var komið myrkur þegar við loksins náðum myndum af gatklettinum fræga en Canon vélin stóð sig einstaklega vel á næturstillingunni.
Höfnin
Eru kaktusar í Mexíkó?
Cabo Wabo Cantina
Einkennisfiskur bæjarins
Hér eru notaðar rólur í stað barstóla
Sæljón á bryggju í höfninni
Skipsbátar við skipshlið
Með sólina og bæinn í bakið
Partý á Lídódekki fyrir brottför
Gatið á gatklettinum sést ekki frá þessu sjónarhorni
... og enn dimmir
Canon vélin stendur sig vel í hálfrökkrinu
Stóðumst ekki freistinguna að birta þessa fallegu mynd
Ljósin ýkt
Hér var nánast orðið aldimmt en gatið sést nú samt nokkuð vel.
Hrepptum þoku á leiðinni frá Cabo til San Francisco. Annars bar fátt til tíðinda nema hvað annað okkar var svo óheppið að fá magaónot einn daginn og misstum við því af humri á "formal" kveldi og átum þess í stað frekar óformlegan mat uppi í klefa. Fórum á fyrirlestur hjá skipsstjóranum um skipið og siglingar almennt. Þar kom fram að það var Samúel gamli Cunard, sem ákvað að öll hans skip skyldu brúka siglingaljós til að minnka áhættuna á árekstri í sívaxandi skipaumferð yfir Atlantshafið. Á vinstri hlið (bakborða) skyldi vera rautt ljós en grænt á hægri hlið eða stjórnborða. Ef skip siglir þvert fyrir annað skip frá hægri til vinstri, þá snýr það vinstri hliðinni og þar með rauða ljósinu að hinu skipinu, sem ber þá að víkja. Þveri skipið hins vegar frá vinstri til hægri snýr það hægri hliðinni og þar með græna ljósinu að okkur og þar með vitum við að við eigum réttinn en hitt skipið á að víkja (sér rauða ljósið hjá okkur). Þetta er upphaf þeirrar alþjóðlegu hefðar að víkja á rauðu en aka áfram á grænu og er enn fremur notað í fluginu.
4. og 5. febrúar: San Fransisco. Fisherman's Wharf, Strengvagn og kínahverfið.
Vínsmökkunarferð í Napadal féll því miður niður vegna þátttökuleysis, líklega vegna frétta af stórbrunum í Napadal fyrir áramót. Fyrri daginn fórum við á Fisherman's Wharf, tókum strengvagn (fannst ekkert sérstakt) upp á Nob Hill, gengum þaðan í Kínahverfið og í skipið um kvöldið. Daginn eftir fórum við að leita að verslunarmiðstöð en fundum enga og enduðum aftur í Kínahverfinu. Keyptum linsur, ljóssíur og linsu"doblara" fyrir helmingi minna en á skerinu. Nú eigum við súmlinsur frá 18 til 600 mm ásamt gleið- og makrólinsu.
Golden Gate
Við Embarcadero stræti
Fisherman's Wharf
Sæljón við Fisherman's Wharf
Strengvagninn (myndin tekin með nýju gleiðlinsunni)
Grænt hús í Kínahverfinu
Mikið var um svona ljós strengd yfir göturnar í Kínahverfinu
Enn í Kínahverfinu
Skemmtileg gleiðlinsumynd tekin til suðvesturs ...
... og önnur til norðausturs
"Nálin" er flott
Í myrkri er Flóabrúin jafnvel flottari en Golden Gate
Nálin í bakgrunni.
Golden Gate séð frá skipinu við bryggju.