4. kafli: Mið-Ameríkuríkin


Panamaskurðurinn, Panama     Á sjó     Puerto Quetzal, Guatemala     Á sjó


26. janúar: Panamaskurðurinn.



Að sigla gegnum Panamaskurðinn er einstök upplifun. Drottningin er "panamax", þ.e. stærri skip komast ekki gegnum gömlu lásana. Búið er að grafa aðra leið með enn stærri lásum fyrir stærri skip en þá mega þau ekki vera of há fyrir brýrnar yfir skurðinn. Aðeins munaði 30 sentimetrum á breidd drottningarinnar og skurðarins, enda rakst hún aðeins utan í á leiðinni. Annars liggur leiðin fyrst gegnum Gatun lásana (2 þrep), svo kemur Gatun vatnið, sem er að miklu leyti manngert, Pedro Miguel lás (1 þrep) og loks Miraflores lásar (2 þrep). Hitinn fór yfir 30 stig á leiðinni. Látum myndirnar tala:








Mjög heitt var á leiðinni frá Panama til Guatemala. Kyrrahafið var bæði kyrrt og friðsælt og reis alveg undir nafni. Sáum mikið af brúnsúlum:


29. janúar: Puerto Quetzal. Skoðunarferð til Antigua



Ferðin til La Antigua, fyrrum höfuðborgar Guatemala, var frábær. Ekki skemmdi fyrir að mjög heiðskírt var um morguninn og sáust eldfjöllin vel. Sérstaklega var gaman að sjá "fire mountain" ryðja reykbólstrum reglulega úr toppgígnum. Þessi eldfjöll eru milli 3 og 4 þúsund metra há og borgin er í um 1700 metra hæð yfir sjó.

Höfnin í Puerto Quetzal

Eldfjallið reykir

Aðaltorgið í miðbænum í La Antigua

Kráargarðurinn Götusölukonur af Mayaættum Götumynd frá La Antigua
Morguninn eftir Guatemala náði vindurinn fellibylsstyrk eða 80 hnútum! Skipstjórinn sagði okkur að um væri að ræða vind frá Karíbahafi, sem flæddi yfir fjöllin í Guatemala og Mexíkó með þessum ógnarstyrk. Veðrið lægði reyndar mjög fljótt og var orðið frekar rólegt um hádegið. Á drottningunni leika kokkarnir sér með matinn eins og sjá má á þessu ávaxtaskrauti:




Efnisyfirlit     Karabíska hafið     Kyrrahafsströnd N-Ameríku

Efst á síðu     Fara á brl.is