12. kafli: Afríka


Suður-Afríka:     Port Elizabeth     Höfðaborg     Walvis Bay, Namibíu     Á sjó     Santa Cruz, Tenerife (Kanaríeyjum), Spáni


Það var kaldara í Suður-Afríku en við áttum von á, enda komið haust. Enn þurftum við að fylla út eyðublað við komuna en það var tiltölulega einfalt miðað við mörg önnur lönd og ekkert fingrafara- né myndatökuvesen.


21. apríl: Port Elizabeth. Addo Elephant Park.



Hitinn var aðeins 14 stig um morguninn en fór upp í um 30 stig í þjóðgarðinum um daginn. Áttum frábæran dag í garðinum með mjög góðri leiðsögn og var stundum með ólíkindum hvað bílstjórinn var fljótur að sjá falin dýrin inn á milli trjáa og runna. Flestar myndirnar hér eru úr garðinum.

Tekið á móti okkur á bryggjunni með hljóðfæraslætti og dansi

Zebrahestar:



Góður dagur í Addo Elephant Park

Villisvín "Pumba"

Gazellutegund "Kudu":



Strútar, karlinn með ungahópinn.

Ritarafugl, sjaldgæfur

Fílar:



Buffali

Skítabjalla að störfum, karlinn veltir kúlunni.

Þessi gæti verið af starraætt

Blátrana, mjög sjaldgæf.


23. og 24. apríl: Höfðaborg. Kirstenbosch vínsmökkunartúr og hafnarsvæðið skoðað. Etv Töflufjall.



Það var þoka, kalt og hvasst fyrri daginn þannig að við slepptum Töflufjalli en fórum þess í stað í skoðunarferð um Kirstenbosch garð og í vínsmökkun í elsta víngarði Suður-Afríku, Groot Constansie, en hann er meira en 330 ára. Borðuðum frábæran sjávarréttabakka á Fish Market í bryggjuhverfinu um kvöldið og gengum til skips í hellirigningu. Fórum í Two Oceans sædýrasafnið daginn eftir í mun betra veðri og snæddum hádegisverð á belgískum veitingastað, sem m.a. bauð upp á Kwak bjór. Eftir því sem leið á daginn létti til og sáum við Töflufjall síðdegis um það leyti sem skipið lét úr höfn.

Úr garðinum:







Þrúgur og tunnur:



Fátækir og ríkir:



Úr sædýrasafninu:







Bryggjuhverfið:



Djöflatindur (aftar) og Töflufjall:


26. apríl: Walvis Bay. Eyðimerkurferð.



Eyðimörkin var mun kaldari en við bjuggumst við. Ferðin var samt góð og fræðandi og lokastoppið var í brimasamri sand- og malarfjöru, þar sem boðið var upp á hressingu. Skall á með hvassviðri og sandfoki eftir hádegið. Þetta er nú meira sandlandið.

Alþýðuhús og ríkra manna:



Upphaf ferðar

Sandur

Leitað að eitursnákum

Fundinn!



Þessi planta er skyld agúrkunni. Mikil nytjaplanta.

Sandgekkó og sandeðla:



Namibísk aða og kræklingur

Skarfur á flugi. Gríðarleg mergð var af skörfum víðs vegar í fjörunni.
Næst síðasta og lengsta sjóferðin (8 dagar) var frekar tíðindalítil. Spiluðum bridds og pökkuðum niður fyrir Madeira.
5. maí: Tenerife. Miðbærinn skoðaður.



Gengum um miðbæinn í Santa Cruz. Smökkuðum sterkan staðarbjór og snæddum ágætis hádegisverð á götuveitingahúsi. Skoðuðum uppþornaðan árfarveg, sem fyllist væntanlega í vetrarrigningum og sáum múrsvölunga á flugi. Hér eru myndir teknar frá skipinu:







Efnisyfirlit     Eyjar á Indlandshafi     Madeira


Efst á síðu     Fara á brl.is