11. kafli: Eyjar á Indlandshafi


Á sjó     Colombo, Sri Lanka     Á sjó     Port Victoria, Seychell eyjum     Port Louis, Máritíus     Reunion     Á sjó


Það skall á með hverju þrumuveðrinu á fætur öðru þessa tvo daga milli Malasíu og Sri Lanka. Eftir hitann í Malasíu var mikil barátta um þvottavélarnar um borð en þetta hafðist allt að lokum.
9. apríl: Colombo. Gönguferð með leiðsögn.



Colombo er eiginlega bæði hræðileg og aðlaðandi. Umferðin er verri en í Malasíu og svína allir fyrir alla. Fórum í fínan göngutúr, þar sem innifalið var bæði morgunte og hádegisverður ásamt akstri frá hafnahliði fyrir aðeins 33 dollara á mann. Sáum m.a. fræga mosku og stærsta kryddmarkað í heimi. Sri Lanka rúpían er ekki nema brot af íslensku krónunni þrátt fyrir að þjóðin sé miklu fjölmennari og er það umhugsunarefni fyrir íslenska kratagrátkórinn.

Þessi viti var eitt sinn við höfnina en hún hefur hins vegar færst langt út vegna landfyllinga. Þetta er víst eini vitinn í heiminum með klukku.

Þessi faratæki kallast Tuk-tuk

Þurrkaðir fiskar

Á kryddmarkaðinum

Grænmetis- og ávaxtamarkaður

Við höfnina

Horft yfir nýrri hluta miðbæjarins. Takið eftir landfyllingunum til hægri:



Götumynd

Hin fræga moska í Colombo byggir m.a. á rússneskum arkítektúr:



Óreiða á kryddmarkaði:


Sigldum gegnum Maldíveyjaklasann á leiðinni frá Sri lanka til Seychelleyja. Erum komin í Cunard platínuklúbbinn og fengum ókeypis vínsmökkun. Sett var á viðbúnaðarstig vegna hættu á sjóræningjum frá Sómalíu.
13. apríl: Port Victoria. Annað hvort að skoða miðbæinn eða fara í þjóðgarð.



Við slepptum þjóðgarðinum en skoðuðum þess í stað flottan, bótanískan garð með frumskógi og stórum leðublökum, sem svifu yfir. Leðurblökur eru greinilega ekki bara næturdýr. Á eftir fórum við miðbæinn og fengum okkur hádegismat. Miðbærinn er lítill og satt að segja ekki mjög merkilegur. Tókum með okkur nokkur skordýrabit til baka sem minjagripi.

Garðurinn:







Miðbærinn:






16. apríl: Port Louis. Yemen Safari and Casela World of Adventures.



Sáum fullt af afrískum dýrum í safaríinu, svo sem ljón, gíraffa, zebrahesta o.fl. Borðuðum kreólamálsverð á veitingahúsi í garðinum. Port Louis virðist ekki mjög flottur bær við fyrstu sýn. Mikið um fátækrahverfi með hreinum hreysum og gatnakerfið ræður engan veginn við umferðina (t.d. eru engar hraðbrautir).
Hér eru nokkrar dýramyndir af impölum, gazellum, strútum, zebrahestum, gíröffum, páfuglum og gaupum:










17. apríl: Reunion. Scenes of Reunion (skoðunarferð með leiðsögn).



Skipið lagðist að bryggju spöl frá St. Denis. Hér er hreinlega evrópskt gatnakerfi með hraðbrautum og hringtorgum, enda er Reunion hluti af Frakklandi (fyrsta landið í heiminum til að taka upp evru) og gilda hér sömu reglur um reikisamtöl og í Evrópu og var því tækifærið notað til að hringja heim. Fórium í ágæta ferð upp á brún stórrar öskju og var vegurinn upp þröngur með kröppum beygjum. Gaman að koma í svona hraunlandslag.

Eldfjall:








Áningarstaður á leið niður fjallið. Hér var hægt að kaupa bjór og minjagripi og skoða framleiðslæu á geranium, sem er notað í sápur.

Hindúamusteri:


Enn hrepptum við úfinn sjó með miklum þrumveðrum og hvassviðrum á leiðinni til Suður-Afríku. Okkur skilst að hér séu mikil straumamót, þar sem mætast heitur sjór úr norðri og kaldur heimskautasjór úr suðri og er þá ekki furða að eitthvað gangi á.

Efnisyfirlit     Suðaustur-Asía     Afríka


Efst á síðu     Fara á brl.is