2. kafli: Austurströnd Bandaríkjanna


New York, Bandaríkin     Á sjó     Fort Lauderdale, Bandaríkin


16. og 17. janúar: New York. Times Square, Empire State o.fl.



Byrjuðum á að fara í vegabréfaskoðun, fingrafaratöku og myndatöku. Fékk á tilfinninguna að hér byggi hrædd stórþjóð í eigin fangelsi. Pínulítið móðgaður að fá inngöngu í Bandaríkin þegjandi og hljóðalaust, hélt að ég væri miklu hættulegri kommi en þetta.

Skipið lagðist að Manhattan Cruise Terminal þannig að miðbærinn var í göngufæri, enda tókum við hvorki leigubíl, strætó né "subway". Okkur taldist til að við hefðum gengið samtals um 10 kílómetra báða dagana. Fórum í Central Park, Times Square og Empire State Building fyrri daginn en Ripley's believe it or not seinni daginn (innifalið í miða í ESB). Óþolandi þetta kerfi þeirra að gefa upp öll verð án skatts og þjónustugjalda. Gengum í slíka gildru fyrri daginn þar sem hádegismaturinn fór upp í 80 dollara með öllum ófyrirséðum aukagjöldum.

Central Park:




Times Square:




Empire State Building:






Kvöldmyndir teknar frá skipinu:



Ripley's:




Á leiðinni til Fort Lauderdale sigldum við gegnum golfstrauminn í um 18 gráðu heitum sjó en lofthitinn var um frostmark. Afleiðingin var mikil þokumyndun og nú skilur maður betur hvernig þessar risalægðir myndast á þessum sklóðum og æða síðan norður með austurströndinni og valda snjóstormi í New York og víðar.




20. janúar: Fort Lauderdale. Allígatorar og flamingóar í Everglades fenjunum.



Fórum í skoðunarferð í Everglades fenin og dýragarð, sem heitir Flamingo Park. Í fenjunum sigldum við um í fenjabát (þvílíkur hávaði!) í um klukkustund. Þar sáum við aðeins einn allígator en stýrimaður bátsins sagði okkur að vegna mikilla kulda í ársbyrjun (fór niður fyrir frostmark í norður Flórída) héldu dýrin sig að mestu í kafi. Ég hef reyndar grun um að eitthvað af þessum kaldablóðsdýrum hafi hreinlega drepist.

Myndir frá Everglades:

Við bryggjuna     Ferskvatnsskarfar

Gammar     Skjaldbaka

Allígatorasýning:




Flamingógarðurinn:

Flamingóar. Magnað að sjá hvernig þeir sía fæðu úr vatninu.

Íbis. Frekir og áræðnir, einum tókst að stela bita af pylsubrauði frá Eyju, alveg upp við munninn á henni.

Páfuglar

Grátrana Bobcat (gauputegund)

Turnugla Pelíkani Ryðönd

Svartur íbis Flatnefur


Efnisyfirlit     Atlantasálar     Karabíska hafið

Efst á síðu     Fara á brl.is