3. kafli: Karíbahafið


Á sjó     Ocho Rios, Jamaica     Á sjó     Oranjestad, Aruba     Á sjó


Enn hrepptum við vind nálægt stormstyrk frá Fort Lauderdale til Ocho Rios á Jamaica. Skipsstjórinn gefur siglingaskýrslu kl. 12 á hádegi hvern dag og lýkur yfirferðinni með sjóskrýtlu. Einn daginn sagði hann okkur frá gamalli hjátrú enskra sjómanna að ekki mætti byrja eða ljúka smíði skips á föstudegi, sjósetja það á föstudegi né heldur láta úr höfn á föstudegi. Fyrir meira en 200 árum ákvað breska flotamálastjórnihn að kveða þessa hjátrú niður í eitt skipti fyrir öll með smíð nýs skips. Kjölurinn var lagður á föstudegi og lokið við smíðina á föstudegi. Áhöfnin var ráðin á föstudegi og skipið sjósett á föstudegi. Skipið, sem hét "Friday", hóf jómfrúrferð sína á föstudegi og hét skipstjórinn "Friday". Allt gekk þetta að óskum nema hvað síðan hefur hvorki spurst til skipt né áhafnar.

Það gekk á með skúrum og regnbogum þennan dag. Myndin tekin frá göngudekkinu.
22. janúar: Ocho Rios. Dunn River þjóðgarður skoðaður og gengið upp fossana.



Hér fórum við í jeppaferð um nágrenni Ocho Rios og enduðum í Dunn River þjóðgarðinum. Vegirnir þarna í fjöllunum eru á pari við íslenska hálendisvegi nema hvað óbrúaðar ár vantar. Skoðuðum m.a barnaskóla og kaffiplantekru. Mikil fátækt þarna í fjöllunum og fólkið býr í hálfgerðum hreysum.

Mauraþúfa Grunnskólinn

Þær eru fallegar, köngurlærnar á Jamaica Kofar fátækra bænda í fjöllunum

Köngurlær á raf- eða símalínum Lagt af stað upp fossana í Dunn River

Rennblautur Ánægður með sig að vera kominn upp.


Skipstjórinn sagði okkur að nú værum við komin í staðvindabeltið og kom okkur á óvart hversu sterkur austanvindurinn var eða um 15 m/s.

Við erum nú byrjuð að gera okkur betur grein fyrir skipinu og öllu því, sem það býður upp á. Okkur telst til að í skipinu séu um 15 salir ásamt búðum og borðsölum. Það er alltaf eitthvað um að vera frá morgni til kvölds; dans, tónlist, skemmtikraftar, bíó, fyrirlestrar, spil af ýmsu tagi og margt fleira. Við erum þannig að fá talsvert meira fyrir þennan litla pening (um 30-35 þúsund á dag) en siglinu, gistingu og mat. Þá er hægt að borða allan sólarhringinn ef maður svo kýs í 4-5 sölum.



Síðdegiste í Queens Room. Þjónarnir hanskaklæddir. Prófuðum þetta einu sinni. Ekki okkar tebolli ef svo má að orði komast.
24. janúar: Oranjestad. Miðbærinn skoðaður.



Hér keyptum við demanta- og tanzanítskartgripi handa Eyju ódýrar en annars staðar í heiminum en hér eru þeir bæði skatt- og tollfrjálsir. Hitinn fór upp í 28 stig þennan dag. Smökkuðum bjór og romm innfæddra og uðrum fyrir dulitlum vonbrigðum en bjórinn er betri á Jamaica og rommið betra á Barbados.






Fátt bar til tíðinda frá Arúba að Panamaskurðinum. Þó var gaman að sjá Óríon beint fyrir ofan okkur, Síríus hátt á lofti og hálft tunglið lárétt en ekki lóðrétt.

Efnisyfirlit     Austurströnd Bandaríkjanna     Panamaskurðurinn

Efst á síðu     Fara á brl.is