1. kafli: Upphaf ferðar og Atlantsálar


London, England     Southampton, England     Á sjó     Ponta Delgada, Azoreyjum (Portúgal)     Á sjó


5. janúar: Flogið til London og gist þar eina nótt.




6. janúar: Ekið til Southampton og gist eina nótt.


7. janúar: Lagt af stað í siglinguna.



1. nóttin var í lagi en strax næsta dag byrjaði að hvessa og fór vindhraði mest upp í ca. 25 m/s. Siglt var til suðvesturs með stefnu á Azoreyjar.

Höfnin í Southampton séð frá Commodore Club Þegar við komum í klefann beið okkar kampavín.

Fyrsta (en ekki síðasta) kvöldmáltíðin í Britannia Restaurant.
10. janúar: Ponta Delgada Bætt við vegna þess að skipstjórinn ákvað að sleppa Hamilton vegna veðurs. Stoppað í hálfan dag, smökkuðum bjór innfæddra og tókum nokkrar myndir. Snyrtilegur bær.

Azoreyjar í baksýn

Eyja vildi endilega taka mynd af kaþólskri kirkju í Ponta Delgada

Horft yfir höfnina, drottningin í baksýn

Borgarhliðið

Jólastjörnur á götuveitingastað

Götumynstur í Ponto Delgada, túristaskalli í forgrunni

Slakað á við höfnina.

Það er víðar hvalaskoðun en á Húsavík
Hrepptum áfram slæmt veður frá Azoreyjum til New York. Yfirleitt náði vindurinn stormstyrk og öldugangur eftir því. Þó var ágætis veður einn dag með hita um 18 stig. Þrátt fyrir veðrið var slakað vel á:



(14. janúar átti að stoppa í Hamilton en var sleppt vegna veðurs)


Efnisyfirlit     Bandaríkin I

Efst á síðu     Fara á brl.is