“Eitthvað annað”
en álver hvort sem það er í boði Alcoa eða annarra.
Dæmin um “eitthvað annað” eru fjölmörg eins og sjá má í eftirfarandi upptalningu:
o Norðursigling og Hvalaferðir á Húsavík.
o Ný veitingahús.
o Fjörfiskur, Búbót og Viðbót í gömlu mjólkurstöðinni.
o Kaldbakskot, 12 ný gistihús
o Hvalasafn.
o Reðursafn.
o Umtalsverð stækkun og endurbætur á Hótel Húsavík vegna fjölgunar ferðamanna.
o Kaðlín, handverkshús á Húsavík.
o Handverkshópar í Öxarfirði og Raufarhöfn.
o Norðlenska, ný og aukin verkefni í fullvinnslu kjöts.
o Fjallalamb, sérhæfing og frekari fullvinnsla á kjöti.
o Þekkingarsetur Þingeyinga.
o Hausaþurrkun GPG, stækkun og útrás GPG innanlands og erlendis.
o Náttúrustofa Norðausturlands.
o Fiskeldisstöðvar, stækkun og nýjungar í framleiðslu.
o Saltvík, hestaferðir, ferðaþjónusta.
o Snow Magic, ný tækifæri í vetrarferðamennsku.
o Gljúfrastofa.
o Vaxandi lífræn ræktun gulróta í Öxarfirði
o Heimskautagerði við Raufarhöfn.
Þessi fyrirtæki hafa sprottið upp, stækkað og eflst á undanförnum árum vegna frumkvæðis heimamanna.
Það eru fjölmörg tækifæri til að skapa ný störf og fjölga atvinnutækifærum innan Norðurþings, t.d:
* Vetnisframleiðsla með rafgreiningu vatns, sem byggir á nýtingu vistvænnar orku.
* Matvælaþróunar- og hönnunarstofa íslenskra matvæla á Kópaskeri
* Lifandi safn og sýning í loðnuverksmiðjunni á Raufarhöfn tengt árlegri loðnuhátíð.
* Garðarshólmi, strandmenningarsetur á Húsavík.
* Áframeldi á þorski í lýsistönkum loðnuverksmiðjunnar á Raufarhöfn.
* Sjóstangaveiði fyrir ferðamenn frá Kópaskeri, Húsavík og Raufarhöfn.
* Nýja möguleika í lífrænni ræktun grænmetis á söndunum í Öxarfirði.
* Frekari fullvinnsla landbúnaðar og sjávarafurða.
* Saltfiskréttaverksmiðja.
* Stóraukin handverksframleiðsla og námskeið í því sambandi.
* Endurbætur á Golfvöllum munu draga að fleiri ferðamenn,
* Merkingar á fuglaskoðunarstöðum, skoðunarhús, fuglaskoðunarferðir, merkingar gönguleiða,
* Ný skíða- og brettaaðstaða.
* Uppbygging sundlauga.
* Fjölmenningarhús á Húsavík.
* Fjölmenningarhátíð á Raufarhöfn.
* Örnefnaskráning og merkingar á merkilegum náttúrufyrirbærum og stöðum.
* Stórátak í grunnrannsóknum á lífríki lands og sjávar.
* Námskeiðahald af ýmsum toga sem tengist sérstöðu og náttúru svæðisins.
* Bygging reiðhallar og kennsla í hestamennsku.
* Staðbundnir fisk- og grænmetismarkaðir yfir sumartímann.
* Andlegar- og líkamlegar endurhæfingarbúðir að Ási í samvinnu við eigendur og heilsugæslu.
* Fræðslusetur Einars Ben o.fl.
* Stóraukin starfsemi Heilbrigðistofnunar Þingeyinga s.s. endurhæfing og lækningastöð fyrir ýmsa sérhæfða sjúkdóma sem nýtt geta heilsuvatnið okkar.
* Framleiðsla etanóls úr lífmassa.