9. kafli: Kína
Kína. Við þurftum að fylla út eyðublöð fyrir Kína eins og í flestum öðrum löndum. Kínverjar tóku af okkur vegabréfin og létu okkur hafa ljósrit af aðalsíðunni með álímdu strikamerki og mátti alls ekki brjóta strikamerkið að viðlagðri strangri refsingu. Samt var strikamerkið aldrei skoðað.
1. Til hvers að setja reglur ef ekki á að fara eftir þeim?
2. Af hverju eru ekki alþjóðlegar reglur um meðferð vegabréfa?
26. mars: Shanghai. Skoðunarferð með leiðsögn
Shanghai er risastór borg. Við fórum í túr þar sem tíminn í rútunni var ca. 3 tímar en skoðunartíminn um 2 tímar. Stór hluti af gatnakerfinu er í háloftunum á hraðbrautum með blómakerjum meðfram veginum. Skoðuðum gamalt búddamusteri, sem er nánast búið að kæfa með nýbyggingum, stóran og fjölmennan markað og flottan garð. Fengum aðeins hálftíma í hádeginu og urðum að ákveða hvort hann yrði notaður í át eða verslun. Sá sykursjúki vann ;-)
Musterið:
Markaðurinn:
Garðurinn:
28. mars: Xiamen. Skoðunarferð um miðbæinn
Xiamen er mjög falleg borg. Við gengum frá skipinu og meðfram fallegu vatni í borginni, þar sem trönur halda til. Við snæddum hádegismat í veitingahúsi þar sem enginn skildi ensku né þaðan af skrýtnari mál - nema orðið "beer"
Skreyttir síma- og rafmagnskassar
Blómaskreytingar meðfram hraðbrautunum
Trönur við vatnið:
Þernutegund
Veitingastaðurinn mállausi
Skítt með litlu hafmeyjuna, þessi er langtum flottari. Takið eftir trönunni :-)
Hér er víst mikil ljósasýning á kvöldin
Kínverskt "víkingaskip"
30. og 31. mars: Hong Kong. Markaðir, Victoria Peak.
Okkur skilst að Hong Kong megi muna fífil sinn fegri. Þarna eru hellings framkvæmdir en um leið mikið í niðurníðslu. Okkur skilst að gamli hluti Kowloon sé nánast horfinn fyrir nýbyggingum. Tókum ferjuna yfir á Hong Kong eyju og fórum í strengvagni upp á Victoria Peak og í Stanley Market. Urðum fyrir smá vonbrigðum með borgina.
Markaðurinn:
Victoria Peak:
Beðið eftir strengvagninum
Á leið upp fjallið
Horft yfir Kowloon frá Victoria Peak
Horft upp á efsta hluta tindsins
Í Kowloon
Horft til Hong Kong eyjar
Skrautlegir búningar