10. kafli: Suðaustur Asía


Á sjó     Singapore     Malasía:     Malakka     Penang


Hann skall á með páskum á leiðinni frá Kína til Singapore. Takið eftir héranum í egginu. Lýsir fullkominni vanþekkingu á muninum á dýrum, sem verpa eggjum og svo þeim, sem fæða unga.


Efst á síðu


4. apríl: Singapore. Dýragarður og Singapore Sling á Raffles bar.



Þegar Björgvin var í Singapúr 2007 var krónan að sönnu u.þ.b. helmingi sterkari en hún er núna. Samt var tilfinningin sú að verðlag hefði hækkað á þeim 11 árum, sem eru liðin. Við fórum í dýragarðinn, sem að mati Björgvins er sá langbesti, sem hann hefur komið í. Þá fengum við okkur rándýran Singapore Sling á pínulitlum bar í Raffles Hótel en Long Bar (Raffles bar) er lokaður vegna þess að hótelið allt er í endurnýjun. Þá fórum við á markaðinn í Chinatown og snæddum kvöldmat á veitingastað við götu, sem er sneisafull af alls konar veitingastöðum. Verðlagið þarna var talsvert annað en 2007 og greinilega miðað við túristabuddur.

Dýragarðurinn:

Nefapi Órangútan

Hvítur nashyrningur Blettatígur

Gíraffi Ljónynja

Mandríll Kómódódreki

Sjimpansi Indverskur fíll

Galtartegund Dvergflóðhestsungi

Hvítur tígur

Frá markaðinum í kínahverfinu:

Tekist á við kvöldmatinn


Það tók aðeins nóttina að sigla frá Singapúr til Malasíu. Loksins land, þar sem er ekkert vegabréfavesen, engin eyðublöð né neitt slíkt. Slík lönd hafa ekki verið mörg en má þó nefna Azoreyjar, Jamaica, Aruba, Panama, Guatemala og Mexíkó. Öll önur lönd hafa ýmist tekið vegabréfið eða skikkað okkur til að vera með það á okkur og látið okkur fylla út hin aðskiljanlegustu eyðublöð. Hér er lítið um gangstéttir og ökutæki hafa algeran forgang fram yfir gangandi vegfarendur.


5. apríl: Malakka. Skoðunarferð um miðbæinn.



Við gengum meðfram fljótinu í steikjandi hita. Við snæddum hádegisverð á áfengislausum veitingastað. Þar fékk Björgvin kæsta stingskötu, sem var borin fram í þeim sterkkryddaðasta rétti, sem hann hefur nokkurn tíma smakkað, enda var ekki séns að finna skötubragðið. Við fórum aðeins inn í Jonker stræti en urðum fyrir vonbrigðum og mætti alveg eins kalla götuna "Junk"er stræti.

Horft frá skipsbáti til lands Gömul galeiða

Götumynd Klukkuturn á torginu

Hollensk vindmylla frá nýlendutímanum Skrautlegir hjólavagnar

Hús við árbakkann Bjórkrá við árbakkann




6. apríl: Penang. Annað hvort að skoða miðbæinn eða fara upp á Bukit Pendera (Penang Hill).



Það var bæði skýjað og mikið mistur þannig að við slepptum fjallinu en fórum þess í stað í verlslunarferð í miðbæinn og gengum til baka. Á leiðinni fengum við okkur bjór á opnum götubar, sem var svo sóðalegur að hann hefði aldrei fengið leyfi til að starfa á Íslandi.

Gangstéttalausar götur:



Bryggjumyndir:





Í verslunarmiðstöð:



Dansarar á bryggjunni

Efnisyfirlit     Kína     Eyjar á Indlandshafi


Efst á síðu     Fara á brl.is