Leirburðurinn



Fésbók:
Lausavísur á Fésbók 2010    Lausavísur á Fésbók 2011    Lausavísur á Fésbók 2012    Lausavísur á Fésbók 2013    Lausavísur á Fésbók 2014    Lausavísur á Fésbók 2016    Lausavísur á Fésbók 2017

Kveðandi og Harmónikkufélag Þingeyinga:
Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Breiðumýri janúar 2010    Vorferð Kveðanda og harmónikkufélagsins í Breiðdal 10. apríl 2010    Kveðandaskemmtun á Mærudögum 23. júlí 2010    Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Ljósvetningabúð 26. febrúar 2011    Vorferð Kveðanda og harmónikkufélagsins í Breiðdal 8.-10. apríl 2011    Kveðandaskemmtun á Mærudögum 22. júlí 2011    Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Breiðumýri 7. janúar 2012    Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Breiðumýri 5. janúar 2013    Vorferð Kveðanda og harmónikkufélagsins í Breiðdal 20. apríl 2013    Kveðandaskemmtun á Mærudögum í júlí 2013    Vorferð Kveðanda og harmónikkufélagsins í Breiðdal 12. apríl 2014    Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Breiðumýri 8. janúar 2016    Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Breiðumýri 7. janúar 2017     Kveðandaskemmtun á Mærudögum á Húsavík 2017

Annað:
Valdar vísur af póstlista hagyrðinga
Nokkrar lausavísur frá ýmsum tímum
Framsóknar- og ríkisstjórnarvísur ortar í desember 2013
Nokkrar limrur
Framhaldsskólinn á Húsavík 25 ára
Landsmót hagyrðinga á Húsavík 2012
Botnar við fyrriparta Fíu á Sandi
Framboðsvísur vegna kosninga til stjórnlagaþings Vísur af moggabloggi





Fara á brl.is



Lausavísur á Fésbók 2017

Vopnuð lögregla í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní

17. júní og sérsveitin spilar á Glock,
sætustu drengirnir Haraldar Jóhannessonar.
Áður en sagt getum helvítis fokking fokk
frelsa þeir landann frá túrhestum allt annars konar.

Þorgerður Katrín tekin við af Benedikt hjá Viðreisn

Oft er mý á mykjuskán,
má ei taka sénsa.
Nú er Kata kúlulán
komin fyrir Bensa.

Vondan sjóða vellinginn,
viðreisn tekur sénsa:
Kúlulánakellingin
er komin fyrir Bensa.

Byskúpan vill ekki að sannleikurinn komi í ljós

Byskúpan er þarfaþing,
þöggunarljósið skín um.
Vakir yfir (og allt um kring)
elsku Bjarna sínum.

Það voru þreifingar í gangi

Í flestu líkist feitum sauð
flokksnefnan atarna.
Þó að Kata þykist rauð
hún þreifar samt á Bjarna.

Það á að gefa Bjarna brauð
að bíta í á jólunum.
Þó að Kata þykist rauð
hún þreifar samt á tólunum.

Af stjórnarmyndurnarviðræðum

Varla þykir Kata kæn
ef kaupin vill hún tryggja.
Virðast þessi "vinstri græn"
vel til hægri liggja.

Katastrófustjórnin

Þótt Kata sé krúttleg rófa
og kæn eins og gömul tófa,
þá færir hún fórn
í frjálshyggjustjórn,
sem kallast þá katastrófa.

Alþýðan má færa fórn,
sem fátækum mun erfið.
Þessi katastrófustjórn
styður arðránskerfið.

Katastrófustjórnin væn
er stöðugleika' að tryggja.
Virðast þessi "vinstri græn"
vel til hægri liggja.

Byskúpuraunir

Byskúpan er þarfaþing,
við þröngan kost má stríða.
Launahækkun kom í kring
kjararáðið blíða.

Byskúpan er býsna slyng,
bág er lítil hýra.
Launahækkun kom í kring
kjararáðið dýra.

Byskúpan með helgan hring
hefur áru bjarta.
Launahækkun kom í kring
kjararáðið smarta.

Skrýtin þykir skrúfa by-
skup í ríkiskyrkjunni.
Siðblind ekki sést þó ni
í sjálfri prédikuninni.

Sokkin on'í íhaldshít,
eigi börnum vænir,
endalaust að eta skít
eru vinstri grænir.


Kveðandaskemmtun á Mærudögum á Húsavík 2017

Hvað er það sem menn kalla hvíta lygi?

Lygi hvít er lygi grá,
lítið skrök og varla ýkt.
Eins og þegar yrki smá
um mig hrós og þvíumlíkt.

Heldur þú að þú gætir orðið gott sálmaskáld?

Þótt fengi ég fullt hús af styrkjum
frá öllum prestum og kirkjum,
það yrði eitt puð
að yrkja um guð
því það er enginn guð til að yrkj’um.

Hefur þú brotið eitthvert boðorðanna 10?

Hef ég brotið boðorð eitt,
bið ei til né hef neinn guð.
Boðorð tvö er ljótt og leitt,
laust er ei við haturstuð.

Boðorð þrjú ég brotið hef
bara svona upp á grín.
Ekkert fyrir fjögur gef:
Fer ég þá að selja vín.

Eftir standa einhver sex,
öll má kalla heilbrigt val.
Til þess þarf ei trúarpex
um tilveru í himnasal.

Ert þú góður söngvari?

Talsvert er ég talinn góður trútt ég syng um.
Dæmdur verð ég víst af slyngum,
voða snjöllum Þingeyingum.

Vorhret á Húsavík

Hettumáf við himinskaut
hélugráa skýjabraut
sá ég svífa að vori.
Vill hann andareggin fá,
unga líka borða smá
svo hrynji ei úr hori.

Hrossagaukar út um allt
æpa og veina: "Mér er kalt".
Króknar kría á tánum.
Vont er þetta veðurhret,
vissulega setur met
skrautlegt kort á skjánum.

Hrafninn upp úr horfði laup
horskur og á rauðu saup,
lá hann ei í leti.
Á hann líka unga smá,
alla má hann næra þá
með ljúfu lóuketi.

Kísilverið kolsvart spjó
kolsýru um loft og mó,
reykjarmekki í röðum.
Vil ég kynna kappan þann
(kolamokstur stundar hann):
Garp frá Gunnarsstöðum.


Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Breiðumýri 7. janúar 2017

Gerðir þú eitthvað markvert á liðnu ári? Af hverju fékkst þú ekki fálkaorðu?

Margt ég gerði markvert þá,
mjög varð sálartetrið þreytt:
Flesta daga í leti lá,
líka gerði ekki neitt.

Eftir svona afrek, þá
oft mér sárnar hérumbil
hjá Guðna ekki fálka að fá
fyrir bara að vera til.

Viltu spá eitthvað um nýja árið?

Dáldið verður dimmt og kalt,
dulítið samt heitt og bjart.
Eltir vetur vorið svalt,
veltir sumri haustið svart.

Er það rétt að þú sért betri hagyrðingur en ég?

Líkt og kýrnar Laxness kvurn minn leik við fingur:
Óttalega er ég slyngur
og ógurlegur hagyrðingur.

Braghendunnar breytilegt má boða rímið.
Sam er rímað, rímulímið
rennur líkt og fjöruslímið.

Skipast veður, skrifum breytt, á ská er rímað:
Brennivín á belg er eimað,
býsna fast er skónum reimað.

Furðu skrýtin fræðin eru, frá ég ríma:
Stuðlar sitja á stöðum sínum,
stefið er í þremur línum.

Engir brestir, engir lestir, eintóm gæði.
Er það furða að ég ræði
öll mín gæðaljóð og kvæði.

Gömul bulllimra

Magra ég manneskju leit
í morgun í haga á beit.
Eftir smá slugs
eitt kom mér hugs:
Mikið er manneskjan feit.

Um nýja ríkisstjórn

Alþýðan má færa fórn
þá fjármagnið skal tryggja.
Viðreisnar mun voðastjórn
vel til hægri liggja.

Óttarr Proppé eltir Björt,
með íhaldi skal stjórnað.
Framtíð verður voða svört
og velferðinni fórnað.


Lausavísur á Fésbók 2016

Hvað á að borða á bóndadag?

Á bóndadag er þrautin þung,
þarft að vega og meta
hvort sushi eða súran pung
situr við að eta.

Talant Duyshebaev sló Guðmund Guðmundsson

Talant er töluvert slunginn,
til hans er óðurinn sunginn:
Alls staðar sló
alla og þó
sló Gumma síðast í punginn.

Hjálmar Bogi og Björgvin Friðbjarnar voru í vinstri grænum skyrtum

Frammari hann virtist vænn,
var það allt í plati.
Vinurinn er vinstri grænn
og voðalegur krati.

Kona orti um mottumars á Boðnarmiði á Fb

Vita skalt af sönnum segg,
sjáið bara hana:
Sigurjóna setti' upp skegg
svona af gömlum vana.

Simmi og arfurinn

Eiginkonuarfurinn
útí hafi ballar.
Kröfurnar við Simma sinn
semur hún um allar.

Simmi er sjálfsagt í losti,
siðinn hann rauf minnsta kosti.
Það nýskeð hef frétt,
sem er formlega rétt
sagði hinn formlegi Frosti.

Í stólinn þá Simmi var sestur
sást hann á Tortólu vestur.
Nú er formlega rétt
(segir Frosti svo nett):
Hann er allsherjar forsendubrestur

Lítið þá vönduðu vöru,
sem vælir á ráðherrastól:
Simmi er sandkorn í fjöru
með sandinn í Tortólaskjól.

Aðeins skroppinn í smáfrí
er hann sagður.
Nú er Simmi næstum því
niðurlagður.

"Brestir en ekki brostin" var fyrirsögn fjölmiðils um ríkisstjórnina

Brestir en ekki brostin,
beisk eru Vigga og Höski.
Unni brá, ó er svinna:
Ólöf í stólnum lafir.
Vefurinn Bjarna sig vefur
um veginn til Seychell eyja.
Stigamenn staðnir að lygum
stjórna og Íslandi fórna.

Drykkjuvísa til Kristjáns Runólfssonar

Ei skal drekka, elskan mín,
er það rekka siður.
Betra að þamba bjór og vín,
bölva og ramba niður.

Öryggisventillinn

Oft getur ýmislegt bent til
að úti frýs.
Þó eigum við öryggisventil:
Óla grís.

Skattaskjól

Í aflöndum er ekkert skjól
útum geima og heima,
enda munu íslensk fól
öllu búin að gleyma.

Í aflöndum er ekkert skjól,
ekkert nema mæða.
Ekki munu íslensk fól
á því nokkuð græða.

Auðmenn flestir erkifól,
á það vil ég minna:
Hurfu þeir í skattaskjól
með skattinn okkar hinna.

Hannes Hólmsteinn skrifaði nokkuð ýkta lofgrein um Davíð Oddsson í moggann

Dýrð sé þér, Davíð kristur,
drottinn, konungur vor.
Úr þér var húmor hristur:
Háskólapófessor.

Hvar á Dorritt lögheimili?

Gekk hún yfir sjó og sand,
sigldi um heima og geima.
Hvort er þetta Hvergiland?
Hvar á frúin heima?

Um myndband með Gretu Salome á júróæfingu

Höfuð mitt af hugsunum
held ég lagist
ef bossinn undan buxunum
bara gægist.
Um ákveðinn forsetaframbjóðanda

Kveð ég nú mitt listaljóð,
lausnin? Það er vandinn:
Setti á hausinn heila þjóð
herra frambjóðandinn.

Setið að drykkju í helvíti með Kristjáni Runólfssyni

Í helvíti þá hundskumst inn
hendum að því gaman
að áfengi og andskotinn
eiga dável saman.

Frú Simmi var launalaus í fyrra

Árið í fyrra var ekki gott:
Engin laun, engin laun.
Höfum nú hvorki háð né spott;
helber raun, helber raun.
Um sveitir landsins læðast örg
og lifa spart við Hrafnabjörg.

Þjóðfylkingin er fasistaflokkur

Af þjóðernisfylkingu fasisminn skín:
fáfræði er Þeirra matur
Nú eru komin fram nasistasvín
og næringin: Ótti og hatur.

Ris og fall SDG á flokksþingi frammara

Framsóknar um formanninn
fara vil ég orðum:
Upp er risinn andskotinn
eins og Glámur forðum.

Svart í hjarta Sigmundar
sárar kenndir stinga:
Kanadískir Kínverjar
kusu Sigurð Inga.

Minnisleysi Bjarna Ben

Augum Bjarni okkur leit
(yndislegur drengur):
Um þetta ég ekkert veit
og ekkert man ég lengur.

Er einhver spilling í Framsókn?

Framsóknar er flokkur einn,
finnst þar engin spilling.
Aðstoðarmann, ekki seinn,
undan- skipar villing. Útsrikanir á SDG voru alheimssamsæri

Í framsókn líta má einn mann,
mont er einn af prikunum.
19% nær víst hann
næstum í útstrikunum.


Efst á síðu     Heim



Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Breiðumýri 8. janúar 2016

Hvernig fannst þér skaupið?

Skaupið, það var loftkennt, létt,
lítið þar af viti.
Enginn broddur í það sett
og ekki neitt af biti.

Ætlar þú í forsetaframboð?

Formlega skýra má frá
að fari ég sjálfur á stjá,
þá atkvæði fæ
og fylginu næ
og forseti verð ég, ójá.

Ert þú næst fallegasti karlmaður allra tíma?

Þótt fríður sé og fallegur og firna sætur,
karlmannlegur, knár og mætur
svo kvenfólkið mér gefur gætur,

þá hógvær er ég hófi fram úr heldur betur.
Oft mig lítillætið hvetur,
löngum skorður það mér setur.

Út í heimi einn skal finnast yndislegri.
Mæli ég með tungu tregri:
Talsvert mun sá vera fegri.

Ætlar þú í heimsreisu?

Í Halifax, þar hefst mín ferð,
held ég svo í vesturátt.
Í Gimli svo ég gista verð
góða stund við vatnið blátt.

Litlu síðar, lon og don
legg af stað í suðurátt.
Ætla að skoða Amazon,
ógurlega fljótsins mátt.

Um Ameríku endum skraf
og til vesturs siglum leið.
Yfir Kyrra ætlum haf,
til Ástralíu er leiðin greið.

Næst er stefnt í norðurátt,
Nam og Thailand, Singapúr.
Þaðan ætla svo í sátt
suðvestur að fara í túr.

Afríka er álfa heit,
ætla ég í safarí.
Úganda? Ég ekki veit.
Angóla, Kalaharí?

Loksins held ég heim á leið,
horfinn verður sjóðurinn.
Botna þennan braga seið
og búinn er nú óðurinn.

Finnst þér gaman á svona hagyrðingauppákomum?

Að yrkja á uppákomum
oft er kvöl og pína.
Yrkisefnin skrýtin,
andann finn ég dvína.

Flest skal fyndið vera,
fáránlegt á köflum.
Lélegu og ljótu
ljóðin á í stöflum.

Fólkið höfuð hristir,
helming leiðist sullið:
Skopið karlinn skortir
og skelfilegt er bullið.


Efst á síðu     Heim



Vorferð Kveðanda og harmónikkufélagsins í Breiðdal 12. apríl 2014

Heldurðu að Pútín geri Ólaf Ragnar að kóngi yfir Krím?

Úkra- ef nokkuð í -ínu
ástand er voðalegt, pínu,
þá Pút- sendum -ín
Ólaf, sem skín
og þá verður allt svo í fínu.

Er vorið komið?

Frost og snjó ég mikils met,
í mjöll sjást fugla spor.
Nú er komið norðanhret,
nú er komið vor.

Ætti ekki að gera íslensku krónuna að alþjóðlegum gjaldmiðli?

Eflaust þætti að því fengur
ylræktaðar flytj'út jónur
og ESB í Ísland gengur
og evrum skiptir fyrir krónur.

Ættu Íslendingar að gera meira af því að borða skordýr?

Lágkolvetnafæðið flott
er fitu bæð'og póteinríkt.
Skordýrsket er skolli gott,
skrýtið bæð'og engu líkt.

Ég var í smóking og var spurður hverju það sætti

Útganginn á mér má rýn'í,
innri minn James Bond nú skín'í.
Ég paufast á bar
og panta mér þar
vel hristan vodka martini.

Kvæði mitt kotroskinn syng
því konan er töluvert syng.
Upp er hún stríl-
uð og í stíl
við karlsnobbið sitt í smóking.


Efst á síðu     Heim



Lausavísur á Fésbók 2014

Frosti hinn óhefðbundni

Tunglið úr tómum er osti
og talsverður Frosta í rosti.
Einatt hann slumpar
á afslátt (og prumpar)
hjá MP að minnsta kosti.

Um aðskiljanlega rétti setta í súr (undir áhrifum frá Þórarni M. Baldurssyni)

Stundum et í einum dúr
ýmsa skrýtna rétti.
Marglittu má setja' í súr
með sviðnum villiketti.

Í útlöndum á einum túr
át ég marga rétti:
Krókódíla soðna' í súr
með söltum villiketti.

Sá ég útí Singapúr
svakalega rétti.
Eftir það vil setja' í súr
sæbjúgu' og ketti.

Sá ég útí Singapúr
sóðalega rétti:
Sperðla bæði' og spelt í súr,
sporðdreka og ketti.

Enn í Singa er ég púr,
át þar marga rétti.
Engisprettur á í súr
ásamt villiketti.

Kveðist á við Kristján Runólfsson

Það má, Kristján, kveðast á,
kátur blæs til ferðalags.
Eitt er þó, sem ekki má:
Enda þennan brag á strax.

Hripleka Hanna

Hönnu Birnu hefjum skál
og hendum að því gaman:
Létt hún fer með lekamál,
ljúfa íhaldsdaman.

Létt má höndla lekamál
og loka niðr'í kirnu.
Týnd er æra, töpuð sál
og traust á Hönnu Birnu.

Kristján Runólfsson hafði hrossabjúgu í matinn

Ef að langa etur þú
oní svangan maga
bjúgna hangin bykkja nú
brýst um langa daga.

Gift lesbía vann silfurverðlaun á vetrarólympíuleikunum í Sochi

Ólympíusilfrið sett'í sanngift lessa.
Eittthvað Pútín er víst hlessa
eins og hálfgerð skítaklessa.

Hungursneyð í sjálfsstjórnarhéraðinu

Heilladísin, heldur gleið,
með hangiketi söltu
hemja vildi hungursneyð
í hálfríkinu Möltu.

Í orðastað Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur

Orðræðan er engu lík
hjá íhaldsstrengjabrúðum:
Frekjupungapólitík
í pólitískum trúðum.

Ármann Þorgrímsson velti því fyrir sér hvort himnavist væri eftirsóknarverð

Upp þó komast aðeins þeir sem eru þægir.
Allir saman leiðinlegir,
líka sjálfsagt nokkuð tregir.

Grísinn er með þetta

Úkra- ef nokkuð í -ínu
ástand er voðalegt, pínu,
þá Pút- sendum -ín
Ólaf, sem skín
og þá verður allt svo í fínu.

SDG

Létt úr kjafti lygin rann,
lygasverði girtur.
Víst að alltaf verður hann
veruleikafirrtur.

Stórhríð á Húsavík 20. mars

Vindasöm og vond er tíð,
veitir ekki af flíkinni.
Nú er úti norðanhríð
og napurt mjög á Víkinni.

Um framsóknarframboð í Reykjavík

Fjóshaugnum úr framsóknar
fylgið upp mun draga:
Klámfengið af Klörubar
karlfífl út'í haga.

Framsóknar er fundin von
(flest nú þykir matur):
Það er hann Guðni Ágústsson
og útlendingahatur.

Rasista- Sveinbjörg er rokkur
og reynir við atkvæðin nokkur:
Hvort falli í kram
að kjós'um íslam.
Fasistaframsóknarflokkur!

Bitvargurinn

Ef þú bítur annan mann
ekki má þér hlífa:
Lítils háttar leikjabann
leggur á þig FIFA.

Ég: "Gott að fá rigningu af og til". Jón Ingvar Jónsson: "Af og til einskis er fínt". Ég:

Að af og til einskis sé fínt,
í það skal snarlega rýnt:
Þó í Reykjavík rigni
og rigni og rigni,
þar sól hefur til einskis skínt.

Nú er bæði bitið og brotið á HM

Horfa bullur HM á,
hámenningu sækja:
Bíta, hrinda, brjóta, slá,
bölva, sparka, hrækja.

Rassaköst á HM

HáEmmið nú hlægir mig,
hörkutækling bítur.
Mascherano meiðir sig
mikið þá hann skítur.

Máli vil ei drepa’ á dreif,
dvelst á spítalanum:
Mascherano mæddur reif
mjög úr hringvöðvanum.

Hér er regla, heldur smá,
en hæfir litlum garmi:
Knattspyrna er skot á ská
með skolti’ og endaþarmi.

Bulllimra

Magra ég manneskju leit
í morgun í haga á beit.
Eftir smá slugs
eitt kom mér hugs:
Mikið er manneskjan feit.

Síra Þorgrímur á Grenjaðarstað veður ár að lokinni fjallaferð

Í ferðalokin falla tár,
ferðalangar votta:
Gott er að vaða gráar ár,
getur sparað þvotta.

Bogfrymlasótt framsóknar og formaður fjárlaganefndar

Fengið hefur frymlasótt
formaðurinn vondi.
Truflar hana títt og ótt
Toxoplasma gondii.

Í orðastað Simma og Bjarna Ben:

Þykir oss þetta full mikið
að þyrlist upp moldviðrisrykið
því Hanna mín Birna
svo háttvís er firna
og fór ekki fet yfir strikið.

Þykir oss þetta full mikið
að þyrlist upp moldviðrisrykið.
Meðal syndugra manna
er saklaus hún Hanna
og fór ekki fet yfir strikið.

Þykir oss þetta full mikið
að þyrlist upp moldviðrisrykið
því harðsnúna Hanna
er hugljúfust svanna -
en Stefán fór langt yfir strikið.

Meira af lekamálaráðherra

Hanna Birna, frá á fæti,
eins og gengur, eins og gengur.
Hanna Birna, frá á fæti,
fór af stað i lekamó.

Jón Ingvar Jónsson spurði hvort hann ætti að hætta að yrkja á Leir

Ekki meir, ó ekki meir,
óðar fergjum brunna.
Alltaf reyn'að yrkja þeir,
sem yrkja varla kunna.

Evu Hauksdóttur líkaði vel við skrif Eynars síns

Eynars skrifin ollu kæti,
ættarlauks.
Er með soldið ypsilonblæti
Eva Hauks.

Enn af lygamálaráðherra

Hanna undir hallar flatt,
hennar siðvit bogið:
Birna þó að segi satt
sumu hefur logið.

Úr gömlum lögum, sem eru enn í gildi:
27. gr. Húsbóndi má þegar vísa hjúi úr vist, er hann getur sannað, að hjúið hafi gerst mjög brotlegt gegn skyldum sínum, eða ef framferði þess er mjög ábótavant, svo sem ef hjúið: ... 7. gengur um með smitandi samræðissjúkdóma,

Eitthvað svo öfug er snúið
íslenska fjármunabúið.
Ef sára' er með sótt
vér sendum burt fljótt
smitandi samræðishjúið.

Af vopnakaupum landhelgisgæslu og lögreglu

Þat lagði til löggan
og Landhelgisgæslan
at gripin verði gefins
gömul vopn af hernum.
Ef búsáhaldabylting
brytist hér út aftur
skundum við með skotvopn
og skjótum mann og annan.

Byskúpa, byssur og boðorð

Fimmta hefur farið boðorð furðuleið:
Þú skalt ekki nokkurn deyða - nema í neyð.

Boðorð fimmta biskup segist brjóta leið:
Þú skalt ekki nokkurn deyða - nema í neyð.

Löggumanna líknar til er leiðin greið:
Þú skalt ekki nokkurn deyða - nema í neyð.

Móse bæði og mannsonar er mildin greið:
Þú skalt ekki nokkurn deyða - nema í neyð.

Guð á himni grætur biskups gengnu leið:
Þú skalt ekki nokkrun deyða - nema í neyð.

Þótt ég fari um dimman dal
og dvelji oft við skyssur,
ekkert þó ég óttast skal
því Agnes styður byssur.

Simmi og loforðin

Doktor Simmi Davíð er
dásamlegur kavalér.
Lofaði hann leiðrétting
lýðnum STRAX ef færi' á þing.

Heyrðu snöggvast Simmi minn,
snjalli lýðskrumari.
Vísitölutryggingin,
telurð’ að hún fari?

Byskúpa, byssur og Birna

Byskúpan svo býsna slyng
og Birna lekamála
komnar eru á kyrkjuþing
konur íhaldssála.

Hanna Birna í djúpum dal
drýgði litla skyssu.
Ekkert þó hún óttast skal
því Agnes hefur byssu.

Lýgur oft hið ljósa man,
lekamálasólin.
En hvenær blessar byskúpan
byssurnar og jólin?

Einar Kárason flugvellingur

Íslands skálda eina von
orða lenti í hrinu.
Einar Kára og Önnuson
er á rassgatinu.

Latte í miðbæ lepur fólk
ljóst þar til það springur.
Ekki setur útí mjólk
Einar flugvellingur.

Að hengja aðstoðarmann fyrir ráðherra

Garmurinn hann Gísli Freyr
glæpinn þarf að játa.
Hanna Birna hafð'ei meir
hreinleik'af að státa.

Pétur Þorsteinsson spurði um höfund þessarar limru og ég snaraði lauslega á íslensku

There was an old bugger called God
Who put a young virgin in pod
This amazing behaviour
Produced Christ our saviour,
Who died on a cross, poor old sod.
(Dylan Thomas)

Gamlingi nefndur var guð,
sem giljaði jómfrúarskuð.
Í kokkteil var hristur
heilagur kristur,
sem krossi á dó fyrir guð.

Gamlingi nefndur var guð,
sem giljaði jómfrúarskuð.
Úr honum hristi
upphaf að kristi,
sem lífið svo lét fyrir guð.

Hanna Birna segir af sér og vopnin kvödd sama dag

Vopnum skilað, vopnin kvödd,
vopna þagnar kliður.
Ævarandi íhaldsþögn
ekki þætti miður.

Miðjumoð fór á barinn (ritdeila við Hallmund Guðmundsson

Yfir dreg ég værðarvoð,
vil ég yrkja þarn'um:
Þú ert algert miðjumoð,
maðurinn á barnum.

Mannorðsávirðingin er
ekki mér að kenna.
Moðmiðjuna Mundur ber
Mundsson þessi kavalér.

Spilling í minnsta flokknum (Jósefínu Dietrich)

Eiði frænda' er ekki vært,
eintóm kvöl og pína.
Dólgsleg læðan drottnar skært:
Dietrich Jósefína

Whiskasið í fjólubláum bréfum
blandað er með hentistefnulínu.
Eiður frændi útí setti' í skrefum
andoxaða Dietrich Jósefínu.
Lögreglustýran og lekamálaögnin

Það er nú svo, því miður
(þó ekki komi við yður),
að einhverra sögn
ég send'onum gögn.
Það er verið að draga mig niður.

Vopnin kvödd

Vond er núna veðráttan,
verður allt að klessu.
Ekki blessar byskúpan
byssurnar úr þessu.

Löggan verður að fá hríðskotabyssur til að drepa óaríska útlendinga

Bjartmarz ekki af baki dottinn:
Byssum með skal landann verja
útlendings ef hingað hrottinn
heiðinn kæmi á oss að berja.

Ólína Þorvarðardóttir vildi virkja hugvit á þingi

Nú skal virkjað nær og fjær,
nöturlegt er útlitið.
Í framsókn bæði fjær og nær
finnst víst ekkert hugvitið.

Af ráðherraraunum íhaldsins

Kótilettur Bjarni Ben og baunir etur,
bara' um Nordal hugsað getur.

Bjargi sér nú Bjarni hver sem betur getur,
fé án hirðis heldur betur
hefur verið sett á vetur.

Komst að niðurstöðu eftir kvöldmat í gær,
karlinn fór að hugsa, í því er hann svo fær.
Oddsson hefur talað, Blöndal ekki vill sjá,
út fyrir þingflokkinn Bjarni leitaði þá.


Efst á síðu     Heim



Framsóknar- og ríkisstjórnarvísur ortar í desember 2013

Nýr jólasveinn kom til byggða 30. nóvember

Skrýtnastur var Skuldagleypir,
skuldir fyrirgaf,
skuldunauta skelfdi
og skaut í bólakaf.

Lifendur og dauða
dæmdi' og reisti upp
mædda millistéttina
frá mön og niðr'á hupp.

Vigdisminn

Nú eru veðrin mjög válynd á Bakka
því vigdisminn ríður í hlað:
Framsóknarskartið í skrautlegum jakka
sker niður velferð í spað.
Blankheita foreldra bæturnar krakka
brytjar hún niður í smátt,
útvarps í viðtölum allt lætur flakka,
ekki er þenkt býsna hátt.
Niður öll velferðin verður að pakka,
nú verða loforðin efnd.
Við eigum það Framsóknarflokknum að þakka
að fjárlaga stýrir hún nefnd.

Sigmundur sannsögli

Er nokkur í ríkisstjórn rígur
né rifist um hvenær hann lýgur?
Það er haft fyrir satt
að þau halla' undir flatt
þá lýgur hann meir en hann mígur.

Eitt sinn var uppi hinn þögli
(ei svo að skilj’að ég mögli).
En þessi maður
ei fer með blaður:
Það er hann Simmi sannsögli.

Af framsóknarfjölskylduflokknum

Konan svo ljós er um lokkinn,
ljúft streymir frá henni þokkinn.
Barna sker niður
bætur og styður
framsóknarfjölskylduflokkinn.

Takk fyrir, alþýða, okkur.
Atkvæðin fengum við nokkur.
Nú allir fá bætur
(nema Elsa, hún grætur):
Við erum framsóknarfjölskylduflokkur!

Jólasveinar hinir síðari

Segja vil ég sögu
af svínunum þeim,
sem rýttu hérna forðum
með raunalegum hreim.

Þau uppí Valhöll sáust
eins og margur veit
eða útí fjósi
framsóknar á beit.

LÍÚ var þeirra móðir,
þau löptu íhaldsmjólk
og pabbinn SA sjálfur;
sannkristið fólk.

Ríkisstjórn þau nefndust,
ríkið, það var þau.
Allt of mörg þau voru
eins og skítugt tau.

Að velferð gerðu aðför,
allt þau skáru þar
og einna helst þau leituðu
til einkavæðingar.

Lævís voru’ á svipinn,
leyndust hér og þar,
til óknyttanna vísust
ef Óli hvergi var.

Og eins þótt Óli sæi
var ekki hikað við
að hrekkja barnafjölskyldur
og höggva á öll grið.

Sigmundur var fyrstur
forsætis í leik.
Lofaði og lofaði
en loforð öll hann sveik.

Hann vildi setja heimsmet,
höggva bagga af klakk.
Metið reyndist loftbóla,
að lokum bólan sprakk.

Bjarni Ben var annar
með bláa hausinn sinn,
hann brunaði úr Valhöll
með bankahrunflokkinn.

Útgerð vildi efla,
íhald þetta kann:
Niður skulum skera
skrambans almúgann.

Sigurður hét þriðji,
sá var nokkuð klár
ef fólkið vildi vernda
votlendi og ár.

Hann vildi friða Verin
en virkja þau þó fyrst
svo ekki verði vatnsskortur
ef Víkin yrði þyrst.

Sú fjórða, Hanna Birna,
fór með löggumál.
Hún löggur vildi vopna
til varnar íhaldssál.

Hún var ekki sérlega
hnuggin eða súr
rissblöðin þótt lækju
ráðuneyti úr.

Sá fimmti, Gunnar Bragi,
var fjarskalega smart.
Gegn öllum IPA styrkjum
eitt sinn gekk fram hart.

Framsóknar í stafni
stóð hann vökuna:
Eiga vildi’ og eta
alla kökuna.

Kristján Þór var sjötti,
kunni’ á ýmsu lag.
Hjá Samherja hann lærði
samverjanna fag.

Hann byrjaði á litlu,
brátt var meira selt
unz öll heilsugæslan
var einkavædd og gelt.

Eygló hét sú sjöunda,
ef til vill var skást.
Hún mátti ekkert aumt sjá
eða nokkurn þjást.

Bældra bótaþega
bæta vildi kjör -
nema efnaminnstu,
naum varð hennar för.

Illugi, sá áttundi,
var undarlegur fýr.
Mennta þótti’ í málum
mátulega skýr.

Námslánin hann skerti,
námsviðmiðin jók.
Ríkisútvarps rás eytt
reykjar hvarf í strók.

Níunda var Ragnheiður,
röggsöm bæði’ og snör.
Efla vildi álver
og auka þeirra fjör.

Línur vildi leggja
um landið þvers og kruss.
Lengi lifi stóriðjan,
landböðlanna þuss.

Um sjálfar veturnæturnar,
sagan hermir frá:
Stjórnarliðar sátu
og störðu fólkið á.

Svo hurfu þau í burtu,
við höfðum fengið nóg.
Lifnaði við almenningur,
lagði hönd á plóg.

Nakin nýfrjálshyggjan
nöpur heimtar fórn.
Alþýðan ei má gleyma
íhaldsríkisstjórn.

Bjarni Ben lýsti því yfir á alþingi að víst hefði verið búið að samþykkja að skera niður barnabætur í ríkisstjórn

Sigmundur Davíð er sannsögull fýr,
sannlega honum ég trúi.
Framsóknarkolli í kýr er hann skýr
kannski þótt örsjaldan ljúgi.

Forsætisráðherra segir svo satt
að sannlega getur ei logið.
Á hjalla í framsóknarfjósi er glatt
þótt flest sé þar hálfvegis bogið.

Sigmundur Davíð er sannsögull, en
sumir þó halda hann ljúga.
Íhaldsmenn, jafnvel hann Bjarni minn Ben,
barasta alls engu trúa.

Dana ef ráðherra segir ei satt
samstundis látinn er fjúka.
Víst er það, Sigmundur, væni minn, bratt,
en vilt’ekki fara að rjúka?

Forseti alþingis, flýttu þér nú
forsætisráðherra’ að víta.
Laug hann aðalþjóð og þingheim og þú
þyrftir við honum að ýta.

Ferleg víst eru mín framsóknarljóð
(og fráleitt að bíti sök sekan).
Finnst mér að núna af þingi mín þjóð
þyrfti hið snarasta’ að rek’ann.


Efst á síðu     Heim



Kveðandaskemmtun á Mærudögum í júlí 2013

Hver er efniviður hamingjunnar?

Hamingjan er hugur þinn
í höfði þínu inni:
vertu sáttur, vinurinn
með værð í eigin sinni.

Langar þig í fótabað með fiskum?

Lappirnar fiskar laga,
leikandi neðan hnjánna.
Neglurnar bæði naga
og narta á milli tánna.

Ertu skósjúkur?

Mínir skór eru fyrsta flokks,
fann ég þá síðir um loks.
Eftir þjark, pex og rex,
frá tvöþúsundogsex
geng ég eingöngu í Crocs.

Ferðu oft á krána?

Ekki er orð á gerandi,
út á torg vart berandi
þó ég efli þjóðarhag
og þrisvar skreppi sérhvern dag.

Vildir þú vera hundur?

Urrdann, bíttann, eilíft kíf,
eitt ég segja hirði:
Held ég þetta hundalíf
sé harla lítils virði.


Efst á síðu     Heim



Vorferð Kveðanda og harmónikkufélagsins í Breiðdal 20. apríl 2013

Hver er fegursti hagyrðingur allra tíma?

Set ég á mig höfuðhlíf
og held mig utan vallar.
Í Kveðanda eru ófríð víf
og aldnir, ljótir kallar.

Ert þú í framboði?

Alþýðufylkingin engar með ruður,
af óskeikulleik sínum kemur í kring:
Reykjavík baráttusæti í suður,
sjöunda hlýt ég að fljúg'a inn á þing

Hver er ljótasti hagyrðingur allra tíma?

Flyt ég nú mitt listaljóð
og leik mér innan vallar.
Í Kveðanda eru fögur fljóð
og fríðleiks gamlir kallar.

Hvert er þitt helsta kosningaloforð?

Háttvirtir kjósendur, heyrið mitt orð:
Helst er það annarra framboða stefna:
Að kosningum loknum að stíga á storð,
standa' ei við neitt og ekkert að efna.


Efst á síðu     Heim



Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Breiðumýri 5. janúar 2013

Dæmi um mat, sem ég á eftir að prófa:

Í Singapúr staldraði' um stund
strákurinn eftir einn fund.
Hann margt kunni' að meta
en mundi' ekki' að éta
rottur og ristaðan hund.

Limruæði eftir útgáfu Limrubókarinnar:

Í haganum héngu tvær beljur
og hámuðu í sig matseljur.
Ég augum leit á
en eftir því sá
því síðan ég sopið hef hveljur.

Limrur er ágætt að yrkja
og andann með forminu styrkja.
En þessi er óður
alls ekki góður,
svo vínandann verð ég að virkja.

Að kveða víst limrurnar kann'ann,
kannski við ættum að bann'ann
því karlinn er klúr,
bæði kjaftfor og súr
þá níð semur um mann og annan.

Aðspurður hvort ég geti ort í slitruhætti:

Slitr hef getað aldrei ort,
ótt þótt títt ég reyni.
Ljóða iðka spaklegt sport,
spak inn ur að beini.

Slit ég yrki alltaf rótt,
engin finnst þar brúin.
Vísna þennan væna þrótt
vinur styrkir nú inn.


Efst á síðu     Heim



Lausavísur á Fésbók 2013


Afæturíkiskirkjan

Mjög er þetta "mæta" lið
Mammons þjónar dyggir.
Helvítis kirkjukvikindið
kapítalismann tryggir.

Jóhannes Ragnarsson bað menn um að yrkja afmorsvísur á vegginn hans

Síðsumarkvöld eitt ég sá'ana,
sá að ég varð bar'að fá'ana.
Hún ei sagði nei
(jibbý, ó, jei)!
Síðan ég oft hef lagst á'ana.

Tryggvi Þór og Árni Johnsen komast ekki á alþingi eftir kosingarnar í vor.

Ascar setti haus á hann,
Haarde óráð gefa vann.
Ei þó fari Þór á þing
er þörf fyr slyngan hagfræðing.

Á Suðurlandi sást hann oft,
sinn að þenja víða hvoft.
Þó að hverfi þingsal úr
er þörf fyr slyngan trúbadúr.

Stundum má hafa gaman af nemendum

Lifur er nýra og magi er milta.
Mistæk er nemönd, sem atvinnu veitir.
Í kladdann þó stjörnu skalt gef'enni gyllta
því gullkornin af sér í tímum hún reytir.

Ort til Kristjáns Runólfssonar

Í huga þér er flest í föstum skorðum,
firðum þykir ljóðamaður slyngur.
Þó gutli ei í glasi' á þínum borðum
getur þú samt talist hagyrðingur.

Hafa kjósendur nokkuð gleymt "traustri" efnahagsstjórn bankahrunsflokksins?

Íhaldspakkið leitar lags,
löngum þótt ég muni:
Óstjórn kann það efnahags
og endar svo með hruni.

Sumir eru alveg búnir að gleyma hruninu

Höldar þessir horskir enn
í hneykslan flytja ræður.
Eru gleymnir íhaldsmenn
aldnir föðurbræður.

Davíð ritstjóri og gluggaskrautið

D.ritstjóri betur um bætti,
bullaði' að Morgunblaðshætti.
Maðurinn mæddur
mikið varð hræddur
kvöld eitt þá Kötu hann mætti.

Vigdís vill setja ökklabönd á flóttamenn

Loksins fáum reist við rönd
í rosalegri sælu:
Inn vill flytja ökklabönd
og eina kratafælu.

Þór Saari gerði sig að fífli

Eigi kannast eg við mann,
íhaldsflokknum var í.
Vantraust prófa vildi hann,
veslingurinn Saari.

Bjarni Ben nýtur minnst trausts stjórnmálamanna á Íslandi

Fæstir treysta Bjarna Ben,
bankahruns í flokki.
Íhaldið er fúafen,
sem fáa held ég lokki.

Kristján Runólfsson spurði "af hverju heitir vísan vísa?"

Vísdómur í vísu er,
vís hún oft er, þykir mér.
Stundum jafnvel vísar veg,
víst er talin skemmtileg.

Eva Hauksdóttir hafði áhyggjur af hrukkunni, sem hún taldi frá Satni sjálfum

Eva Hauks er harla flott
en heldur ekki vatni,
því ein er hrukkan, ekki gott,
alveg beint frá Satni.

Jón Ingvar Jónsson sagðist vera hættur að yrkja m.a. vegna skorts á hæfileikaleysi

Hæfileikaleysisskortur
ljótur er.
Bragur verður aldrei ortur
aftur hér.

Andann reynir oft að virkja,
alltaf fyrir bí.
Jón er hættur enn að yrkja -
en má treysta því?

Davíð Oddsson í páfastól!

Það lagði til LÍÚ
að Lér skyldi halda
rakleiðis til Rómar,
þá reykur verður hvítur.
Klæðast dýrum kjólum,
kross að okkur hrista,
berja sér á brjóstið,
bannfæra aðra guði.

Jón Gunnarsson vill reka vinstri menn úr opinberum störfum

Núna fagna nasistar
(nóg þótt mættu bíða):
Íhaldsflokksins fasistar
fram á völlinn skríða.

Um páfakjör:

Kardínálar kyrja' í trans
(krakkið meðan reykja):
"Ósköp ertu fagur, Frans,
fæ ég þig að sleikja?"

Óttar Ottósson skálar við Óðin á laugardagskvöldum

Óðin skálar alltaf við
Óttar helst á kvöldin.
Ásinn varla finnur frið
unz Freyja tekur völdin.

Að morgni strákur stilltur rís,
stirt er mál um beinið
ef að kveldi fullur frís
með Freyju, það er meinið.

Stjórnarskrármálið í meðförum alþingis

Á alþingi býr undraþjóð
íhalds bestu manna.
Við LÍÚ er ljúf og góð
sem ljótu dæmin sanna.

Kristján Rúnólfsson sagði að pokaprestar séu andlausir

Það er sem þú þarfnast mest
og þarft að fá þér núna:
Fullan andans pokaprest
að prédika um trúna.

Pétur Stefánsson sagðist ætla að kjósa Framsóknað vel athuguðu máli

Ekki hafði ég grænan grun
að garpinn framsókn ætti.
Yfirborðskennda athugun
endurskoða mætti.

Ég kýs minn flokk

Eti það sem úti frýs
allir skrýtnir flokkar.
Fylking mína fremst ég kýs
því félagsvæðing lokkar.

Vegna myndar af gullklósetti fyrrum íhaldsráðherra

Kreppuöflin, ógnarskæð,
ota Bjarna, garmi.
Greyin öll með gyllinæð
og gull í endaþarmi.

Matarvenjur Kristjáns Runólfssonar

Lambaketið oft hann át,
ýsu kyngdi flaki.
með því drakk hann mjúkan stout
en mest af koníaki.

Árni Páll í stellingum hugsuðar Rodin að loknum kosningum

Á fylginu hafði einn formaður tórt
en fylgið svo af honum hrundi.
Á þjó sínum sat hann og þenkti svo stórt
að Þorvarðardóttirin stundi.

Jóhannes Ragnarsson orti á vegg sinn:

Kríminelt er kynvilla,
konum ríða áhætta,
en að gilja greip sína
er geysimikil fúlmennska.

Ég svaraði:

Ertu kominn enn um sinn
elsku kallinn, Jói minn,
að taka þér um trefilinn,
toga í sem andskotinn?

ÓRG veitti SDG stjórnarmyndunarumboð

Í fjölmiðlum birtist frétt
frá forsetaembætti, nett:
Í umboði mínu
er íhald í pínu.
You ain't seen nothing yet.

Ég er bindindismaður - eða þannig

Brenni aldrei bragða vín,
bindindis er maður.
Ort er þetta upp á grín,
enda bull og þvaður.

Sönn saga af fressi

Einu sinni átti ég fress
ógnar meður kjafti.
Læðufar hann fór á hress
en fyrst þó bjórinn lapti.

Svar við vísnagátu um besta hagyrðinginn

Glóa mun í glæðunum,
á góðum unaðsfundum.
Kristján Runólfs kvæðunum
kátur bunar stundum.

Í tilefni af mynd á Fésbók um stjórnarmyndunarviðræðurnar

Kreppuflokkaklaufarnir
klingja stelli máfa.
Silfurskeiðaskaufarnir
um skuggalendur ráfa.

Áfengi og klaki fer ekki saman

Ekki skil ég skrýtið vers,
skála' í koníaki.
Tjáðu, Kristján, til er hvers
téður þessi klaki?

Hef ég stundum heyrt því fleygt,
hér er lítil staka:
Eyjaviský út í reykt
aldrei setjum klaka.

Humarstjórnin vill geta keypt hvítvín á sunnudögum

Alþýðan má færa fórn
og fitja upp á trýnið.
Hefur þessi humarstjórn
hamstrað létta vínið.

Auglýsingabannið á áfengi hefur ekkert að segja

Ei skal hafa' um háð og flimt
því háðung er með sanni:
Áfengi er auglýst grimmt
í auglýsingabanni.

Þessi skýrir sig sjálf

Argara-sargara, evrusull,
aumt er nú þetta júróbull.
Þambara, vambara, þvílíkt fokk,
þá er nú betra progress rokk.

Sléttubönd

Sléttuböndin yrkja átt
öðrum böndum fremur.
Fléttu máttu semja sátt,
sjáðu, þetta kemur

Sumarvísur að norðan

Hér er kalt því hér er snjór,
hér er hvítt á jörðu.
Björkin lafir, lóan fór,
lofar sumri hörðu.

Hér er kalt því hér er snjór,
hér er hvítt á jörðu.
Björkin kalin, krían fór,
hvekkt á sumri hörðu.

Stefán Jón Hafstein lýsti veiðiferð:

Sjóbirtingur, 65,
Sandur, hólmi, eyja, fjöll.
Kría, æður, kría, brim,
kría, öldur, tungl og mjöll.

Næringarfræðilegar ráðleggingar

Korn, ávexti, fuglafræ
og fola- salta - ketið
hrærðu saman, hentu' í pie,
svo hjálpi þér með fretið.

Frosti frammari og kosningaloforðin

Er í losti og í frosti
er hann Frosti kallinn brosti.
Að minnsta kosti er mikill rosti
og mest af osti í þér, Frosti.

Á Fb vita flestir allt flestum betur

Skrýtnum inniheldur Fésbók fullt af fíflum.
Þarna margir ganga' af göflum
og gleypa í sig fullt af töflum.

Eva leiðrétt á Boðnarmiði en hún hélt því fram að engar konur bergi þar af

Eva, þetta' er ekki rétt
(ætla þig að fræða):
Yrkir hérna oftast nett
einhver Skagalæða.

Boðnarmiði bergir á,
bragi malar sína.
Drauma nefnist dísin þá
Dietrich Jósefína

Pétur Þorsteinsson var í Fylkingunni, Einar Steingrímsson var í KSMLb og ég var í KFÍ/ml

Þrenning vor er fundið fé,
fótar sig á svelli.
Einn var trotti, annar b
og einn í KFÍemmelli.

Eftir að hafa svarað Evu (hér að ofan) bentu margir mér á að fleiri konur en Jósefína Dietrich bergi á Boðnarmiði

Aldrei megum Boðnarmjaðarbrunninn byrgja.
Ef í oss hleypur einhver kergja
af honum er gott að bergja.

Á Boðnarmiði bergir allur blóminn kvenna.
Eins og dæmin dável sanna
dísir ljóðsins velli kanna.

Evu svara ætlaði svo í mér rumdi:
Þegar mig um Dietrich dreymdi
dömum flinkum öðrum gleymdi

Gaf að líta mögnuð viðbrögð mætra manna.
Á það vildu allir minna
að ég skyldi minnast hinna.

Eigi þekki allar hér á óðsins völlum.
Yfir því við ekki rellum
ef ég skyldi gleyma kellum.

Fyrst ég vildi fagra konu fljótur nefna:
Vildi hennar seiðum safna,
Sigrún alltaf megi dafna.

Önnur kemur upp í hugann oft á degi.
Steinunn sjálf með sínu lagi
er sjálfsagt best í þessu fagi.

Á Skólavörðuholti heyrði ég af henni.
Allt ber það að einum brunni
ef ég gleymi kerlingunni.

Stútfullur af stuðlum er ég, steytt er görnin.
Af mér þarf að hlaupa hornin,
Hauks er Eva skásta nornin.

Dável hefur drengur ort um dömu eina.
Öll í fína, ei frá Kína
er hún Dietrich, Jósefína.

Eigi man ég fleiri konur fagrar, frómar
Elsku, bestu, glöðu gumar
grínlaust minnið mig á sumar.

Engeyjarættin mun græða á nýjum vegi um Gálgahraun

Allt var á tjá bæði' og tundri,
tálmunum löggan nú sundri.
Þá Selskarð má selja
og síðan má telja
gróðann hjá engeyjarundri.

Hreinn hagyrðingur notaði setningu frá Hallmundi hagyrðingi

Eitt sinn varð fagnaðarfundur,
fjarskalegt gerðist þar undur:
Þorkelsson, Hreinn,
var hreint ekki einn
því Mundi var meðhöfundur.

Kviksettur maður reis upp frá dauðum í Brasilíu

Upprisan er ekkert spaug,
ef þér gröf er búin
og þú breytist í einn draug
endurnýjast trúin.

Nokkrar vísur um framsóknarmenn og efndir þeirra

Heyrðu snöggvast Simmi minn,
snjalli vinur efnda,
telurðu' ekki' að tékkinn þinn
týnist milli nefnda?

Ásmundur Einar Daðason
aðstoðar Sigmund don og lon.
Kjósenda þeirra vaknar von:
Vænn komi tékki lon og don.

Nóvember þann fimmtánda
frá því segja má:
Á strák mínum þá sat ég
og starði tékkann á.

Keikur Simmi kátur hló,
kanínur úr hatti dró.
Hans er alveg taumlaus trú
töfrum líkust, hananú!

Þið kannist við Simma kallinn,
með kosningaloforðin efnd.
Ef standa' átti við þau strax
var þeim stungið í nefnd.

Þið kannist við Framsóknarflokkinn,
með flest öll loforðin efnd.
Ef standa á við þau strax
er þeim stungið í nefnd.

Um mig sælan alger flyst
að eiga Simma Davíð krist.
Ánægjulegt er það stuð
að eiga þennan föður guð.

"Stjórnarandstaðan lýgur meir en hún mígur",
mælti hann Sigmundur, engin þótti það frétt.
Varla er um það í ríkisstjórninni rígur
að rísi' upp frá dauðum hin kúgaða millistétt.

Nú er Simmi sæll og glaður,
senn er að koma met.
Loforðin reyndust bull og blaður,
bara algert fret.

Kristján Runólfsson sauð svið þgar konan var ekki heima

Daman fór að djamma,
drengur ekki seinn:
Kallinn sýður kjamma
í koti sínu einn.

Landsleikur í fótbolta

Fólki hér á Fésbókinni fækkar snarla.
Ástæðuna veit ég varla,
væntanlega ærin harla.

Fésbókin af fólki' í hálfleik fyllist óðum.
Íbyggið það ræður ráðum:
Reiknar flest með marki bráðum.

Ráð við tannpínu

Kristján, það er saga sönn
segi ég og meina:
Oní sjúka troða tönn
tóbaki má reyna.

Rammri kvöl má ríða' á slig,
renndu niður sopum.
Kristján, fljótur, komdu' í þig
kardimommudropum.

Vegna Fb stöðuuppfærslna um apaættleiðingar

Foreldrar fraukunnar gapa
og flestallir áttunum tapa.
Margrét hún Nína,
mærin svo fína
ætlar að ættleiða apa.

Á Fésbók ef flestir sér tapa
og flestallir eftir þér apa
er hughreysting sú
og haltu þér nú:
Ég ætl'ekk'að ættleiða apa.

Ekki má kaupa vændi þó að til sölu sé

Ægifögur föl er hrund,
furðulög um yrki:
Kaupa ögur ei má stund
inni' í kögurvirki.

Nýr jólasveinn kom til byggða 30. nóvember

Skrýtnastur var Skuldagleypir,
skuldir fyrirgaf,
skuldunauta skelfdi
og skaut í bólakaf.

Lifendur og dauða
dæmdi' og reisti upp
mædda millistéttina
frá mön og niðr'á hupp.

Varaðu þig á Voðafón...

Ef þú hringir, ei færð són
(erindi þaft að reka),
varaðu þig á Voðafón,
víst mun öllu leka.

Vigdisminn

Nú eru veðrin mjög válynd á Bakka
því vigdisminn ríður í hlað:
Framsóknarskartið í skrautlegum jakka
sker niður velferð í spað.
Blankheita foreldra bæturnar krakka
brytjar hún niður í smátt,
útvarps í viðtölum allt lætur flakka,
ekki er þenkt býsna hátt.
Niður öll velferðin verður að pakka,
nú verða loforðin efnd.
Við eigum það Framsóknarflokknum að þakka
að fjárlaga stýrir hún nefnd.

Sigmundur sannsögli

Er nokkur í ríkisstjórn rígur
né rifist um hvenær hann lýgur?
Það er haft fyrir satt
að þau halla' undir flatt
þá lýgur hann meir en hann mígur.

Eitt sinn var uppi hinn þögli
(ei svo að skilj’að ég mögli).
En þessi maður
ei fer með blaður:
Það er hann Simmi sannsögli.

Fressköttur einn á Akranesi er ástfanginn af tvífætlingnum, sem fæðir hann og á því í tegundaráttunarvanda

Þá fresskettir fara með löndum
og femme svo elta á röndum,
það talsvert er illt
og tegundavillt
og með erfiðum áttunarvöndum.

Af framsóknarfjölskylduflokknum

Konan svo ljós er um lokkinn,
ljúft streymir frá henni þokkinn.
Barna sker niður
bætur og styður
framsóknarfjölskylduflokkinn.

Takk fyrir, alþýða, okkur.
Atkvæðin fengum við nokkur.
Nú allir fá bætur
(nema Elsa, hún grætur):
Við erum framsóknarfjölskylduflokkur!

Jólasveinar hinir síðari

Segja vil ég sögu
af svínunum þeim,
sem rýttu hérna forðum
með raunalegum hreim.

Þau uppí Valhöll sáust
eins og margur veit
eða útí fjósi
framsóknar á beit.

LÍÚ var þeirra móðir,
þau löptu íhaldsmjólk
og pabbinn SA sjálfur;
sannkristið fólk.

Ríkisstjórn þau nefndust,
ríkið, það var þau.
Allt of mörg þau voru
eins og skítugt tau.

Að velferð gerðu aðför,
allt þau skáru þar
og einna helst þau leituðu
til einkavæðingar.

Lævís voru’ á svipinn,
leyndust hér og þar,
til óknyttanna vísust
ef Óli hvergi var.

Og eins þótt Óli sæi
var ekki hikað við
að hrekkja barnafjölskyldur
og höggva á öll grið.

Sigmundur var fyrstur
forsætis í leik.
Lofaði og lofaði
en loforð öll hann sveik.

Hann vildi setja heimsmet,
höggva bagga af klakk.
Metið reyndist loftbóla,
að lokum bólan sprakk.

Bjarni Ben var annar
með bláa hausinn sinn,
hann brunaði úr Valhöll
með bankahrunflokkinn.

Útgerð vildi efla,
íhald þetta kann:
Niður skulum skera
skrambans almúgann.

Sigurður hét þriðji,
sá var nokkuð klár
ef fólkið vildi vernda
votlendi og ár.

Hann vildi friða Verin
en virkja þau þó fyrst
svo ekki verði vatnsskortur
ef Víkin yrði þyrst.

Sú fjórða, Hanna Birna,
fór með löggumál.
Hún löggur vildi vopna
til varnar íhaldssál.

Hún var ekki sérlega
hnuggin eða súr
rissblöðin þótt lækju
ráðuneyti úr.

Sá fimmti, Gunnar Bragi,
var fjarskalega smart.
Gegn öllum IPA styrkjum
eitt sinn gekk fram hart.

Framsóknar í stafni
stóð hann vökuna:
Eiga vildi’ og eta
alla kökuna.

Kristján Þór var sjötti,
kunni’ á ýmsu lag.
Hjá Samherja hann lærði
samverjanna fag.

Hann byrjaði á litlu,
brátt var meira selt
unz öll heilsugæslan
var einkavædd og gelt.

Eygló hét sú sjöunda,
ef til vill var skást.
Hún mátti ekkert aumt sjá
eða nokkurn þjást.

Bældra bótaþega
bæta vildi kjör -
nema efnaminnstu,
naum varð hennar för.

Illugi, sá áttundi,
var undarlegur fýr.
Mennta þótti’ í málum
mátulega skýr.

Námslánin hann skerti,
námsviðmiðin jók.
Ríkisútvarps rás eytt
reykjar hvarf í strók.

Níunda var Ragnheiður,
röggsöm bæði’ og snör.
Efla vildi álver
og auka þeirra fjör.

Línur vildi leggja
um landið þvers og kruss.
Lengi lifi stóriðjan,
landböðlanna þuss.

Um sjálfar veturnæturnar,
sagan hermir frá:
Stjórnarliðar sátu
og störðu fólkið á.

Svo hurfu þau í burtu,
við höfðum fengið nóg.
Lifnaði við almenningur,
lagði hönd á plóg.

Nakin nýfrjálshyggjan
nöpur heimtar fórn.
Alþýðan ei má gleyma
íhaldsríkisstjórn.

Bjarni Ben lýsti því yfir á alþingi að víst hefði verið búið að samþykkja að skera niður barnabætur í ríkisstjórn

Sigmundur Davíð er sannsögull fýr,
sannlega honum ég trúi.
Framsóknarkolli í kýr er hann skýr
kannski þótt örsjaldan ljúgi.

Forsætisráðherra segir svo satt
að sannlega getur ei logið.
Á hjalla í framsóknarfjósi er glatt
þótt flest sé þar hálfvegis bogið.

Sigmundur Davíð er sannsögull, en
sumir þó halda hann ljúga.
Íhaldsmenn, jafnvel hann Bjarni minn Ben,
barasta alls engu trúa.

Dana ef ráðherra segir ei satt
samstundis látinn er fjúka.
Víst er það, Sigmundur, væni minn, bratt,
en vilt’ekki fara að rjúka?

Forseti alþingis, flýttu þér nú
forsætisráðherra’ að víta.
Laug hann aðalþjóð og þingheim og þú
þyrftir við honum að ýta.

Ferleg víst eru mín framsóknarljóð
(og fráleitt að bíti sök sekan).
Finnst mér að núna af þingi mín þjóð
þyrfti hið snarasta’ að rek’ann.

Aumasti jólasveinninn

Aumur Auðvaldssleikir
eitt sinn komst í feitt.
Hann makkaði við auðvaldið
um minna’ en ekki neitt.

Í karphúsinu át ‘ann
með SA vöfflusneið.
Fólkið þarf að lát’ann
fara sína leið.

Jólakveðja á Þollák

Skriplar á skötu, tiplar,
skömmin, alger bömmer,
bjór á bergir stórum
Bjöggi jólaglöggur.
Köldu á Þolláks kveldi
kveðju sendi niðjum.
Stórhríðar í stríðum
straumi um netið lauma.

Byskúpan er í bullandi pólitík

Byskúpan er býsna slyng,
bullar aldrei þvælu:
Ríkisstjórnin, þarfaþing,
þrífst í himnasælu.

Byskúpan er nokkuð nett,
náðin bjarta.
Jésú hefur Simmi sett
sitt í hjarta.


Efst á síðu     Heim



Nokkrar limrur

Ég sá nýju limrubókina í samantekt Péturs Blöndal fyrst 15. nóvember 2012 og það varð til þess að þann dag og næstu daga urðu limrurnar til á færibandi. Sumar eru um ekki neitt en aðrar um tilefni, sem gáfust.

Í haganum héngu tvær beljur
og hámuðu í sig matseljur.
Ég augum leit á
en eftir því sá
því síðan ég sopið hef hveljur.

Sigga í tölfræði sat
og svitnaði eins og hún gat.
Hún reyndi að reikna
og rissa og teikna,
meðan gerðum við í henni at.

Ekki má liggja í leti,
Laufeyjar brauð allir eti.
Eftir uppþenslu
við örkum í kennslu
með garnirnar fullar af freti.

At day of the Icelandic tongue
I state in a limerick song.
I have nothing to say
but I say anyway:
I'd love to wear a thong in a throng.

Ég prédika: Punktur og basta,
um páska á ekki að fasta.
En þessi silungur, svei,
ég et'etta ei,
sagði Ingibjörg, ojbarasta.

Limrur er ágætt að yrkja
og andann með forminu styrkja.
En þessi er óður
alls ekki góður,
svo vínandann verð ég að virkja.

Víst er gott að hafa' í vinnu
vakra svo hjúkrunarkvinnu.
Í mig hún spraut-
ar B-tólf graut.
Já, í vinn'eina kvinn'ana Binnu.

Aðeins á átjánda staupi
af því ég trúi hún raupi
þegar hún flautar
þá í mig sprautar
B-12 í berja-ribs-hlaupi.

Að kveða víst limrurnar kann'ann,
kannski við ættum að bann'ann
því karlinn er klúr,
bæði kjaftfor og súr
þá níð semur um mann og annan.

Varla er þörf á að van'ana
og vont er að forskrúfa kranana
en Dóra, svo fær
og dugleg í gær
er búin að ban'einum banana.

Varla er þörf á að van'ann
og vont er að forskrúfa kranann
en Knútur, svo ör
og knálega gjör
náð'ekk'að borða sinn banan.

Á degi íslenskrar tungu
allir í skólanum sungu.
Við sungum svo hátt
og hlógum svo dátt
að upp gengu lifur og lungu.
Efst á síðu     Heim






Framhaldsskólinn á Húsavík 25 ára

Upp skal hefja stuðlastef,
stökur vefja saman.
Engar refjar, ekkert þref,
ekki tefja gaman.

Yrkja snjalla vísu vann,
viðfangsefnið mæri:
Fjórðung aldar fyllir hann,
framhaldsskólinn kæri.

Smár en knár með sællegt bú
seiðir, laðar, lokkar.
Fjórðung aldar fyllir nú
framhaldsskólinn okkar.

Alltaf fullur að mér líst
af eld- og vígamóði.
Fjórðung aldar fyllir víst
framhaldsskólinn góði.

Nú er lokið ljóðagerð,
legg ég kokið aftur.
Út er rokin orðamergð,
ekki þokast kjaftur.


Efst á síðu     Heim



Landsmót hagyrðinga á Húsavík 2012

Þarf að fylgja forsetanum úr landi?

Jóhanna forsætis hrópaði: Heyr!
Hann skal nú finna til gjaldsins.
Fylgdarþjónustu fær hann ei meir
hjá forsetum handhafavaldsins.

Að handsala valdið er hreint ekki létt
ef handaband úrelt er talið.
Til útlanda' ef forsetinn ætlar á sprett
er annað ráð varla svo galið:

Vísum til þjóðar hvað við hérna á,
hvort verðugur fylgdarliðs er'ann.
Þá kyndugan taka upp kveðjusið má
og kyss'ann á rassinn svo beran.

Hvað finnst þér um þá kröfu Stefáns Vilhjálmssonar, sem hann setti fram á Leirnum, að menn eigi að vanda sig meira við vísnagerð á landsmótinu en við önnur tækifæri?

Hér bjó ég til tvær vísur, þá fyrri viljandi rangt og illa orta en þá síðari undir hefðbundnari bragarhætti:

Erfitt er að vanda sig
en verra að yrkja illa viljandi.
Nú skora ég á Stefán Vil
að yrkja lélegri vísu en þessa.

Það er verst með vísnagerð
og vísur allrahanda:
Eitthvað svipað uppáferð
alltaf þarf að vanda.

Þessi varð til um Hólmfríði á Sandi (Fíu) er hún rölti upp í pontu:

Í ræðustól er Fía fín,
fögur er sú baugalín.
Brenni aldrei bragðar vín,
bögur semur upp á grín.

Svo varð til vísa um Þorvald Þorvaldsson með þökkum fyrir stórskemmtilegan braghendubálk og kveðskap:

Þorvaldur minn Þorvaldsson
þandi sig og hristi.
Ljúfur drengur lon og don
og löngum kommúnisti.


Efst á síðu     Heim



Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Breiðumýri 7. janúar 2012

Hatrið

Hatrið tætir huga manns,
hristir, rífur, skekur.
Alla púka andskotans
upp með þessu vekur.

Öfundin

Eitt er skrímsli inni' í mér,
öfund græn við völdin.
Ofsjónum víst yfir þér
alltaf sér á kvöldin.

Hvað á að gera við Jón Bjarnason?

Hann hagsmuni Íslands varði með klóm og kjafti
svo krötum fannst nóg um og skiptu því honum út.
Nú forseti Íslands fálkaorðu með skafti
festa á ætti Jón Bjarnason labbakút.

Hvernig líst þér á Steingrím sem landbúnaðarráðherra?

Formannsnefnan flutti um set,
fáu er af að raupa.
Ætli við fáum útlent ket
af ESB að kaupa?

Vannstu áramótaheit?

Þetta ég af visku minni veit:
Að vinna aldrei áramótaheit.
Stafi þessa strengdi ég á blað
og staðið hef ég æ síðan við það.

Jólagjöfin, sem kom á óvart

Ég sælkeri er og úr sjó fæ mér fisk,
af sjóréttum oft er í rússi.
Á jólunum fékk ég einn dáindis disk,
dvd fjallaði' um sushi.

Hvað gerir þú þegar þú ert andvaka?

Andvaka' á nóttunni eigi ég slugsa
og ekki er hugur að dofna:
Bylti mér stöðugt og hugsa og hugsa:
Helvíti' er erfitt að sofna.

Dæmigerður mánudagur

Mánudag ef metur þú
til mæðu, þér ég segi:
Vinnu styttist vikan nú
víst með þessum degi.

Gleðin

Þegar gleðin grípur oss,
gott er þá að vera til.
Hún er okkar æðsta hnoss
eða svona hérumbil.

Hvað finnst þér um atferli þingmanna í þingsölum?

Rífast þeir í ræðustól,
rápa þings um sali.
Haga sér sem fávís fól
með furðulegu tali.

Hver er þinn æðsti draumur?

Ef að ég hjá þjóðinni forsetatign fengi
fjarskalega glaður og hissa yrði þá.
Ég mæla skyldi þakkarorð af munni fram svo lengi
og málskotsrétti beita svo öll lagafrumvörp á.

Hver er þín versta martröð?

Andvaka um óttubil ég ligg,
upp ég hrekk og velti mér á hrygg.
Dreymdi' að þjóðin færði mikla fórn
og frjálshyggjuna setti' í ríkisstjórn.

Metingurinn

Lífsgæðakapphlaupsins lögmálið er
að líta til nágranna sinna.
Bera svo saman: Er betri' en hjá þér
sú búslóð, sem þar er að finna?

Hvað er það skrýtnasta sem þú borðar?

Snigla bæði' og sæbjúgu og zebrahestaket,
Krókódíl og kengúru og kannski strúta et.
Engisprettur, ástarbjöllur, í mig froska set
Sporðdrekar og marglittur er matur sem ég met.

Hvert er þitt versta óhapp á árinu? Þrír hagyrðingar hættu við að koma á síðustu stundu og það féll í minn hlut að yrkja vísur fyrir þrjá með stuttum fyrirvara.

Hagyrðingar hættu við
hingað þrír að mæta.
Eg mig hafði allan við
úr því mátti bæta.

Frá mér streymdi manna mest
af mögru ljóðasulli.
Annað hafði aldrei sést
eins af miklu bulli.

Yrkja þurfti í orðastað
allra skróparanna.
Ambögurnar orti' á blað
eins og dæmin sanna.

Líst mér að ég láti af
leirburðinum mínum.
Enda svo með stuðlastaf
stökur nokkuð fínum.


Efst á síðu     Heim



Lausavísur á Fésbók 2012 í réttri tímaröð

Síðustu ESB hindruninni rutt úr vegi hjá VG

Flokksnefnu er brotið blað,
Brussel trúi' að lokki.
Vinstri grænir orðnir að
öfgakrataflokki.

Ætla ekki allir í framboð?

Nú í kosning verður vor,
viltu fram þig bjóða?
Seti viljum verða for
vinsæll meðal þjóða.

Óli kommi genginn úr VG

Flestir eru farnir burt,
sem flokks- stofnuðu -nefnu.
Enginn kommi er um kjurt
með öfgakratastefnu.

Fésbókin var með stæla við mig og fleiri

Fésbók, þú ert ferlegt drasl,
ferð í taugar mínar.
Það er alveg ógnarbasl
að eigra' um lendur þínar.

Assgoti er Fésbók orðin óþolandi.
Hún er öll í engu standi,
ekki dugar þessi fjandi.

Einu sinni var ég bæði ungur og fallegur ...

Ungr var ek forðum,
fríðr mjök sýnum,
varat villr vega.
Auðigr þóttumk
aldr þá mik á rann,
fagr er enn sem fyrrum.

Af iðanaðarsalti

Víst ávallt þeim vana halt
af visku þinni að státa:
Öl í malt iðnaðarsalt
alltaf skaltu láta.

Ef ákæran gegn Geir verður felld niður fær hann aldrei að tala máli sínu og verður gerður að eilífum blóraböggli. Hvað er verið að fela?

Það á ekki' af Geira að ganga,
garmurinn fær bara' að hanga.
Fuglinn í fjörunni
er fastur í snörunni
en lausir þá glæpamenn ganga.

Kreppuskítaköggullinn
í kaunin má ei pota.
Blóra- Geir er -böggullinn,
sem Bjarni vill þá nota.

Bóndadagsmáltíð

Á bóndadegi best ég fæ,
baunir þó að eti,
ef útí súpu ögn ég næ
af iðnaðarsaltketi.

Á bóndadaginn best ég fæ
(bara samt í gríni):
Ef út á ketið ögn ég næ
af eðalbrennivíni.

Á bóndadaginn best ég fæ,
blómakona fríða,
eftir ketið ögn ég næ
aðeins þér að ríða.

Ögmundur þykist hafa efni á að skamma Steingrím

Lítum nú þann leiða kall:
Lögregluráðherra.
Dottinn er í drullumall
að dæmi hræsnisperra.

31 þingmaður felldi frávísunartillögu á tillögu Bjarna Ben. að draga ákæruna á hendur Geir Haarde til baka

Tryggða er sú taugin römm,
tál og pretti stundar.
Þrjátíuogein þjóþarskömm,
á þingi okkar fundar.

Pétur Þorsteinsson á Kópaskeri hneykslaðist mikið á áskorun nokkurra framsóknarmanna á ÓRG að bjóða sig aftur fram til forseta

Framsóknarmenn fara' á sprett og fuglinn syngur
og Ólafur Ragnar er svo slyngur ...

Nú er ég loksins kominn á insúlín eftir 17 ára baráttu.

Ef þig vantar insúlín,
ætíð skalt þig vanda:
Eyjaviský ástin mín
útí þarft að blanda.

Ef þig vantar insúlín,
ætíð skalt þig vanda:
Lagavúlín, væna mín,
viltu útí blanda.

Hraðvirka insúlínið, sem ég nota, er erfðabreytt mannaínsúlín, sem gersveppur er látinn framleiða í stórum stíl. Eingöngu er um að ræða breytingu á einni amínósýru í hormóninu en það samsvarar einni niturbasaþrennd á viðkomandi geni.

Stökk þeir breyttu stakri þrennd,
sting ég því í kviðinn.
Yfir færist einhver kennd
um erfðabreytta friðinn.

Bjarni vafningur kom í Kastljós og barmaði sér yfir ofsóknum á hendur sér og bankahrunsflokknum

Á því hafði' eg einhvern grun
að eitthvað væri' á seyði.
Bjarni sjálfur bankahrun
blés af sárri reiði.

Á því hafð'eg grænan grun
að glitraði á hvarmi.
Bjarni sjálfur bankahrun
blés af sárum harmi.

Á því hef ég hálfan grun
að hangi nú í flogum.
Bjarni sjálfur bankahrun
blæs með ekkasogum.

Bergur bæjarstjóri í Norðurþingi hitti Nubo í Kína. Hann lét svo hafa eftir sér í Skarpi að hann ætti eftir að FORMA niðurstöður fundarins.

Framsóknarmenn fara' á sprett
og flestir kratar dorma.
Nú mun Bergur Núbólétt
niðurstöður forma.

Skipst á stökum við Kristján Runólfsson

Eftir konna ertu domm?
Ekkert sést af ljóði.
Kannski þarftu rótsterkt romm
rímnavinur góði.

Líst mér vel á ljóðasport,
leynist glasi' í slaki.
Betur verður eftir ort
ögn af koníaki.

Oft má kveðum henda' í hring,
hátta meður tali.
Elginn veður allt í kring,
oft með téðu gali.

Óttar Ottóson, vinur minn, gaf smá færi á sér

Það var mikið þjóðarmein
þegar tappann missti.
Ertu kannski inn við bein
öfgafemínisti?

Ólafur Ragnar er víst ekki Dalai Lama

Ólafi ekki var sama
og upphóf eitt langdregið rama-
kvein því að hann
í hjarta sér fann
að ei lengur er Dalai Lama.

Ef Ólafur ekki er Lama
og engum þá stendur a sama
er harminum gegn
sú huggunin megn
að Dorrit er ein lama-dama.

Ort á föstudaginn langa:

Kristur uppi' á krossi hékk,
að kveljast fyrir syndir fékk.
Andskotalegt er það puð
að eiga svona föður, guð.

Nú er Núbó víst að koma

Allir kratar undurlétt
æfa brossins vöðva.
Nú er komið Núbólétt
niðurgang að stöðva.

Johnsen bullar og bullar á þingi

Hryðjuverkahægrimenn
hruni banka ollu.
Bullar Johnsen Árni enn
úr sér gengna rollu.

Heilræðavísur handa Kristjáni Runólfssyni

Ef við brennum undan sól,
aum í kroppnum bera,
ekki nokkurt dugar dól:
Drekkum Aloe vera.

Ef af sólsting ert með flog,
aumur þínu' í baki:
Bjórinn þamba, bergðu og
á býsn af koníaki.

Guðni Ágústsson vildi ekki kannast við að Gunnar á Hlíðarenda hefði kannski verið hommi

Kom hann við á Klörubar,
kaffi fékk og hresstist þar.
Ekkí frammi hafði homm,
hetjan Guðni drakk sitt romm.

Ort á Boðnarmjöð á Fésbók

Látum ganga ljóðasport,
það líkar mér.
Björgvin getur ekkert ort
og endar hér.

Eina sögu segi þér,
sú er fögur eigi.
Am ég bögu yrki hér
undir kögurvegi.

Ort vegna ættarmóts Leifsbarna

Undir nætur verndarvæng
verður svefn að tryggja.
Ættingjar í einni sæng
alveg flatir liggja.

Rakkar smáir herða' upp hug
og horfa' á Tindastólinn.
Ætla' að fara' á eistnaflug
þótt engin séu tólin.

Látum nú af linkunni
laugardags á morgni
þegar við í þynnkunni
þvælumst úti' í horni.

Hagl í Hveragerði skv. Kristjáni Runólfssyni

Ekki finnst í auga vagl
er úr skýjum streymir
yfir þig í Hveró hagl
svo hálffyllist þinn geymir.

Ég fór inn eftir garðsláttinn en Eyja puðaði áfram

Dútla ég við drullumall,
domm í besta falli.
Ekki er gott að eiga kall
æ í sykurfalli.

Af forseta vorum

Et'ann það sem úti frýs,
á mér samning sveik'ann.
Aldrei kaus ég Óla grís,
ofurkratableikan.

Í tilefni myndar, sem dreift var á Fésbók

Sigla þjóðir fram af fossi,
finnst þér þetta leiðin heim?
ESB er kvatt með kossi
en kratar vilja fylgja þeim.

Við Pétur Þorsteinsson deildum um eðli IPA styrkja ESB

Það er mikið, Pétur, puð
að pexa við þig, vinur.
ESB-ið er þinn guð
og ógurlega linur.

Undir skinni fögru' er flagð,
flárátt mjög í háttum.
Taumlaust er þitt trúarbragð
svo tapar öllum áttum.

Örlygur Hnefill er hagyrðingur

Minn hugur er sem hriplekt sáld
og heldur ekki vatni.
Hnefillinn er hörkuskáld,
í honum aldrei sjatni.

Einar Steingrímsson og Eva Hauksdóttir áttu nóg af rommi en lítið af klaka

Hauksdóttir, Eva og Einar, svo domm
eigra um fram og til baka.
Fimmtíu lítra þau fá sér þá romm
með fáeinum molum af klaka.

Bjarni bankahrun segist saklaus í Vafningsmálinu

Af sér sór hann allan grun,
inn- er slæmt hans -ræti.
Bjarni sjálfur bankahrun
blés af lítillæti.

Romm handa Kristjáni Runólfssyni

Mín er núna öndin örg,
ósínk vill hún kjamta:
Alveg fulla fingurbjörg
fús ég mun þér skammta.

Er Pétur Þorsteinsson Axfirðingur eða Öxfirðingur?

Lítillátur ljúfurinn,
löngum Axfirðingur.
Stendur uppi stúfurinn,
stæltur Öxfirðingur.

Um englanna tómstundagaman eftir draumi Gunnars Egilssonar

Í helíumvímu um himnanna engi
herskarar engla með vængjunum fálma.
Gyðingahörpunnar strjúka þeir strengi,
stríðir í málrómi veinandi sálma.

Óður til Basils II stórfursta á Kópaskeri

Vertu minn Basil, Basil minn,
Basils í fyrsta nafni.
Loppa þín fylgi mér út og inn
svo önd mín vaxi og dafni


Efst á síðu     Heim



Nokkrar lausavísur frá ýmsum tímum

Tekinn við hraðakstur, missti þó ekki ökuskírteinið

Andskotans löggan í leyni
liggur hjá stóreflis steini.
Hraðann þeir mæla
með helvítis stæla
og upptækt er ökuskírteini.

Belja á beit

Ef í haganum hittirðu kú,
hve hissa' eflaust yrðir þú
ef augum hún mændi
á þig og sprændi
og ansaði ælovjú.

Leiðrétt vísa eftir vin minn í minningabók úr 12. ára bekk

Þeir eltu hann á tíu hjóla trukkum
og tvenna aðra höfðu þeir til vara
en Bjöggi gamli sat í jeppa sínum
og sinnti engu hvert hann var að fara.

Ástarklámvísa?

Sú er fögur hringa-hrund,
hana' um bögur yrki.
Runnin ögur upp er stund
inni' í kögurvirki.

Ég kynntist Andrési Valberg heitnum lítillega. Hann var líklega fljótari öðrum hagyrðingum að setja saman vísur. Eitt sinn svaraði hann manni með tveimur svipuðum vísum, sem þó höfðu sitt hvora merkingu.

Harðar vísur leita lags,
ljúft er þeim að svara.
Andrés semur eina strax
og aðra svo til vara.

Hér er önnur vísa um "öryrkjann" Andrés (öryrki = sá sem yrkir ört). Hann sagði að þessi væri ekki kveðskapur en þar var ég og er honum ósammála.

Við stökurnar að streða
strembið núna þykir mér
Andrés því að ætlar sér
aftur að far'að kveða.

Um tvítugt fór ég í sumarferð átthagafélags Suðursveitunga í Ísafjarðardjúp. Þá var Þorskafjarðarheiðin eini akvegurinn þangað og sumar brýr erfiðari yfirferðar en aðrar.

Þorskafjarðarheiðin há
hafði fátt að bjóða.
On'á henni leiðin lá,
löngum eftir slóða.

Brúin snúin bráðum fer
að beygja sig fyrir skrílnum.
Frúin búin flýtir sér
fljótt annars út úr bílnum.

Á vínsmökkun bauð smökkunarstjórinn, Már, m.a. upp á amerískt rauðvín, sem kláraðist síðast.

Víst má klára vín í ár,
vænum kana' að torga.
Ennþá Már þó uppi stár
því einhver þarf að borga.

Um ræðu síðasta ræðumanns

Aldrei hann er orður stutt,
oftast lopann teygir.
Öll hans ræða af er flutt,
ekkert viti' af segir.

Krónan byrjðai að styrkjast um leið og ég tók sæti á lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík suður

Alþýðu í fylking fór
Fékk þar öruggt sæti
Krónan styrktist, kreppan fór,
Ég kann mér ekki læti

Einhver upplýsti um að hann fengi kynferðislega örvun af því að vera í pollagalla

Öfgar þykir engum hér,
erótíkin hrífur.
Pollagallaperrinn er
pínulítið stífur

Svokallaður listamaður notaði manna til að lýsa frati á framsókn og var fyrir vikið kallaður athyglishóra

Ásmundsson ekki að slóra:
Upp setti veggmynd svo stóra.
Kolsvartan kúk
kreisti úr búk.
Andskotans athyglishóra.

Starfsfélagi minn úr Aðaldal á Nissan Micra

Að aka á aflóga Micra
er aðeins á færi forríkra:
Alls konar liðs
sem er ekki til friðs,
Aðaldalsuppa og slíkra.


Efst á síðu     Heim



Valdar vísur af póstlista hagyrðinga í réttri tímaröð

Jónatan læknir og Jóna tannlæknir

Karlinn hét Jónatan læknir
en kona hans Jóna tannlæknir.
Ef Jón'er tannlæknir
og Jónatan læknir,
hvort er þá Jónatannlæknir?

Áramótakveðja

Góðan daginn, gleðilegt ár,
hið gamla nú fyrir ég þakka.
Fyrir braginn brennivínstár
þið bjóðið og sendið mér pakka.

Um áramótaskaup RÚV 2010

Nýung fann ég þó á því
(þá var ótæmt staupið):
Boðskap hafði endann í
áramótaskaupið.

Um orðskrípið "app", sem virðist því miður ætla að festast sem tökuorð í íslenskri tungu.
(Ef "app" er stytting á "application" væri nær að nota "fort" sem styttingu á orðinu "forrit").

Eitt app - mörg öpp?

iPad, símar, iPod með,
iPhone, tölvur lófa.
Öppin tækja allra geð,
örva, bæta, prófa.

Ég leyfi mér að (mis)nota 1. línu í ágætri vísu Kristjáns Gauks Kristjánssonar með því að nota slitruhátt Stefáns heitins Jónssonar

For þeir eru' að fjalla' um rit
Phone í i og pöddur.
Öpp á þessu eru bit
eins og silkihöddur.

Spurningar: Hvað er silkihadda (-höddur)?

Hvaða pöddur er verið að tala um hér?


Ég er löngu hættur að nota nagladekk.

Að skipta' um barða trekk í trekk
trauðla nennir drengur.
Hafa vil ég heilsársdekk
að hanga' á nokkuð lengur.

Fía á Sandi sendi mér fyrripart

Fundvís ertu að finna vín
falið í hangiketi.
Ekki málið, elskan mín,
að ég drukkið geti.

Um limaflutninga reðurstofustjóra frá Húsavík og meinta kvennahysteríu þar af leiðandi

Vil ég yrkja einn um mann,
ausa lofi nóra.
Rímið styrkja' um rekka þann:
Reðurstofustjóra.

Ekki báran ein er stök,
allir dárar graðir:
Eru fjárans ragnarrök,
reistir náranaðir?

Upp sig tóku typpin hans
(teygð á lókum rótin).
Öll þau móka' án meyjafans
manndómskrókaspjótin.

Typpamagn, þótt talsvert breitt
(telja sagnafrómar),
ekki' er gagnið af þeim neitt
enda lagnir tómar.

Magn og stærð er ekki allt,
meyjar fræðin þekkja:
Karl minn ærði, kunna skalt
að konur gæðin trekkja.

Einhverjar ballarkenningar teknar að láni frá Kristjáni heitnum Þórarinssyni ;-)

Um Gunnar Marel, nýjan meðlim á leirlistanum, sem yrkir "slitrótt"

Slitr hann Gunnar yrkir ótt,
öll sí ljóð hans bylja.
Ó af verður Marel mótt
menn ef ekkert skilja.

Fía á Sandi óskaði eftir seinniparti. Yrkisefnið er fyrirsögn í fréttavefriti Heimssýnar: "ESB-aðildarsinnar staglast á því að þjóðin eigi að hafa síðasta orðið um eitthvað sem hún bað aldrei um. Síðasta orðið um morðið."

Nú á þjóðin að segja hið síðasta orð,
síðan verður á landinu endalaus þögn.
Þetta verður sem frásögn um margboðað morð,
mikið lifandi skelfingar óskapleg rögn.

Sagði ekki ISG á fundi í Háskólabíói hrunveturinn að "Þið eruð ekki þjóðin" og ávarpaði þá fundarmenn beint?

Ingibjörg Sólrún óð inn
illileg:
"Þið eruð ekki þjóðin",
það er ég!

Nokkrar limrur:

Þið þekkið hann Véstein að vestan,
voru menn alltaf að "test'ann".
Í vélrænni pressu
varð hann að klessu.
Síðan þá alls ekki sést'ann.

Svo var það Ólafur smiður.
Seint fylgdi honum neinn friður.
Sem lasburða hró
hann lagðist og dó -
en lifnaði aftur, því miður.

Hún Jóka var bölvaður bjáni
og bévítans, ekkisens kjáni.
Hún lagði' í sinn vana
að lagfæra krana
með lími úr fitu' af Hálfdáni.

Ég fór í jarðböðin í Mývatnssveit í október 2012 og hugði gott til glóðarinnar að yrkja mig frítt inn en þá leyfði Friðrik sér að vera ekki á staðnum.  Af því tilefni og eins vegna þess að ég sá umgengnisreglur baðstaðarins í bundnu máli eftir hann upp á vegg varð þessi til:

Iðkar karlinn spaklegt sport
og spýr út ljóðavellu.
Friðrik hefur aldrei ort
áður slíka dellu.

Eftir á að hyggja skammaðist ég mín þar sem ég yrki aldrei níð um nokkurn mann.  Því bætti ég þessari við:

Mér ei verður senn um sel,
af sælu allur hríslast.
Friðrik yrkir allt of vel,
svo um mig hrollur kvíslast.

Af Köturaunum

Villi' og Kata víst um nótt
veltust um í sælu.
Alla morgna, hægt og hljótt,
hátign spýr upp ælu.

Villi' og Kata víst um nótt
veltust um í sælu.
Kata síðan kastar skjótt
upp konunglegri ælu.

Varla eru enskir vælandi
og Villi er alls ekki skælandi,
því Kata er kannski svo tælandi
þá kvinnan að morgni er ælandi.

Við sjúkrahúsið hanga fréttamenn
og horfa' á það með spesstöðluðu smæli.
Hún ófrísk gefur yfirlýsing senn:
"Afsaki? þið meðan að ég æli".

Jólalimra (birtist einnig á Fésbók)

Jósef kvað: "Jóla hvað?
Jesús minn, farðu í bað!"
Þá átti hann Sússi
öðru í stússi -
það er nú svo með það.

Ég fékk skilaboð um að síra Hjálmari mundi e.t.v. ekki líka vísan og að hann væri ákvæðaskáld

Það sagt er um síra Hjálmar
að sjaldan í myrkrinu fálmar.
Þetta ákvæðaskáld
er alveg sem sáld:
Hriplekt sem hans allir sálmar.

Sigrún Haraldsdóttir samdi limru um rotturækt. Það minnti mig á að ég gleymdi alvega að kanna hvort hægt væri að fá rottur eða hunda þegar ég var úti í Singapore um árið

Í Singapúr staldraði' um stund
strákurinn eftir einn fund.
Hann margt kunni' að meta
en mundi' ekki' að éta
rottur og ristaðan hund.

Afmælisdagur Stalíns var á reiki

Afmælis- vil yrkja -lag:
Ekki má því bölv'a og ragna
að ól hún Jósef ei í dag,
því eftir tvo má leirinn fagna.

Ólafur Stefánsson kvartaði yfir því að fá engin "læk" á Fésbók

Ólafs kækur ei er spes,
enginn lækar við'ann.
beibí sprækar frænkur fés
furðu skrækar sið'ann.

Ég hef gaman af slitrum

U vil kveða eina slitr,
Af því hefi gaman.
Á af huga a ég glitr
alveg hreint að framan.

Um skattleysi álvera

Álverin greiða engan skatt,
ótrúlegur fjandi.
Öll þau fara, alveg satt
með ofsagróða' úr landi.

Kjósandi framsóknar undir hnífinn

Kjósandinn í framsókn fer
fyrst - en svo á Sogn inn.
Lætur hirða loks úr sér
lifrina og hrognin.

Sá er styður framsókn fer
fyrst í skammarkrókinn.
Oft þá missir undan sér
eistu, pung og lókinn.

Það er í lagi að vera full á hestbaki svo framarlega sem þú ert ekki dópuð líka

Full ef þeysir þú á sprett,
það er allt í lagi
nema' ef lyfja snæðir sett
sitt af hverju tagi.

Pétur Stefánsson bjó til limru um viðskipti sín við Ester og sáu nokkrir ástæðu til að spinna við

Svo var það eymingja Ester,
svo yndisleg þennan við gest er,
í bólinu dæsir
og bitur svo hvæsir:
"Já, en Pétur minn, af þér megn  pest er".

Leirinn var í limrustuði, hér eru mín innlegg

Björgvin er hálfgerður bjáni,
bévítans, ekkisens kjáni.
Horfði' í sitt klof
og hugsaði' um of:
"Hve sorrí þú ert, gamli gráni".

Þið kannist við Danfríði dyggu,
sem dáldið var skotin í Viggu.
Vigga var hlessa
því hún var ekki' lessa
þó sæist hún oftast með Siggu.

Barmaði oft sér hann Benóní:
"Blindfullur datt ég víst eitt lón í.
Upp úr því skreið
og ók beina leið
í bæinn og fjárfesti í Sony".

Er þetta leyfilegt í limrum (hvar flest leyfist): Að nota b í "beina" sem ljóðstaf á móti b í "bæinn"?  Skítt með það:

Að burðast með bragfræðings eyra
er bagalegt, skuluð þið heyra:
Ef sparlega' er stuðlað
eða stuðla með bruðlað
ætlar allt koll um að keyra.

ATH. að ekki ber að líta svo á að hér sé verið að reyna að stuðla sp við st  ;)

Af súrum lambatippum (undir áhrifum frá Þórarni M. Baldurssyni)

Rauðvín sötra fínar frúr,
firn af grasi reykja.
Lambatippi sett í súr
sjúga þær og sleikja.

Ég veit að það kemur vel á vondan þar sem ég hef ákveðnar efasemdir um sl, sm og sn sem gnýstuðla, hafandi lært fræðin af Sveinbirni Sigurjónssyni og Skúla Benediktssyni.
En, miðað við að sl stuðli ekki við s, þá gengur þetta væntanlega.  Annars má hafa þetta svona:


Rauðvín sötra fínar frúr,
firn af grasi reykja
Lambatippi talsvert súr
totta þær og sleikja.

Til að gæta jafnréttis:

Ósköp finnst mér kallinn klúr,
krakkið þegar reykir.
Lambatippi sett í súr
sýgur hann og sleikir.

Einatt læðist út í skúr,
eitthvað til að reykja.
Lambatippi sett í súr
sjúga vil og sleikja.

Um "ritdeilu" leirlöggunnar og Bjarka Karlssonar

Eitthvað er skrýtið það egó,
sem arkar á bíó um Legó.
Löggan á Leir
fann loðnu ei meir,
enda er egó í legó.

Ristilspeglun

Ráð mitt ég veit ekki rjúkandi,
reiður ég er alveg fjúkandi.
Eftir Toilax
tölti ég strax
á klósett í sífellu kúkandi.

Læknirinn las mér pistilinn,
ljótan og eitraðan þistilinn.
Reykti sitt krakk
og rólegur stakk
loppunni langt inn í ristilinn.

Ballerína frá Berlín

Ballerína frá Berlín
ballettkjól átti úr terylene.
Hún svipti sig kjólnum
á kögunarhólnum
og lagðist með meistara Merlín.

Eða:

Ballerína frá Berlín
ballettkjól átti úr terylene.
Hún kjólnum sig fletti
og fór upp á bretti
að makast við meistara Merlín.

Hætt við framboð

Engin finnst nú einhver von,
enginn happafengur.
Enginn Guðni Ágústsson,
engin framsókn lengur.

Við höfum aldrei verið eldri

Aldrei verið eldri,
aldur líkt og galdur
færist yfir, ærir
elli, skrýtna kelling.
Strokum meður strýkur
stirðum krumlum, hörðum.
Illu veldur öllu
um óttubil að nóttu.

Byskúpan lagði út af 5. boðorðinu

Af boðorði byskúpan lagði,
blinduð af þjónkun hún sagði:
Það gerir mig leiða
en í neyð má víst deyða.
Trauðlega treystum því flagði.

Ég hef aukið við matseðilinn minn

Lama kryddað fékk á fat,
fína maura snæddi.
Ei var verra' í eftirmat:
Á mér lirfum gæddi.

Ég fíla prog rokk og er ekki í framsókn

Stoltur ég fylli þann flokk
að fíla helst prógressívt rokk.
Ef rokkið er soft
ragna ég oft:
Helvítis fokking fokk.

Það passar mér, prógressívt rokk,
Pink Floyd og svoleiðis nokk.
Aumka ég krata
og íhaldið hata
og kýs ekki framsóknarflokk.

Blöndal eldri birti tvær ofangreindar limrur í vísnaþætti mogga að mér forspurðum. Blöndal yngri biður hins vegar um leyfi

Feðgar tveir frá eru Blöndal,
Fylgir þeim ættarnafn: Blöndal.
Annar svars virti,
hinn bara birti.
Það er sitthvað Blöndal og Blöndal.

Feðgar tveir frá eru Blöndal,
Fylgir þeim ættarnafn: Blöndal.
Yngri svars innti,
sem eldri ei sinnti.
Það er sitthvað Blöndal og Blöndal.

Kosin á þing 2009 fyrir Borgarahreyfinguna en fór á þing 2009 sem meðlimur Hreyfingarinnar.  Núna er hún fyrir Pírata þannig að nýja STÓRA bandalagið yrði hið 4. í röðinni. Svo má halda því til haga að einu sinni var hún í VG.

Á því kann hún einstakt lag,
oft úr vör skal hrinda:
Með Birgittu í bandalag,
breiðfylkingu mynda.

Um frelsun geirvörtunnar

Áðan deildum öll með þjóst,
efnið þó var lítið:
Hvort mun þetta konubrjóst
klámfengið og skrýtið?

Sumarkoma á Norðurlandi 2015

Víst er kalt því vond er tíð,
vesöl fljóð og gumar.
Nú er úti norðanhríð,
nú er komið sumar.

Þriðja línan er fyrirsögn fréttar á RÚV

Að Grábrók á hjóli hann kom í kveld,
karli var mál að losa.
Kúkaði í hraunið og kveikti eld
í klósettpappír - og mosa.

Fyrirtækið KÚ

Firma eitt fallbeygist KÚ.
Finnst okkur það út úr KÚ.
Ég nefni' engin föll,
við námum þau öll:
Hér er ein umfrátil KÚ.

Enn rennur limruæði á Leir

Vesalings Siggi að vaga
var einatt úti í haga.
Þar lágfóta lömb
lét oní vömb
- en Siggi fór kjökrandi' að klaga.

Siggi var úti að aka
þá amma var tertu að baka
en afi í hnút
á átjánda stút.
Þetta er stórkostleg staka.

Á Leir rennur limruæði,
limrur ég trúi flæði.
Sumar þó betri
að sumri sem vetri.
Þessi er þvílík gæði.

Vetrarsólhvörf færast til

Tuttugastaogfyrsta fyrir löngu
fór til norðurs sól á himingöngu.

En tíminn, þetta furðufyrirbæri,
færir merkisdaga til, minn kæri.

Tuttugastaogannan sveigir sólin
frá syðri hvarfbaug aðeins fyrir jólin.

Hvað skal gera ef magakveisa hrjáir íslenska landsliðið í handbolta?

Sá, sem í sinn maga fær,
sjá, hér er lausnin, svo tær:
Ef þú þarft að kúka,
þig láttu fjúka
útaf í einungis tvær.

Öfugt limruform

Limran flutt,
ljóðform brutt:
Skömmin mig fangar,
hef ég skammlínur langar -
en langlínan stutt.

Kópavogsstjórn flutti úr Fannborg í fyrrum hressingarhæli

Hætt eru helvítis væli
og horfin úr Fannborgar bæli.
Kópavogsstjórn
kunngerir fórn:
Farin á hressingarhæli.

Jón Ingvar hrósaði sér fyrir að ríma við ventil

Sérstakt er ljóðið sent til
séntilmannsins hans Jóns:
Nú eignumst við öryggisventil
svo yrkjum ei meira til tjóns.

Af húsdýrum
Einu sinni átti ég hest,
allan settan vörtum.
Það var sem mér þótti verst
þegar hann safnaði börtum.

Einu sinni átti ég kind
og ógurlegan smalahund.
Höfuðsynd og hryggðarmynd
þá hittust þau á ástarfund.

Einu sinni hund og hest
hafði ég að smala kind.
Það var sem mér þótti verst
þegar allir leystu vind.


Efst á síðu     Heim



Kveðandaskemmtun á Mærudögum 22. júlí 2011

1. Hvort ert þú hressari að morgni eða kvöldi?

Árla dags er ekkert stress,
aftanstund ég syng inn.
Oftast nær er eiturhress
allan sólarhringinn.

2. Er ástin þér ennþá hugleikin?

Ég fékk svipaða spurningu í vetur og notaði því sömu vísu og bætti við annarri.

Ég er fjölskyldumaður, það finnst mér mjög gott,
og fleiri vil barnabörn hafa.
Nú fjórtán við erum, þó finnst eitt hundspott,
sem fegið vill kalla mig afa.

Öll þessi þrettán svo yndislegt lið,
af ástinni' er hugur minn bundinn.
Svo ágætt sem það er, ég fæ ekki frið
fyrr en ég elska samt hundinn.

3. Hvað er hægt að gera í sumarfríinu ef veðrið bregst?

Horfa' á myndir, spila á spil,
spjalla' á interneti.
Góðri bók að gera skil
og gleyma sér í leti.

4. Viltu leggja niður þjóðkirkjuna?

Þjóðkirkju á þjóð að fá um það að velja
hvort ríki og kirkju skal aðskilja,
sköpum sátt um þjóðarvilja.

5. Hvað myndir þú gera ef þú værir forsætisráðherra?

Aftur svipuð spurning og ég hef fengið áður. Hér notaði ég vísur, sem ég hef birt á Facebook.

Alþýðan má færa fórn
þá fjármagnið skal tryggja.
Virðist þessi "vinstri" stjórn
vel til hægri liggja.

Ísland sjálfur andskotinn
á ólögum vill byggja.
Helvítis kratakvikindin
kapítalismann tryggja.

Einkavæðing öll er böl
eins og dæmin sanna.
Afnema þarf klára kvöl
og kapítalismann banna.

6. Vísa að eigin vali.

Fjórar fyrstu vísurnar hef ég birt áður en tvær síðustu urðu til vegna sameiginlegs grills græna hverfisins á mærudögum.

Mér er lengur varla vært,
af visku þar um kenni:
Bráðum verð ég elliært
og úldið gamalmenni.

Mig hef út í málað horn
meður hreinum línum:
Þótt sé orðinn ævaforn
er enn þá fríður sýnum.

Gæði, fegurð, gáfur með,
greind í fyrsta sæti.
Hógværð, auðmýkt, indælt geð
og ögn af lítillæti.

Upp úr mér rennur oft ódauðleg froða,
sem enginn má fara' á við mis.
Þótt bráðkvaddur verði má bullið allt skoða
á brl.is

Grillum saman, verum væn,
voðalega gaman,
öll sömul svo undurgræn
að aftan bæði' og framan.

Grillum saman gæðakjöt,
geiflum oss á meðan.
Etum svo á okkur göt
að ofan bæði' og neðan.

Efst á síðu     Heim



Vorferð Kveðanda og harmónikkufélagsins í Breiðdal 8.-10. apríl 2011

1. Hvað er nauðsynlegast að hafa með sér á eyðiey?

Eflaust vilja margir mey
með sér hafa á eyðiey.
Ég vil bar'að fagurt fley
mig flytji burt með sunnanþey.

2. Finnst þér gaman af þingfréttum?

Að þingfréttunum þykir mér oft gaman
þegar sumir eru í ræðustól
að bölsótast svo blikna þeir í framan
og boða ragnarrökin fyrir jól.

3. Um hvað hugsar þú þegar þú ert andvaka?

Andvaka' á nóttunni eigi ég slugsa
og ekki er hugur að dofna:
Bylti mér stöðugt og hugsa og hugsa:
Helvíti' er erfitt að sofna.

4. Heldur þú að ljóðin þín verði ódauðleg?

Upp úr mér rennur oft ódauðleg froða,
sem enginn má fara' á við mis.
Þótt bráðkvaddur verði má bullið allt skoða
á brl.is

5. Er mikilvægt að vera reglusamur með háttatímann?

Um þetta má efalaust þrátta,
þó finnst ein leiðin til sátta:
Að ef þú ert lúinn
og alveg hreint búinn
þá tími er til þess að hátta.

6. Eru karlmenn flottari með "mottu"?

Konur kikna
í knjáliðunum senn.
Víst þær vikna
þá væna sjá þær menn.
Mottan meyjar
margar dregur að.
Sætt þær segja:
Safnið þér enn eða hvað?


Efst á síðu     Heim



Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Ljósvetningabúð 26. febrúar 2011

1.Varðst þú ástfanginn af einhverju eða einhverjum á árinu?

Ég er fjölskyldumaður, það finnst mér mjög gott,
og fleiri vil barnabörn hafa.
Nú fjórtán við erum, þó finnst eitt hundspott,
sem fegið vill kalla mig afa.

2. Var Jesú sósíalisti?

Trúleysingja trauðla átt
tvírætt svo að spyrja.
Sjá, mér verður svarafátt,
síst veit hvar ég byrja.

Eftir heila hugsun um
held ég standi enn á gati.
Bara' er á þeim buxunum:
í besta falli var hann krati.

3. Hefur þú verið bænheyrður?

Bænin mun alltaf bresta mig,
bænheyrður aldrei verða.
Því enginn er guðinn, elskulig,
hann er ekki til, ég sver'ða.

4. Ef Björn Valur Gíslason væri fiskur, hvaða fiski myndi hann líkjast?

Fiskinn sé ég fyrir mér,
finnst hann ekki sóma sér:
Roðlaus bæði' og beinlaus er
Bjössi Valur, kavalér.

5. Langar þig að verða næsti forsætisráðherra?

Í forsætinu víst ég gjarnan vildi vera
og ekki standa eins og þvara:
Allt þjóðnýta vil ég bara.

Banka alla, olíufélög, útgerð líka
yfir þjóðin þarf að taka,
það læt ég í veðri vaka.

Fúnar stoðir burtu mætti bramla' og brjóta,
Ekki' af þessu oss mun veita,
alþýðubylting skal það heita.


Efst á síðu     Heim



Lausavísur á Fésbók 2011 í réttri tímaröð

Um Össur Skarphéðinsson:

Einn er á Alþingi skálkur,
orðin hans bitlítill dálkur.
Í tunnu mun end'ann
í ESB send'ann:
Einn aflóga, eldgamall jálkur.

Þætti oss sú stúlka steikt,
sem styndi und hans gini.
Allavega illa sleikt
af Össuri Skarphéðinssyni.

Kristján Runólfsson Fb vísnavinur kvartaði yfir því að lítið væri ort:

Einhver doði' er yfir mér,
andans moðið lítið.
Hrað er soðið handa þér
hugverk loðið, skrðtið.

Sigurður Kári kvartaði yfir því að Þráinn Bertelsson gaf í skyn að 5% þingmanna væru hálfvitar:

Á Alþingi' er déskoti ári
erfiður Bertelson fjári:
"Sem hálfvita' á iði
mig hafðu í friði"
sagði hann Sigurður Kári.

Matseðill bóndadagsins:

Hákarl, hvalur, sultað svín,
sviðin höfuð lamba.
Á bóndadaginn brennivín
bara vil ég þamba.

Sjóða mun ég saltað ket
senn með gulum baunum.
Aftansmatinn etið get
engum haldinn raunum.

Bjarni Ben hefur áhyggjur:

Bankahruns er Bjarni nú
bitur, hræddur, svekktur.
Með áhyggjur af LÍÚ
og orðinn pínu hvekktur.

Tveir vinir mínir á Fb lýstu sjálfum sér::

Það er skrýtið þetta raus,
því ég sveia og fussa:
Annar dauður í sinn haus,
eins og hinn er tussa.

Kristján Runólfsson kvartaði yfir einsemd og kvenmannsleysi en hann var einn í kotinu:

Engin kona, engin fró,
engin með í fleti?
Sjálfs er höndin hollust þó
ef hreyfist fyrir leti.

Fyrsta línan er fengin úr pistli á Smugunni:

"Hún er svo vönduð hún Vigdís."
Vammlausa framsóknarskart.
Aldrei er utan við sig - dís -
alltaf svo hugsandi margt.

Tryggvi Þór kallaði Teit Atlason "genuine fool":

Tryggvi Þór Herbertsson, hann er svo kúl
og hefur svo margt fram að færa.
Gæinn er alls ekkert "genuine fool"
þótt glitti í frjálshyggju tæra.

Þrjár drykkjuvísur á vegg Kristjáns Runólfssonar:

Eru fullir allir hreint
yfir rommi í glasi?
Ekki er þetta illa meint
í andans dægurþrasi.

Ertu fullur, elsku vin,
enn af víni brenni?
Meður stuðlum gleypum gin,
í gljúpu koki renni.

Lagavulin viskí er,
við er brennt í kofa.
Það er ágætt, þykir mér
þegar aðrir sofa.

Traust íhaldsins á forsetanum fór vaxandi skv. skoðanakönnun:

Íhaldsmanna eflist traust
Ólafs nú til handa.
Skítlegt eðli skammarlaust
skilar sér að vanda.

Gylfi í stASÍ og Villi í SA:

Gylfi í stASÍ hann stóð útí haga,
stirðbusi hjáróma galtóm sem skel.
Í SA var eitthvað hann Villi að vaga,
vissi að Gylfi'onum hlýddi svo vel.
Aggaggagg hvæsti Villi á grjóti.
Aggaggagg vældi Gylfi á móti.
Gylfa ég trúi hann öllu illu hóti
en alþýðan blæðir fyrir allt þeirra geim.

Birna bankastýra hin fatlaða

Birna í Íslandsbanka
bak- fékk víst enga -þanka
er hún lagði í stæði,
ljót er sú mæði
að láta sig sisona hanka.

Ort skömmu fyrir Icesave kosningarnar þegar mér var farin að blöskra umræðan á báða bóga

Æsir mig því Æseif,
ölvup þjóðin bölvar.
Allir móti öllum
ota sínum tota.
Hrunkóngurinn hangir
Há í degismóum.
Þjóð af benum blæðir
bölvalda af völdum.

VGF = vinstri grænu femínistarnir

Í flokknum má finna ista,
í fræðunum kokkteil hrista:
Til vinstri svo væna
og vafalaust græna
frjálslynda femínista.

Stefán Jón Hafstein er pönkari

Er í þönkum þungum hann,
þvílík hönk að landa:
Stefán pönki enn þá ann,
áran blönk að vanda.

Al SAida

Líú sér með Villa leikur lon og don ...
en er Osama Egilsson?

Fleiri drykkjuvísur á Fb síðu Kristjáns Runólfssonar

Enn hann sötrar Egilsbjór,
út á landi kommi.
Eftir þetta yfirklór,
ætl'ann súpi' á rommi?

Rommið í mig rennur hratt,
rjátlast úr glasinu.
Enn þá kallinn íða datt
í argaþrasinu.

Upp við hefjum okkar hljóð,
undir dægurþrasi.
Nú má yrkja nokkur ljóð
nítjánda á glasi.

Einar Kárason er Frammari

Eg vil hefja upp mitt gjamm,
enda kannski' í sjokki:
Einar Kára er í Fram-
ekki -sóknarflokki?

Gáfumenn nota ekki smokka

Ef ég gamall fer á fokk,
þá fyllist nára-naður,
aldrei brúka ætla smokk,
enda gáfumaður.

Styrkþeginn Guðlaugur Þór

Engar mútur, ekkert raus,
ein er saga segin:
Er hann kannski ærulaus
elsku styrkjaþeginn?

Heimsendir í nánd enn einu sinni

Biblían víst boðar þér
að bráðum öllu linni:
Heimsendir brátt orðinn er
og ekki' í fyrsta sinni.

Oddhenda

Fer í hringi hendan slyng
höfuð- kringum -stafi.
Oddhent sting ég stuðlaþing,
stemmu syng í kafi.

Útrásarbófum og bankahrunsöflum á Alþingi var boðið að vera við opnun Hörpu

Búið er að bregðast við
bankaræningjunum.
Sitja allir hlið við hlið
hruna- í -menjunum.

Höskuldur Þórhallsson var bjallaður á þingi

Þórhallssyni þröskuldar
þrifum fyrir standa
hæstvirtu í Höskuldar
höfði tómu' að vanda.

Samrímað, áttstiklað

Fer í hringi hendan slyng,
hljómar, klingir, syngur.
Allt í kring ég stuðlum sting,
stöku þvinguð glingur.

Kristján Runólfsson kvartaði yfir því að hann væri búinn að yrkja um allt, sem "einhverju máli skiptir"

Anda þínum ef er kalt
og ekkert honum lyftir
skaltu bara yrkja um allt,
sen engu máli skiftir.

Kalli Sig og Ingvi Hrafn

Biskoppur af bestu sort
biður þess að dafni
greddu- bæði' og glæpasport
og guð í Ingva Hrafni.

Kalli Sig ætlar ekki að segja af sér.

Bis er koppur býsna hress,
biður afsökunar.
Áfram situr, ekkert stress,
um það varla munar.

Bis er koppur Kalli Sig,
kann hann ræðu- að flytja:
"Mistök urðu, alvarlig,
en áfram skal ég sitja".

Er í flagi eins og naut,
upp úr rennur þvaður:
Af sér Kalli ekkert braut,
enda sómamaður.

Afmælisvísa

Eva Hauks, svo ævaforn,
af- á sínu -mæli
gelur seiða galdranorn
með gríðarlegu smæli.

Afmælisvísur til Kristjáns Runólfssonar

Mér er lengur varla vært,
af visku þar um kenni:
Senn er Kristján elliært
og úldið gamalmenni.

Mig vil út í mála horn
meður hreinum línum:
Kristján orðinn ævaforn,
samt enn þá fríður sýnum.

Náhirðin á amx

Nafnlaust skrifa níðið enn
náhirðar ormstungur.
Eru kunnir öfgamenn
og óttalegar gungur.

Afmælisvísa til Halls B. Reynissonar

Vil ég yrkja vísukorn,
væni, þinn um aldur:
Ertu núna ævaforn
eins og fyrir galdur.

Nýeinkavæðingarstefna "vinstri"stjórnarinnar

Íhaldinu færir fórn
fyrir elítuna.
Einkavæða "vinstri"stjórn
vill nú þjónustuna. Ég tók mér Fb pásu

Leti af mig held til hlés,
hægri menn því fagna
að Björgvin ei á Bók er Fés
að bölva þeim og ragna.

Jóhannes Ragnarsson spurði af því tilefni hvort ég væri eins og geldfress

Mér finnst alveg út í hött
(eykst nú ljóðaveltan)
að þú líkir oss við kött,
ofurlítið geltan.

Mér þykja breytingar á Fb ekki til að bæta hana

Fúlan oní forarpytt
Fésbók datt með hlassi.
Hún er eins og holy shit
-hóva Je- úr rassi.

Fæðingarhríðir eða fyrirtíðarspenna hjá OR?

Burðarhríðir hrukku' í gang,
helst má þar um kenna:
Hefur mikil færst í fang
fyrirtíðarspenna

Eva Hauksdóttir skrifaði grein um "forvirkar" rannsóknir nokkurra búrkuklæddra kvenna á vændiskaupum og notaði m.a. nýyrðið, sem er upphafsorð vísunnar. Orðið er sem sé ekki f´ra mér komið en það dugði til að ég tapaði einum Fb vini, sem sá hins vegar ekki ástæðu til að henda Evu út af vinalistanum.

Fasysturnar fóru' á kreik
í fagurlitum búrkum.
Forvirkar í lögguleik
ljótum eftir skúrkum.

Hlynur á Breiðumýri auglýsti hagyrðingakvöld í Dalakofanum á Laugum

Á að gala alltaf hreint
inn til dala, Hlynur?
Enn ég mala, illa meint
ekki' er tala, vinur.

Um vel reykt eyjaviský

Lagavulin lepja má,
lögg úr viskíglasi.
Eyjareykinn allir þrá
í argadægurþrasi.

Um framsóknarmenn og flokksnefnu þeirra

Fráleitt er frammari' að vera,
flokkinn þann burt mætti skera.
Þeir slá úr og í
af bara því
að ekkert til brunns hafa' að bera.

Kratar vilja ólmir að Huang Nubo fái að kaupa Grímsstaði á Fjöllum og tína til ýmis rök, m.a. æðarkollusamlíkingu frá fyrrum forstjóra greiningardeildar fjármálaundursins Kaupþings. Ég gef mér að Huang sé borið fram hvang og minni á töframegrunarkúrinn Nupolétt.

Landsölumanna lyftist brún
líkt og hrúður af fleiðri.
Af sér Huang reytir allan dún
eins og kolla á hreiðri.

Árni Palli efnahags
innanríkis sendi
minnisblað að morgni dags
meður dún í hendi.

Stefnumörkun okkar er
(Ásgeir Kaupþings greinir):
Æðarkollan eignast sker
og oss með dúni skeinir.

Málstaðinum leggjum lið,
léttist oss á brúnin.
Æðarkollukvikindið
kannski reytir dúninn".

Folöldin þau fara' á sprett
og flestir kratar hoppa.
Nú skal koma Nubolétt
og niðurganginn stoppa.

Pétri vini mínum Þorsteinssyni á Kópaskeri þótti eitthvað við mig vegna 2. línu síðasta erindis og orti til mín níðvísu í orðastað minn. Andi hans heitir víst Basil fursti og fallbeygist upp á íslensku skv. Pétri.

Á Kópaskeri krati einn
kveður fullt af drasli.
Andi hans er alltaf seinn
og á í miklu Basli.

Örlygur Hnefill, lögfræðingur, fullyrti að Flatey á Skjálfanda verði brátt lýst áttunda undur veraldar

Frómur Hnefill fellir tár,
Flateyingurinn slyngi.
Áttunda er undrið hár
á einum lögfræðingi.

Mér er tjáð að hugtakið snípsítt (pils) sé amk 15 ára gamalt en einhvern veginn fóra það fram hjá mér

Tippið mitt ei tel ég frítt,
talsvert hefur skroppið saman.
Þakka meðan sníp er sítt
og situr fast á mér að framan.

Tippið mitt er talið frítt,
talsvert hef ég af því gaman.
Þúsundfalt það sníp er sítt
og svífur enn á mér að framan.

Alheimskreppuhrunkvöðull nr. 19 af 25 skv. Time fór í einkaviðtal hjá BB á ÍNN

Alheimskreppukvöðullinn
kann sér ekki læti.
Nákvæmlega' er naggurinn
nítjánda í sæti.

Alheimskreppukvöðullinn
í kóngaviðtal mætti.
Bjarnasonar böðullinn
böðlaðist í þætti.

Nú eru ESB kratar lausir við Jón Bjarnason

Út skal hrinda' úr vinstri vör
og velja miðjuflóðið.
Í ESB vill enda för
öfgakratastóðið.


Efst á síðu     Heim



Botnar við fyrriparta Fíu á Sandi

1. Frá aðalfundi Kveðanda í desember 2010


Með aldri og speki viska vex,
vaknar dofin sálin.
Úti frjósa' og eta kex
undirmittismálin.

Hér munu allir yrkja grín
og enginn lenda í þrasi.
Drekk ég bara brennivín
úr barmafullu glasi.

Rétt er að halda þjóðarþing,
það er einlæg skoðun mín.
Tíu sitja konur í kring
um karla fimmtán upp á grín.

Nú er mál að gleðja geð,
gleðin hún er besta mál.
Brennivíni að blanda með,
bolla hefja og segja skál.

Gott er að borða brauð og smér
og bragða ögn af keti.
Brennivínið bragðast mér
betur uppi' í fleti.

Snjóhvít jörðin úti er,
yfir hvolfist heiði blátt.
Brennivínið bragðast mér
betur þá er niðdimm nátt.

Ekki get ég gert að því að hún býður upp á alla þessa brennivínsseinniparta.
Fía hélt því fram að seinni hlutinn væri erfiðari:

Oft þá ljóðin eru góð
alla hljóða setur.
Eru fljóðin furðu móð
og fjarska óð í vetur.

Bugar fönnin birkiskóg,
brotnar hrönn við sandinn.
Nú er tönnin týnd úr plóg,
treinist mönnum vandinn.

Eins og fyrr í Edens ranni
ástin reynist furðusterk.
Þegar gæðagull af manni
glóir eins og furðuverk.

Hann af öllum öðrum ber
svo ég varla finn.
Því hans nára-naður er
næstum kominn inn.

Hún af öllum öðrum ber
eins og perla af skarna.
Lítil bæði og lærasver,
lagleg kona atarna.

Gefðu henni góðan mat að snæða:
Gúrku, jurtate og hafrakex.
Svo hún fari alls ekki að æða
út um miðja nótt að fá sér sex.

2. Frá aðalfundi Kveðanda í nóvember 2011

Nú er haust á Norðurlandi
nú er rok á Húsavík.
Gott að eiga bús í blandi
að bergja á í vetrarflík.

Máninn hátt á himni skín,
hugur flýgur víða.
Brenni- skulum bragða vín
og bara detta íða.

Nú vildi ég gjarnan vera þar,
sem vermir sólin strendur.
Inn'í skugga' á einum bar,
alltaf soldið kenndur.

Snemma ég á fætur fer
og fæ mér glas af öli.
Ferleg nú hún Fía er,
full þó ekki' af böli.

Oft er staka illa gerð
þó endarímið sleppi.
Bæta þessa bögu verð
svo bragarlaunin hreppi.

Þegar birta dagsins dvín
döpur verð ég stundum.
Brenni- skaltu brúka vín
bara' á kvæðafundum.

Ísland er bara eyðihjarn,
allir til Noregs flýja.
Verður ekki brók í barn,
botninn minn er rýja.

Ef ég pottinn allan vinn
ætla ég að sinni.
Vil ég gefa vinninginn
vinkonunni minni.

Eymdin verði ekki stór
ef ég leysi vandann.
Fyrst þú drekkur bara bjór
og blandar síðan landann.

Upprisin ég er í kvöld,
orku hlaut ég nýja.
Svafstu kannski' í eina öld
elskulega Fía?

Hér er alveg indælt haust,
enginn snjór né krapi.
Einkarekstur endalaust
endar víst með tapi.

Ég segi bara eins og er
og allir vita.
Þetta er ekki, þykir mér
þránuð fita.


Efst á síðu     Heim



Lausavísur á Fésbók 2010 í öfugri tímaröð

Svartsýnir, hræddir og heimskir íhaldsmenn skv. rannsóknum:

Niðurstöður sáust senn:
Svartsýn auðvaldsklíka;
eru heimskir íhaldsmenn
og oftast hræddir líka.

Össur segir ekki orð við Kana vegna lokunar kortafyrirtækja á færslur til Wikileaks

Vera skaltu vinurinn góði
og varast Kana að styggja:
Össur þegir þunnu hljóði,
það er kratahyggja.

Bjarni Ben og bótasjóður SJÓVÁr

Í útrás var af innlifun,
sem íhaldsmanni sæmdi:
Bjarni sjálfur bankahrun
bótasjóðinn tæmdi.

Þorgerður og Bjarni

Vondan sjóða vellinginn,
væminn jafningurinn:
Kúlulánakellingin
og kreppuvafningurinn.

Friðrik Schram bauð upp á námskeið um Islam

Fróður er hann Friðrik Schram,
fræðir hann oss um íslam.
Hneykslast þó af hjartans lyst
ef héldu þeir námskeið um Krist.

Í tilefni umræðna um ættarskammir, Reykjavík og gnarrismann:

Er nú betri ættarskömm
(út'á landi' er taugin römm)
en að búa nálægt narr,
náunga, sem heitir Gnarr.

Er vinstri stjórn á Íslandi?

Alþýðan má færa fórn
þá fjármagnið skal tryggja.
Virðist þessi "vinstri" stjórn
vel til hægri liggja.

Um bakteríuna Kaloríu:

Ein er baktería
yli húsa fjær.
Kölluð kaloría,
hvít með loðnar tær.

Norpar hún um nóttu,
nístings henni' er kalt.
Fer í fólks um óttu
fötum út um allt.

Björgvin G. settist aftur á þing, hafandi rætt um fljúgandi egg í bók sinni:

Eggin flugu allt í kring,
er hann kominn hringinn:
Aftur sestur inn á þing
elsku sakleysinginn.

Bjarni Ben vill kosningar og segir FLokkinn ofar drullusvaði

Æ hann bíti skömm og skarni,
skrattinn arni.
Eins og skítur úti' á hjarni
er hann Bjarni.

Um Landsdómsatkvæðagreiðslu á Alþingi:

Þingmannaelítan enn er á verði,
við alþýðu stuggar með logandi sverði.
Hún skjaldborg um bankana skaut upp í friði
en skuldsettan almúgann sneri úr liði.
Óhó, öll er á iði.

Ég man eftir bönkunum öllum þar austur,
þar óstjórn var mikil og vesen og flaustur.
Lánþegar gengu' um og öllu þeir eyddu,
ekkert af lánunum sínum þeir greiddu.
Óhó, bankana meiddu.

En Alþingismennirnir öllu þó bjarga
og enn meira skuldsettu lánþega marga.
Nú refsa þeir Haarde í réttlætis skyni,
því réttláta' á almúginn alþýðuvini.
Óhó, dætur og syni.

Kannabis ræktað í skjóli nashyrninga:

Hafa allt á hornum sér
hyrningarnir nasa:
Kannabis í kippum er,
hér kennir margra grasa.

Hafa allt á hornum sér
hyrningarnir nasa:
Í kannabisi kveikja, hér
kennir margra grasa.

Lömbum slátrað á íslamskan hátt:

Trúað ket eg trauðla et
þótt taumlaust fretað geti.
Heldur et eg hlutlaust ket,
með hangið met í leti.

Um Ögmund, sem ekki lét sjá sig við umræðu og atkvæðagreiðslu um lög á verkfall flugvirkja:

Ögmundur fór með krötum fram,
villtist hann, spilltist hann.
Hitti hann fyrir sér kratarann,
þar helblár loginn brann.
Heldur blés frá hægri undan krötunum,
heldur blés frá hægri undan krötunum fram.

Stolið og stælt frá Kristjáni Runólfssyni:

Vísur snjallar vandar kall,
víst má bralli svara:
Á ég spjall í djúpum dall
og drullumall til vara.

Um kratana í báðum stjórnarflokkunum:

Ísland sjálfur andskotinn
á ólögum vill byggja.
Helvítis kratakvikindin
kapítalismann tryggja.

Um sakleysingjana Geir og co:

Þetta' eru saklausir séntilmenn
og Sólrún í ræðustól grætur.
Landsdómur hlýtur að sýkna senn
syndlausa bura og dætur.

Svið soðin og étin:

Í eldhúsinu sýð mér svið,
suðan mætti batna.
Athuga samt við og við
ef vatnið skyldi sjatna.

Í eldhúsinu át ég svið
á augna- smáu -bliki.
Núnar rek ég við og við
við af hnakkaspiki.

Sérstakur Sigurður hittir sérstakan saksóknara:

Hann Siggi er maður sérstakur,
ei sérstakur lengur einstakur.
Á morgun þeir mætast,
mynnast og kætast:
"Sérstakur", sælinú, "sérstakur".

Vísa án ljóðstafa með rími:

Nú er þetta vísan mín,
hún er öll á kreiki.
Samt af henni rímið skín
en ljóðstafir á reiki.

Vísa án ríms en með ljóðstöfum:

Víst er þetta vísa ein,
vond mun sumum þykja.
Mér finnst hún samt harla góð
þótt hana vanti rímið.

Gylfi áfram ráðherra:

Viðskiptaráðherra úti að aka,
ekkert hann vissi í sinn heimska haus.
Smeykur á Alþingi vild'ekki vaka,
viss'ann að Jóhanna gekk þar um laus.
Agggagggagg sagði Gylfi á grjóti.
Agggagggagg sagði Jóka á móti.
Öllu mjög illu ég trúi' hún honum hóti,
aumingja Gylfi hann segir ekki' af sér.

Aftansöngur á síðsumarskveldi:

Ef þú setur aldrei met,
eitt þó getur drengur:
Bara' ef etur úldið ket
alltaf fretar lengur.

Bjórþurrð:

Ekkert slór né yfirklór,
eigi tórir drengur
nema stóran, sterkan bjór
strákur þjóri lengur.

Gamli Mývatnsmjöður:

Fellur allt í ljúfa löð
lífs á Gamla slóðum
ef vér drekkum Mývatnsmjöð
og með oss vinum bjóðum.

Viltu, systir, Mývatnsmjöð,
með oss Gamla teyga?
Heill sé þér, þig hyllum glöð
og hesta þína, seiga.

Þakkir til KR fyrir vísur:

Þúsund vil ég þakkir færa
þér nú fyrir vísukornið.
Sjáðu þessa snilldina tæra,
svo er önnur handan við hornið.

Vísur yrkir, oft með hring-
hendum styrkir ljóðin.
-lega Virki'- er þarfaþing
þegar birkjum óðinn.

Hálfsystir mín bauð mér að borða grasafæði:

Veður þú nú villu og reyk,
vina í grasaskóla.
Eg vil heldur eta steik
en allan þennan njóla.

Um einkavæðingu:

Einkavæðing öll er böl
eins og dæmin sanna.
Afnema þarf klára kvöl
og kapítalismann banna.

Ég 55 ára:

Mér er lengur varla vært,
af visku þar um kenni:
Bráðum verð ég elliært
og úldið gamalmenni.

Karl biskup baðst afsökunar:

Biskoppurinn, býsna hress,
biðst á sínum orðum
afsökunar, ekkert stress
og ei hann fer úr skorðum.

Bis fékk koppur bráða sótt
og baðst á sínum orðum
afsökunar í alla nótt
og allur fór úr skorðum.

Össur reifst við Per hjá ESB:

Landráðherra Össur er,
allra krata kavalér.
ESB-ið inn í fer,
eftirlits- hann rífst við - Per.


Efst á síðu     Heim



Baráttuvísur vegna framboðs míns til stjórnlagaþings

Kjaftagleiðan kommaraft
kvæði' um þetta syngið:
Styðjum þennan stólpakjaft
stjórn- á lagaþingið.

Þráttar oft um þetta' og hitt,
þjark um kvæði syngið:
Kjaftagleiðan kommatitt
kjósum öll á þingið.

Víst á kjördag verið skýr
og visku gangið brúna:
Fjórir níu fjórir þrír
í framboði er núna.

Kristján Runólfsson, vísnavinur á Fb, spurði:

Alltaf kemur einhver nýr,
eilíft sér að hrósa.
Fjórir níu fjórir þrír,
finnst þér ég eigi að kjósa?

Ég svaraði:

Lofgjörð um þig yrki þá
og ávallt þér mun hrósa
ef fjóra níu fjóra þrjá
ferð þú til að kjósa.

Ef ég mætti minna á
af mínu lítillæti:
Fjóra níu fjóra þrjá
í fyrsta hafið sæti.

Vil ég minna ykkur á
og einatt til þess hvetja:
Fjóra níu fjóra þrjá
þið fremstan skuluð setja.

Víst á kjördag verið skýr,
þá verður stóruppskera:
Fjórir níu fjórir þrír
fremstur á að vera.


Efst á síðu     Heim



Kveðandaskemmtun á harmónikkuballi í Breiðumýri janúar 2010

1. Hvernig mundir þú stoppa í fjárlagagatið?

Wernersyni, bræður Bakka
og Bjarna, þann rokk,
Björgúlfsfeðga, Bónuskrakka
og bankahrunsflokk.

Þeir fjármunum rændu, með fé því skal troða
í fjárlagahít.
Útrásarvíkinga á svo að boða
að eta sinn skít.

2. Kaupir þú enn Morgunblaðið?

Máli þessu hef ei hreyft
að höndla þennan gepil.
Aldrei moggann eg hef keypt,
þann íhaldslygasnepil.

3. Hvað gerðir þú á degi íslenskrar tungu?

Óljúgfróður upp ég tróð
og efldi þjóðarglímu:
Fremst ég stóð og fór með ljóð,
firna góða rímu.

4. Hvort finnst þér konur meira sexý grannar eða mjúkar?

Ekk' er þetta illa meint,
allt minn hugur spannar.
Elska ðær ég alltaf hreint.
allar mjúkar, grannar.

En í rúmi ef ég fer
um þær höndum mínum
Allar vilja mæta mér
með mjúkum baugalínum.

Þó að margar mæri sig
meður grönnum línum,
strjúka vilja meyjar mig
með mjúkum höndum sínum.

5. Hvað elskar þú mest?

Frjálshyggjan er fyrir bí
og flest í djúpum skít er.
Grímur stoppar götin í,
our great and beloved leader.

Rétt að taka fram að ég var enn í VG þegar þetta var ort ;-)


Efst á síðu     Heim



Vorferð Kveðanda og harmónikkufélagsins í Breiðdal 10. apríl 2010

1. Með hverju á að efla atvinnulífið?

Siglum þjóðarstolti' í strand
og stefnum enn að falli.
Ál í klæðum Ísaland
allt frá fjöru' að fjalli.

2. Kaupir þú enn Morgunblaðið?

Þetta er sama spurning og ég fékk á síðasta Kveðandakvöldi þannig að ég bætti við annarri vísu:

Óskar Mogga inn á hleypti
Oddssyni ritstjórastólinn í.
Íhalds - þann - snepil eg aldrei keypti
og ætla nú síður að byrja á því.

3. Er það tilfellið að hagmæltar konur séu vergjarnar?

Hagmæltar eru þær heilmargar víst
og hringhendu ort geta, grófa.
Hvort vergirni fylgi ég veit allra síst
en vildi það næturlangt prófa.

4. Ert þú örari á fullu tungli en aðra tíma?

Með varúlfum ég fór í för,
á fullt tungl mændi' og gólaði.
Maður var þá mikið ör
og með þeim sprændi' og spólaði.

5. Hvort finnst þér konur meira sexý grannar eða mjúkar?

Aftur sama spurning og síðast. Spyrill kvartaði þá yfir því að ég hefði í raun ekki svarað spurningunni, þannig að ég tók af allan vafa með fjóðru vísunni:

Grönn er kona sexý sjúk
segi ég þér lega.
Jafn er sexý meyja mjúk
met ég svo og vega.

6. Hvað elskar þú mest?

Enn er ég spurður hins sama en nú er munurinn sá að ég sagði mig úr VG í millitíðinni:

Nú er flokkur fyrir bí,
föllin bannar verka.
Sorg ég finn mig ástar í
eins og skítur kverka.

7. Hvernig líkar þér við ölvaðar konur?

Ölvar mig þá ölið
ölvuð gerir fölvuð
kvendi' er kunna' að landa
karli' af öli förlast.
Mjúkar sexý meika,
mála grannar táli.
Veiði vesöl bráðin,
vafin sýnd og gefin.



Efst á síðu     Heim



Kveðandaskemmtun á Mærudögum 23. júlí 2010

Aðspurður hvenær ég finn mest fyrir utanaðkomandi töfrum sný ég því að sjálfsögðu upp á kreppupólitík auðvaldsins því að það er ekki einleikið að það skuli ætla að fá að komast upp með eina heimskreppuna enn:

Auðlindirnar Ísalands
í auðmagnsins kreppufári
auðvaldstittir andskotans
eignast með húð og hári.

Töfraseið með tál og prett
þeir tæla' og veiða þjóðir.
Illa leiðir, ljótir nett,
af lygameiði óðir.

Aðspurður fyrir hvað ég ætti skilið að fá heiðursmerki:

Gæði, fegurð, gáfur með,
greind í fyrsta sæti.
Hógværð, auðmýkt, indælt geð
og ögn af lítillæti.

Takið eftir að ég reyni jafnvel að gæta hófs í lítillætinu.

Úr því að minnst var á heiðursmerki datt mér í hug meðferð útrásarforsetans á fálkaorðunni:

Lá með verki Lon í don,
læst er kverk með þvingu.
Siggi erki- Einarsson
og Ólafsmerki' í bringu.

Þessi mætti líka vera:

Lá með verki Lon í don,
læstur kverkataki.
Siggi erki- Einarsson
með Ólafsmerki' að baki.

Aðspurður hvort ég telji hestaheilsu góða heilsu:

Er við hestaheilsu í ár,
en hún er ekki í lagi:
Hef ég tekið hrossafár
og hósta af öllu tagi.

Með hrossasótt ég hósta' í nótt,
helst um óttuleyti.
Lyfja fljótt og furðuskjótt
firnagnótt ég neyti.

Aðspurður hvenær ég telji vera rismál:

Ekkert rex og ekkert pex
og ekkert sex í horni.
Rismál koma klukkan sex,
klukkan sex að morgni.

Aðspurður hvað ég vilji segja um að samkynhneigðir megi giftast:

Giftast fyrir mega mér
menn sem allir vilja.
En kirkjubrúðkaup ekki er
auðvelt mér að skilja.

Uppákoma ein er sú,
sem eykur sælu Sjafnar.
Konur mega kvongast nú,
þá körlum eru jafnar.


Efst á síðu     Heim



Vísur af moggabloggi í réttri tímaröð

Kreppuvísur nóvember 2008:

Bráðum kemur blessuð kreppan,
Bretar fara að hlakka til.
Allir fá þá endurgreiðslu,
í það minnsta hérumbil.

Hver hún verður veit nú enginn,
varla nema Gordon Brown.
Eitt er víst að IceSave verður
IMF við skilyrt lán.

ISG í ESB nóv 2008:

ISG í ESB,
sá erkifjandi.
Betra hefur farið fé
og flutt úr landi.

Er hátekjuskattur táknrænn? Um Sollu stirðu og Geir hinn ókúgaða í desember 2008:

Enn er Geir hinn ókúgaði
Icesave að fást við hít.
Samfylking í svartnættinu,
Solla í djúpum skít.

Solla stirða er stofuprýði,
stjörnurnar glampar á.
Kvensan leikur við kvurn sinn fingur
með kertin brún og blá.

Krötum er eitthvað órótt líka,
allir brokkandi.
Ilmurinn frá íhaldinu
er svo lokkandi.

Íhaldið í ógnarbasli
á með Davíð sinn.
Fljótur Geiri, finndu snöggvast
far í Evró inn.

Solla er enn í Alþinginu
eitthvað í pólitík.
Indælan skatt hún er að færa
til okkar í táknrænni flík.

Grýlukvæði ið nýja desember 2008:

Davíð hét karlugla
leið og ljót
með brúnleita hönd
og bláan fót.

Í Svartloftum áð'ann
við Engeyjarsund,
var stundum með krullhaus
en stundum hund.

Á krónunni valt það
hvort Dabbi' átti gott
og hvort hann fékk kikk
í sinn pung og sitt plott.

Meðan krónan var sterk
fékk hann Dabbi kvef
og raulaði ófagurt
útrásarstef.

Er krónan hún féll
og Kaupþing með
þá kættist hans Dabba
klikkaða geð.

Yfirlýsingar
hann út um gaf allt
um IMF, ESB,
appelsín, malt.

Solla hin stirða
'ún stjörf horfði á
og forsætisráðherra
var ei kúgaður þá.

Svo var það eitt sinn
um ókomna tíð
að ríkisstjórnin
sagð' af sér um síð.

Og þau voru öll
svo undurblekkt,
illa til höfð
og aðeins hvekkt.

Þá varð hann Dabbi
einn veslings grís
og varð að eta
það sem úti frís.

Nú íslenska alþýðu
þess eins ég bið
að hún losi sig undireins
við þetta andskotans lið.

Hin kapítalíska kreppa kemur aftur og aftur ... (desember 2008):

Þið kannist við bankakreppu,
sú kreppa varð gríðarstór.
Geir vissi' ekki hvaðan hún kom
eða hvort hún fór.

Hún gleypti upp bankana gömlu:
Glitni, Landsbanka, Kaupþing.
Frjáls- var ekki -hyggju hent
né Hólmsteinling.

Skuldirnar hærri en hlutir,
hágengiskrónan kolféll.
Fullveldið riðar til falls
og fær smáskell.

Hún veifaði IMF-vofu
og veinaði ESB-söng
var ýmist á Ice- eða -Save
öll dægrin löng.

Því var það að ríkisstjórn rembdist
að ráðfæra sig Davíð við
um hvernig hún ætti að efla
sitt útrásarlið.

Því kreppan mátti ekki eta
eigendur bankanna víst.
Hún mögnuð var mest upp hjá þeim,
sem máttu við síst.

Íslensk skal alþýðan borga.
Hún er því svo dæmalaust vön.
ASÍ fer ekki' í fýlu
né fýlir grön.

En máski eru mótmæli þögul
sá máttur, sem byggt verður á
þegar reið upp sú alþýða rís,
sem rænd var þá.

Burtu með burgeisastéttir
og bleyður í ríkisstjórn
svo ekki verði enn ein
alþýðufórn.

Í tilefni fréttar um áhyggjur danskra klerka af nýjum átrúnaði á Maríu Magdalenu í desember 2008:

Í kirkjudeildum er klerkaþys,
kristí sögu að laga.
Hræsnisdruslur helvítis
hanga þar á snaga.

Hvatning til Jóhönnu í febrúar 2009 um að reka Davíð:

Datt mér ekki drulla í hug:
Davíð áfram situr.
Vísar Jóku víst á bug,
vondi kallinn bitur.

Hvernig losna skal við skömm?
Skít, sem situr fastur?
Hand- má enga væna, vömm
á villing, sem er hastur.

Rektu kallinn, ráðherra,
rum, sem staðan bola.
Hafðu annars háð verra
en hentistefnurola.

Fyrir dyrum vond er vá:
Vill hann ekki fara.
Látt'ann út af launaskrá,
ljóta strákinn bara.

Stjóra Seðlabanka burt,
breytum vondum lögum:
Skítlegt eðli skal ei kjurt,
sem skömm er þjóðarhögum.

Verði ekki vilji hans,
sem vanur er að ráða.
Látum bara löggufans
leiðan gaur ónáða.

Ef út með góðu ekki fer,
ein er leið úr vanda:
Löggan út hann leiða ber,
líkt og mótmælanda.

Páskavísur 2009 í tilefni landsfundar bankahrunsflokksins:

Krist sinn Davíð íhald vildi kyssa og kjassa.
Varð þá alveg eins og klessa:
Egilsson, hann Villi' í SA.

Krosshanginn er kóngur nú:
Kristur, Davíð sjálfur.
Dýpst er íhalds sælan sú
að sýnast alger álfur.

Uppreis Davíð enn um sinn
íhaldsins á fundi.
Hljóp þá Villa kapp í kinn,
kannski leið sem hundi.

Bankahrunsins- er -flokkur fár,
fína á enga drætti.
Víst er þá Davíð kóngur klár,
kristur með vængjaslætti.

"Nokkrar vísur um bankahrunsflokkinn í apríl 2009:

Þegar FLokkur þæfir mál
þessi verðlaun hlýtur:
Fylgið hrynur, fuðrar bál
þá FLokkur á sig skítur.

Guðlaugur öskraði "eninga"
og ábyrgur Haarde kvað "meninga".
Bjarni tví- Ben. -sté
og Björn sagði "hvaðrske?
Okkar heiður kostar mun meiri peninga!"

Helvítis fokking fokkurinn
færði í kreppu okkur inn.
Andskotans árans FL-okkurinn
atkvæði fær ei nokkur inn

Í tilefni úrsagnar minnar úr VG í mars 2010:

Á Alþingi er ys og þys,
illa lærð hver baga.
Hræsnisdruslur helvítis
hanga þar á snaga.

Stælt eftir gömlum húsgangi

Landsfundur bankahrunsflokksins í maí 2010:

Á landsfundi er líf og fjör,
liðinn er nú vetur.
Allir fá þar endurkjör
og öllum líður betur.

Á því hafð'eg grænan grun
að gengi beint að sæti.
Bjarni sjálfur bankahrun
blés af lítillæti.

Pétur Kaupþings Blöndal bur,
bankahruns í flokki
vill nú formað verða -ur,
víst mun Bjarn'í sjokki.

Spillingin er íhalds ill
og öllu þeir nú flíka.
Fé án hirðis fegið vill
í formannsstólinn líka.

Ætl'eir kannski endi með
upp að vekja drauginn,
sem á mogga situr veð
að safn'í skítahauginn.

Efst á síðu