Björgvin Rúnar Leifsson á stjórnlagaþing


Hér eru upplýsingar um framboð mitt til stjórnlagaþings árið 2010 og þau mál, sem ég hugðist beita mér fyrir, næði ég kjöri.

Ég óska kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á stjórnlagaþing til hamingju.
Megi vegferð sú, er nú er hafin, leiða til betra og umfram allt réttlátara þjóðfélags á Íslandi.

Ég þakka öllum, sem kusu mig á stjórnlagaþingið, veittan stuðning.
Ég fékk 47 atkvæði í 1. sæti og 1276 alls. 163 frambjóðendur duttu út á undan mér.


Þjóðaratkvæði Aðskilnaður ríkis og kirkju Eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar Spurningar og svör Hafa samband

Á stjórnlagaþingi vil ég einkum beita mér fyrir eftirfarandi:
1. Að einfalda framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna á Íslandi og setja inn ákvæði um skyldu stjórnvalda að fara skilyrðislaust eftir niðurstöðu þeirra.
2. Að ákvæði verði sett inn í stjórnarskrá um aðskilnað ríkis og kirkju.
3. Að eignarréttarákvæðið verði endurskoðað með það að markmiði að auðvelda þjóðinni að gera ónýtt/vannýtt framleiðslutæki upptæk án þess að sérstakar greiðslur komi fyrir.
4. Að skerpt verði á frelsisákvæðum stjórnarskrárinnar og þau verði tryggð, svo sem frelsi til tjáningar, skoðana, trúar, stofnunar eða veru í félögum o.s.frv.
5. Að valdsvið forseta Íslands verði skilgreint með nákæmum hætti, þ.m.t. neitunarvald og málskotsréttur.
6. Að stjórnvöldum verði bannað að framselja vald til erlendra aðila, þ.m.t. erlendra ríkja og/eða alþjóðlegra samtaka hvers konar.
7. Að full yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum verði tryggð.
8. Að Ísland verði lýst herlaust land utan hernaðarbandalaga í stjórnarskránni.
9. Að þrískipting valdsins verði tryggð m.a. með því að þjóðin kjósi hæstaréttardómara og ráðherrar afsali sér þingmennsku.
10. Að sett verði inn í stjórnarskrána ákvæði um jafnrétti milli landshluta.

Bakgrunnur minn:
55 ára fjölskyldumaður á Húsavík, á 3 börn og 6 barnabörn.

Nám og störf:
BS próf í líffræði og MS próf í sjávarlíffræði frá Háskóla Íslands ásamt gráðu í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla.
Kennslu- og stjórnunarstörf við Fjölbrautaskólann á Akranesi og Framhaldsskólann á Húsavík (núverandi starf) í 30 ár samtals.
Rannsóknastörf fyrir Náttúrustofu Norðausturlands.

Stjórnmálaskoðanir og starf í stjórnmálahreyfingum:
Kommúnisti, skráður í Rauðan vettvang.
Stofnfélagi í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði en sagði mig úr flokknum 13. mars sl. þegar sett voru lög á verkfall flugvirkja.

Önnur tengsl:
Meðlimur í Heimssýn og Samtökum hernaðarandstæðinga.

Auðkennistala mín í kosningunum til stjórnlagaþingsins var 4943



Fara á brl.is