1976 |
Steve Jobs og Steve Wozniak hanna Apple I og stofna Apple Computer |
1977 |
Apple flytur úr bílskúr foreldra Jobs í byggingu í Cupertino í Kaliforníu Apple logóið hannað AppleII fer í sölu með 4k minni, demo forrit á kassettu og sjónvarpstengingu |
1978 |
Árssalan er 10 milljónir dollara |
1979 |
Fyrsta forritið (VisCalc) fyrir Apple II, hannað af þriðja aðila (Personal Software) kemur á markað |
1980 |
Apple III fer í sölu. Nýtt stýrikerfi, léleg ending. Alger bömmer. Apple býður hlutabréf á almennum markaði |
1981 |
Með tilkomu IBM-PC með MS-DOS stýrikerfinu verða Apple og IBM ráðandi á einkatölvumarkaðinum |
1982 |
Apple II (+, e, c) er mest selda tölvan í heiminum og árssala Apple fer yfir 1 milljarð dollara |
1983 |
Apple Lisa fer í sölu, fyrsta tölvan með myndrænt viðmót. Rándýr, bömmer. John Scully fer frá Pepsi Cola og verður aðalframkvæmdastjóri Apple Apple fer inn á Fortune 500 listann yfir stærstu fyrirtæki heims Apple selur milljónustu Apple II |
1984 |
Fyrsti Makkinn fer í sölu með 128k minni og 3,5" floppy drifi. 512k Mac fer í sölu síðar sama ár. Fyrstu raddir um að Apple sé að fara á hausinn byrja að heyrast úr PC geiranum. |
1985 |
Apple Laserwriter prentarinn fer í sölu. Með myndrænu viðmóti og Adobe PageMaker yfirtekur Apple útgáfuheiminn. Wozniak hættir og stofnar vídeó "hardware" fyrirtæki Apple misreiknar sölu og sýnir í fyrsta skipti 3ja mánaða tap. Fyrirtækið nær sér aftur á strik á 18 mánuðum. Jobs segir upp eftir rifrildi við Scully á stjórnarfundi. Hann stofnar síðan NeXT tölvufyrirtækið. |
1986 |
Mac plus fer í sölu |
1987 |
Mac SE 1/20/3,5" og Mac II 1/40/3,5" fara í sölu. Möguleiki að lesa og skrifa PC forsniðna diska opnast. Apple stofnar dótturfyrirtækið Claris til að sjá um Mac forrit Hypercard forritið (gagnagrunnur, forritunarmál og frumstæð margmiðlun) kemur á markað |
1988 |
AppleCD SC, fyrsta Mac CD-ROM drifið, kemur á markað Mac IIx kemur á markað með fyrsta FDHD drifinu, sem les 400, 800 og 1440 k floppy Mac diska og 720 og 1400k floppy PC diska. Árssalan fer yfir 4 milljarða dollara |
1989 |
Quickdraw tæknin gerir mökkum kleift að sýna hágæðaljósmyndir Macintosh Portable, fyrsta fartölvan, kemur á markað Mac IIci, fyrsta 32 bita tölvan, kemur á markað Árssalan fer yfir 5200 milljón dollara |
1990 |
Michael Spindler verður aðalsölustjóri Apple og lækkar verð á Apple vörum vegna vaxandi samkeppni við PC samhæfðar tölvur. Mac Classic, LC og IIsi eru ódýrustu Makkarnir á boðstólum. Árssalan fer yfir 5500 milljón dollara |
1991 |
System 7 kemur á markað Quicktime tæknin gerir mökkum kleift að spila vídeómyndir Apple, IBM og Motorola tilkynna um samstarf um hönnun nýrrar tölvu byggðri á PowerPC RISC örgjörvum. Fleiri makkar líta dagsins ljós í einu en nokkru sinni áður: Classic II, tvær Quadra og þrjár PowerBook fartölvur. |
1992 |
Fjórar milljónir manna nota System 7 Apple Performa eru fyrstu makkarnir hannaðir sérstaklega til heimabrúks |
1993 |
Apple selur 10 milljónasta Makkann Fleiri makkar líta dagsins ljós í einu en nokkru sinni áður: LCIII, Centris 610 og 650, Quadra 800 og PowerBook 165c. Apple kynnir fyrstu frumgerðina af PowerMac með 60 MHz powerPC 601 örgjörva. Vélin keyrir á System 7 Spindler verður aðalframkvæmdastjóri Apple en Scully verður forstjóri Spindler auglýsir mikinn niðurskurð og endurskipulagningu til að auka hagnað Apple kynnir lófatölvuna MessagePad, sem notar Newton OS stýrikerfið Scully segir upp Sölu á Apple II hætt. Yfir 5 milljónir seldar á 17 árum |
1994 |
PowerMac 6100/60, 7100/66 og 8100/80 fara í sölu Mikil eftirspurn er eftir mökkum en Apple sýnir ekki mikinn hagnað og virðist eiga í erfiðleikum með að keppa við ódýrar PC tölvur System 7.5 bætir nýjum eiginleikum við makkann Performa 630 er síðasti makkinn með Motorola 68xxx örgjörva en selst gríðarlega og er mest selda tölvan í Bretlandi fyrir jólin 1995. Apple tilkynnir að það muni leyfa öðrum fyrirtækjum að framleiða tölvur, sem nota Mac stýrikerfið Apple, IBM og Motorola tilkynna hugmyndir um hönnun PowerPC Platform, tölvu á lágu verði, byggðri úr stöðluðu tölvuslátri en ekki Apple-Makka slátri Power Computing verður fyrsta fyrirtækið til að fá leyfi til að hanna makkaeftirlíkingar |
1995 |
Sala á Powermökkum fer yfir 1 milljón stk. DayStar tilkynnir hugmyndir um GenesisMP, Mac-samhæfða tölvu, sem keyrir á mörgum samsíða örgjörvum PowerMac 9500/120 er hraðvirkasta Apple tölvan frá upphafi. Þessi mikla aukning á örgjörvahraða opnar nýja markaði í vídeóiðnaðinum. PowerPC örgjörvinn fer inn í Performa 5200 og 6200 PowerPC örgjörvinn fer inn í PowerBook 5300 fartölvuna en vélin fær ekki góðar viðtökur. Sölu á fyrstu powermökkunum hætt en nýir, 7500 og 8500, kynntir í staðinn |
1996 |
Apple sýnir Mac OS á PowerPC Platform Apple tilkynnir um mikið tap eða 740 milljónir dollara á þremur mánuðum eftir miklar verðlækkanir og lélegar söluspár. 1300 starfsmönnum sagt upp. Samt hefur eftirspurnin eftir mökkum aldrei verið meiri. Raddir úr PC heiminum um yfirvofandi dauða Apple hafa aldrei verið hærri. Spindler hættir og Gil Amalio tekur við Motorola fær leyfi til að nota Mac OS og getur endurleigt það öðrum IBM endurleigir Mac OS frá Motorola Apple Europe hannar nýjar Performa vélar, sérhannaðar til sérstakra þarfa viðskiptavina. Apple US sýnir þessu ekki áhuga og á eftir að sjá eftir því áður en árið er liðið. Apple tilkynnir að það ætli að kaupa NeXT stýrikerfi Steve Jobs og nota það sem grunn fyrir stýrikerfi makka. Jobs á að verða eins konar ráðgjafi hjá Apple. |
1997 |
Apple hefur undirbúning að Rhapsody, sem á að taka við af Mac OS Apple tilkynnir um 120 milljón dollara tap vegna lélegrar sölu Performa í USA. Á meðan seljast Makkar í Evrópu sem aldrei fyrr eða 50% aukning á 3 mánuðum. Ný PowerMac lína, G3, byggð á hugmyndum Apple Europe, skiptir út eldri Powermökkum Mac OS 8 fer í sölu í júlí Microsoft kaupir hlut í Apple og fær aðgang að Quicktime hugbúnaðinum. Um jólin er ekki þverfótað á vef Apple fyrir Windows notendum. |
1998 |
Amalio hættir, Jobs tekur við. Jobs endurhannar gersamlega útlit makkans með iMac (jafnvel flottari að aftan en PC að framan). Framleiðendur jaðartækja byrja að hanna USB vörur fyrir makka, svo sem súperdrifið, sem les og skrifar Mac floppy, PC floppy og 120 megabæta 3,5" floppy. Apple afturkallar öll leyfi til framleiðslu eftirlíkinga. Apple tilkynnir FireWire tæknina. Nú er hægt að raðtengja allt að 63 jaðartæki! Hraðinn er miklu meiri en á Etherneti Microsoft þvingar Apple til að láta Internet Explorer vera "default" vafra í innsetningu Mac OS, að öðrum kosti hætti Microsoft að selja Office fyrir Mac. Apple sýnir hagnað í lok ársins eftir metsölu iMac. Engin tölva hefur selst jafn vel í heiminum áður. Rétt er að taka fram að töpin á árunum 1996 og 1997 fóru aldrei yfir 1% af veltu. |
1999 |
Á meðan PC heimurinn er móðursjúkur vegna 2000-vandans hafa Apple notendur ekki áhyggjur. Mac OS 9 kemur á markað G4 línan kemur á markað. |
2000 |
Apple tilkynnir um frestun Mac OS X fram á næsta ár. Office 2001 kemur út fyrir makka. Microsoft og fleiri framleiðendur forrita eru að endurskrifa sín forrit fyrir Mac OS X. Apple tilkynnir að geisladiskabrennari verði innbyggður í nýja makka á næsta ári. Steve Jobs tilkynnir um tap hjá Apple á síðasta ársfjórðungi 2000. Reyndar virðist vera samdráttur í tölvuiðnaðinum í heiminum og hafa m.a. Dell og Gateway sent frá sér afkomuviðvörun. Yfirvofandi dauði Apple er þó enn handan við hornið í PC heiminum og er nú búinn að vera það í 16 ár. |
2001 |
Fyrstu Powermakkarnir með innbyggðum CD og DVD brennara koma á markað í janúar. Mac OS X kemur á markað í mars. PowerBook G4 Titan fartölvan kemur á markað um mitt ár. Office 2001 og VirtualPC fyrir Mac OS X koma út í lok ársins. |
2002 |
Apple kynnir nýjan iMac á Apple Expo í jánúar: 800 Mhz G4 örgjörvi, 256 mb minni, 60 gb diskur, innbyggður CD/DVD brennari, 5 USB tengi, FireWire tengi, 15 tommu flatskjár og fleira góðgæti. Hönnunin er stórkostleg, vélin er eins og borðlampi í lögun, tölvan í lampafætinum og hægt að stilla skjáinn með einum fingri. PC-tölvur með firewire tengi koma loksins á markað - eftir að tæknin hefur verið til staðar í Apple tölvum í 4 ár. Apple sýnir aftur mikinn hagnað með tilkomu nýju iMac línunnar. |
2003 |
G5 tölvurnar koma á markað í ágúst og Panther, Mac OS X 10.3, í október. Skv. Apple er G5 línan fyrstu 64 bita einmenningstölvurnar með 1 gígaríðs kerfisbraut. Þetta táknar m.a. að þær geta rofið 8 gígabæta minnismúrinn. |
2004 |
Makkinn 20 ára þann 24. janúar Apple greiddi upp eftirstöðvar skulda fyrirtækisins í febrúar, samtals um 300 milljón dollara. Það er vel við hæfi að Apple verði skuldlaust á 20 ára afmæli "Apple-er-að-fara-á-hausinn" grátkórsins í wintel heiminum. iMac G5 kemur á markað. Tölvan er í skjánum (eða skjárinn framan á tölvunni). Flott hönnun en varla þó eins glæsileg og hálfkúlan. Hlutabréf í Apple rjúka upp í lok ársins. |
2005 |
Mac Mini kemur á markað. Ódýr, lítil G4 vél, stærð 16,5*16,5*5 cm. Tilvalin fyrir wintel notendur, sem vilja skipta. Steve Jobs tilkynnir að Apple muni nota örgjörva frá Intel frá næstu áramótum. Yfir ein milljón Makka seld á 3. ársfjórðungi sem er tæp 50% aukning milli ára. Tiger, Mac OS X 10.4, kemur á markað í apríl. |
2006 |
Fyrstu Intel Makkarnir, iMac, MacBook Pro fartölva og Mac mini, koma á markað í ársbyrjun. Skv. Apple er nýi iMakkinn u.þ.b. tvisvar sinnum hraðvirkari en öflugasti PowerPC iMakkinn og nýja fartölvan u.þ.b. fjórum sinnum hraðvirkari en öflugasta PowerBook fartölvan. Apple tilkynnir Bootcamp, tæki til að setja upp Windows á Mac-Intel vélum. Frá og með Mac OS X 10.5 mun verða hægt að velja á milli stýrikerfa og í framtíðinni mun jafnvel verða hægt að fara á milli stýrikerfa án þess að endurræsa tölvuna! |
2007 |
iPhone, snjallsími með internettengingu og margmiðlun, kemur á markað í byrjun ársins. Leopard, Mac OS X 10.5, kemur á markað í október. Hér er boðið upp á nýjan valkost í Finder gluggum, svo kallað "cover flow" svipað og í iTunes. Enn fremur er Tímavélin (Time Machine) kynnt til leiks, en hún tekur afrit af harða diskinum yfir á annan disk og afritar svo allar breytingar, sem á honum verða með stuttu millibili. Þannig má t.d. ná í eldri afrit af skjölum án síðari breytinga. Með Leopard hvarf stuðningurinn við gömlu stýrikerfin (klassíska umhverfið). |
2008 |
MacBook Air, þynnsta fartölva í heimi, kemur á markað í byrjun ársins. |
2009 |
Snow Leopard, Mac OS X 10.6, kemur á markað í júní. Þetta er fyrsta stýrikerfið frá Apple frá og með System 7.1.2, sem ekki styður PowerPC örgjörvann. |
2010 |
iPad, eins konar millistig milli snjallsíma og fartölvu, kemur á markað í apríl. |
2011 |
Apple byrjar árið illa með því að iPhone hættir að vekja notendur á morgnana vegna galla í stýrikerfishugbúnaði. Apple kynnir iCloud, sem er netþjónusta frá Apple sem auðveldar fólki að samkeyra gögn á milli tölva og síma. Þjónustan samkeyrir gögn sjálfkrafa á milli iPad, iPhone, iPod touch, Mac eða PC. Mac OS X 10.7, Lion, kemur á markað í júlí. Með Lion er stuðningi við forrit, sem eru hönnuð fyrir PowerPC örgjörvann, hætt, allt of snemma að margra mati. Enn fremur, skv. Apple, á kerfið eingöngu að virka á Intel Core 2 Duo örgjörvanum (eða betri örgjörva) en ekki t.d. Intel Core Duo. Það er hins vegar hægt að fá það til að virka á Intel Core Duo einfaldlega með því að eyða ákveðinni plist skrá. Þetta þýðir að Apple vill hindra að kerfið sé keyrt á öðrum vélum en 64 bita, ekki af því að það geti það ekki, heldur af því að þeir vilja það ekki! Ekki fallega gert. Í lok júlí á Apple meira ráðstöfunarfé í sjóðum sínum en bandaríska alríkið. "Apple-er-að-fara-á-hausinn" grátkórinn er löngu þagnaður. Steve Jobs tilkynnir í ágúst að hann sé hættur sem forstjóri vegna veikinda (hefur glímt við krabbamein í brisi í 10 ár) en muni halda áfram sem stjórnarformaður. Hlutabréf í Apple falla um 7% í kjölfarið í kreppumóðursýkinni. Steve Jobs andast 6. október. Í Kastljósi í RÚV sama kvöld sagði Steingrímur Árnason, fyrrum þróunarstjóri Apple á Íslandi að merkilegasta uppfinning hans og Apple frá upphafi hafi verið Makkinn 1984, fyrsta einkatölvan með myndrænum og þar með notendavænum notendaskilum. Ég er sammála. |
2012 |
Þriðja kynslóð iPad kemur á markað í mars og um leið kynnir Apple iLife fyrir iPad OS X Mountain Lion kemur á markað í júlí. Nú heitir kerfið bara OS X en ekki Mac OS X og er nú eingöngu fáanlegt gegnum Mac App Store á netinu. Apple ákveður að greiða hlutföfum arð í fyrsta skipti í 17 ár. Kona klífur Mount Everest m.a. vopnuð iPad og iPhone FileMaker 12 kemur á markað fyrir iPad, iPhone, Mac, Windows og vefinn. |
2013 |
Apple selur um 5% af nýjum einkatölvum í heiminum en fær 45% af gróðanum vegna þess að sala Windows véla deilist á svo marga framleiðendur. iOS 7 fyrir iPad og iPhone kemur á markað í september iPhone 5c kemur á markað í september. Þessi útgáfa var auglýst sem eins konar "lite" og þar með ódýrari útgáfa af iPhone. Miðað við verðið í Evrópu og þó sérstaklega á Íslandi er þó varla hægt að segja að kynningin standi undir væntingum. OS X 10.9 Mavericks kemur út 22. október. Þetta er fyrsta stóra uppfærsla á OS X, sem ekki er kennt við einn stóru kattanna, enda Apple uppiskroppa með nöfn þeirra. Ég hefði talið við hæfi að kalla þessa útgáfu einfaldlega Felis. Þetta er enn fremur fyrsta stóra uppfærsla á OS X, sem Apple gefur en selur ekki. Uppfærslan er kennd við vinsælan brimbrettastað í Kaliforníu. Með síðasta dómi hefur Samsung nú verið dæmt til að greiða Apple samtals næstum 1 milljarð bandaríkjadala (u.þ.b. 118 milljarða íkr) fyrir að nota ýmsa iPad og iPhone eiginleika í tækjum sínum. |
2014 |
Makkinn 30 ára í ár. iOS 8 kemur á markað. Nokkuð hægvirkt fyrir elstu pöddur og nánast ónothæft fyrir iPhone 4. Minnisfrekt, tæmir batterí á svipstundu og uppfærslan þarf svo mikið minnispláss til að uppfæra t.d. 4S að það þarf nánast að tæma hann á meðan. OS X 10, Yosemite, kemur á markað, ókeypis eins og Mavericks. Margir kvarta yfir hægari vinnslu á eldri vélum þrátt fyrir yfirdrifið nóg minni. Þetta er uppfærsla, sem líklega borgar sig að innsetja með "clean install". |
2015 |
Apple tilkynnir um methagnað á síðasta ári og er nú verðmætasta fyrirtæki heims OS X 10.10, Yosemite, sem kom á markað í október á síðasta ári, gerir sumum notendum enn lífið leitt og hafa sumir, þ.m.t. undirritaður, bakkað í Mavericks eftir að "clean install" dugði ekki til að losna við vægast sagt hvimleiða galla. Sem dæmi má nefna óútskýrð "logout", sumir leikir verða óspilandi eftir nokkrar mínútur vegna hægvirkni og vandamála með séríslenska stafi í Mail frá sumum en ekki öllum sendendum. Útgáfa 10.10.1 lagaði ekkert af ofangreindu. Þetta er í fyrsta sinn sem ný aðalútgáfa OS X bætir ekki tölvuna eða tölvuvinnsluna. OS X 10.11, El Capitan, kemur á markað í september, ókeypis eins og síðustu útgáfur stýrikerfisins. Þetta virðist vera útgáfa, sem sníðir ýmsa hnökra af Yosemite frekar en mjög breytt útgáfa, enda er El Capitan jarðfræðilegt fyrirbæri í Yosemite þjóðgarðinum. Apple er enn verðmætasta fyrirtæki heims - en er uppvíst að því að fela hluta hagnaðarins í skattaskjólum erlendis eða alls um 181 milljarð dollara. Apple er dæmt til að greiða Wisconsin-háskóla 234 milljónir bandaríkjadala, andvirði tæplega 30 milljarða íslenskra króna, í skaðabætur fyrir að nota örflögutækni í nýrri snjalltæki sín, sem þróuð var í skólanum og hann fékk einkaleyfi fyrir. |
2016 |
Eigendur iPhone 6 eru ekki kátir með nýjustu uppfærlsu iOS, sem gerir símana ónothæfa (error 53) ef gert er við þá á verkstæði, sem Apple samþykkir ekki. FBI krefst þess að fá bakdyraaðgang að snjalltækjum Apple og þar með geta njósnað um hvern sem er. apple berst gegn þessu og ætlar með málið fyrir hæstarétt Bandaríkjanna ef þörf krefur. Vinni FBI málið munu þeir ekki linna látum fyrr en þeir hafa þenna aðgang að öllum snjalltækjum, svo sem android o.s.frv. Hafin er undirskriftasöfnun á netinu gegn þeirri stefnu Apple að allar uppfærslur á iOS hægja á öllum tækjum nema þeim nýjustu: "Apple has been sabotaging devices for years with software "upgrades" that slow every iPhone and iPad except the very latest model. It's a strategy called planned obsolescence, and its one of the ways that Apple and other gadget makers are getting so filthy rich while the planet and everyone else pays. iOS 10 will be released in just a few months time. Anyone with a perfectly functional iPhone or iPad bought two years ago would do well to ignore the prompts to "Install Now". But Apple will be pushing upgrade notices to millions of those customers anyway, because every frustrated user with a sluggish device is another sales prospect. The iPhone 7 is also expected in September -- but tech journalists are already hyping up the iPhone they expect after that one. It's bananas! But Apple -- the most valuable company in the world -- could easily extend the life of older devices. The company simply has to stop aggressively pushing software "upgrades" to devices which will become significantly slower as a result. And "downgrades" need to be possible without computer hacking skills, so iPhone and iPad users can always get back to the way things were before if needed." OS X 10.12, Sierra kemur á markað síðla árs. Gengur á iMac frá seinni hluta 2009 en ekki eldri tölvur. |
2017 |
OS X 10.13, High Sierra kemur á markað í september Apple viðurkennir að hafa vísvitandi hægt á snjalltækjum (iOS) sínum með lélegri rafhlöðuendingu en býður viðskiptavinum að kaupa nýjar rafhlöður á næsta ári. Nær væri að skipta þeim út frítt. |
2018 |
OS X 10.14, Mojave, kemur á markað í september iOS 12 kemur á markað um svipað leyti og virðist ekki hægja á iPhone SE amk. Etv. hefur Apple látið sér segjast. Í lok ársins er Apple ekki lengur verðmætasta fyrirtæki heims. Microsoft hefur tekið fram úr. |
2019 |
Apple sendir frá sér afkomuviðvörun í byrjun árs vegna snarminnkandi sölu á snalltækjum í Kína. MacOS 10.15, Catalina, kemur á markað um haustið. Með því er stuðningi við 32 bita forrit hætt. |
2020 |
Apple nær aftur fyrri stöðu sem verðmætasta fyrirtæki heims í júlí. iOS 14 kemur á markað um haustið. MacOS 11, Big Sur, kemur á markað í nóvember. Apple segir að þetta sé svo stór uppfærsla með svo miklum útlitsbreytingum að það réttlæti breytinguna úr 10 í 11, 19 árum eftir að X-ið kom á markað. Að mati síðuhaldara er það orðum aukið. Kerfið er hins vegar nauðsynlegt fyrir nýjustu Apple tölvurnar, sem keyra á nýjum örgjörva, Apple M1. Þetta er fyrsta kynslóðin með nýja Apple M1 örgjörvanum. Með honum geta þær afkastað rúmlega tvöfalt á við fyrri gerðir (með Intel örgjörva) en bjóða samt upp á enn betri rafhlöðuendingu. |
2021 |
iOS 14.5 gerir iOS notendum kleift að loka fyrir njósnastarfsemi forrita á borð við Facebook og Instagram, hafa hingað til getað fylgst með ferðum notenda um hin aðskiljanlegustu öpp í snjalltækjunum og selt upplýsingarnar til auglýsenda. Talið er að um 80% notenda muni nýta sér þetta. Herra Sykurfjall er ekki ánægður. MacOS 12, Monterey, kemur á markað í nóvember. |
2022 |
Saudi-arabískt olíufyrirtæki tekur fram úr Apple sem verðmætasta fyrirtæki heims. Umhugsunarvert á tímum hnattrænnar hlýnunar. Apple tilkynnir að framleiðslu á iPod verði hætt, enda iPhone löngu tekinn yfir. Mac OS Ventura 13.0 kemur á markað í október |
2023 |
Forstjóri Apple sækir um og fær 40 þúsund dollara launalækkun í byrjun ársins |
1. Apple var fyrst með 3,5" floppy diska fyrir einkatölvur (Apple IIc og e) og fyrst með innbyggt 3,5" floppy drif (Mac)
2. Apple var fyrst með harða diska fyrir einkatölvur (Apple IIc og e) og fyrst með innbyggða harða diska (Mac)
3. Apple bauð fyrst tölvufyrirtækja upp á tölvutengingar gegnum módem (Apple IIc og e) og var fyrst með innbyggða netvinnslu (Mac)
4. Apple var fyrst með myndræna framsetningu forrits (MousePaint) sem var að öllu leyti stjórnað með mús (Apple IIc og e)
5. Apple var fyrst með myndræna framsetningu stýrikerfis í Apple IIgs. Fyrsti þrívíddarleikurinn (3D shoot them up), Wolfenstein, var hannaður fyrir IIgs.
[6. Yfir 40 milljón makkar hafa verið seldir í heiminum.
7. Nýr makki er seldur 9. hverja sekúndu.
8. Yfir 15000 forrit eru til fyrir makkann.
9. Yfir 2000 forrit eru eingöngu til fyrir makkann.
10. 80% tölva í útgáfu-, auglýsinga-, hönnunar- og prentiðnaði eru makkar.
11. 60% tölva í tónlistariðnaði eru makkar.
12. 54% þróunar margmiðlunarforrita fer fram á makka.
13. 30% tölva í kvikmynda- og myndbandaiðnaði eru makkar.
14. Mac forritið ElectricImage er leiðandi í effektum í kvikmynda- og myndbandaiðnaði. Dæmi um kvikmyndir eru Star Trek: First Contact, 101 Dalmatians, Mission Impossible, Batman Forever, endurgerð Star Wars myndanna og nýjasta Star Wars myndin.
15. 25% netvafurs (web browsing) fer fram á Makka.
16. Meira en helmingur allra Makka hefur internetaðgang.
17. Einn af hverjum fimm internetþjónum er makki.
18. 64% allra vefhönnuða nota makka.
19. 41% allrar myndvinnslu fyrir vefinn fer fram á makka].
20. Macintosh heitir eftir ákveðnu eplisafbrigði.
21. Makkinn var fyrst einkatölva sem gat sýnt ljósmyndir í milljónum lita.
22. Makkinn var fyrst einkatölva með innbyggt CD-ROM drif.
23. Makkinn var fyrst einkatölva sem gat sýnt vídeómyndir.
24. Mac stýrikerfið fékk ekki formlegt nafn fyrr en 1994 (Mac OS). Áður var það einfaldlega kallað "system x"
[25. Markaðshlutdeild makkans er um 9%, hlutdeild makkaforrita um 12%.
26. Microsoft Office er mest selda forritið fyrir Makka.
27. Makkinn getur keyrt á Unix/Linux stýrikerfinu og BE OS fyrir utan Mac OS.
28. Makkinn getur hermt eftir yfir 30 stýrikerfum og leikjatölvum. Þegar PowerMac ræsir 68xxx forrit er hann í raun og veru að herma eftir 68xxx örgjörva. Til er meira að segja Mac hermir fyrir makka (vMac), sem hermir eftir 68000 og keyrir System 6.x.x. Mac OS X hermir bæði eftir Mac OS 9.x og 68xxx.]
29. Evruseðlar voru hannaðir á makka.
30. Til eru 35-40 úreltar og óvirkar makkaveirur frá tímum elstu stýrikerfa Makkans en fleiri tugir þúsunda virkra PC veira. Engin veira er enn þekkt á OS X.
[31. Mac OS er til í yfir 35 tungumálum.
32. Um 70 milljónir manna nota makka].
[33. RISC örgjörvar eins og PowerPC hleypa fáum, stórum skipunum í gegnum sig á sama tíma og CISC örgjörvar eins og Intel hleypa mörgum smáum í gegnum sig. Þetta þýðir að t.d. 500 MHz RISC er um helmingi hraðvirkari en 500 MHz CISC og þarf heldur ekki eins mikla kælingu (t.d. er engin vifta í 450 MHz PowerPC G4 Cube)]. ATH.: Þessar upplýsingar eiga ekki lengur við. Intel vann örgjörvastríðið 2006.
34. G4 vélarnar eru skilgreindar sem hernaðartæki af amerískum stjórnvöldum og því má Apple ekki selja þær til ákveðinna ríkja.
35. Af öryggisástæðum (tölvuinnbrot erfiðari, færri vírusar) hafa ýmsar bandarískar alríkisstofnanir skipt úr PC yfir í Mac. Hvíta Húsið skipti út pc tölvum fyrir G5 á árinu 2003.
36. Mac getur auðveldlega tengst PC neti.
37. Apple er fyrst til að hafa innbyggðan CD/DVD brennara í tölvum sínum.
38. Pixar er dótturfyrirtæki Apple.
39. Óskarinn fyrir myndræna effekta (visual effects) fór 7 ár í röð til mynda, þar sem forritið Shake frá Apple hefur verið notað, 7. árið til Lord of the Rings: Return of the King.