Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
1973 | A Nice Pair | Tvöfalt albúm, inniheldur tvær fyrstu stúdíóplöturnar: | 1 | 1967 | The Piper at the Gates of Dawn |
2 | 1968 | A Saucerful of Secrets | |
3 | 1969 | More | Original Motion Picture Soundtrack |
4 | 1969 | Ummagumma | Tvöfalt albúm, tónleika- og stúdíóplata | 5 | 1970 | Atom Heart Mother |
6 | 1970 | The Best of Pink Floyd | Safnplata að hluta |
7 | 1971 | Relics | Safnplata að hluta |
8 | 1971 | Meddle | |
9 | 1972 | Obscured by Clouds | Lög úr kvikmyndinni La Vallée |
10 | 1972 | Live at Pompei | |
11 | 1973 | Dark Side of the Moon | |
12 | 1974 | Masters of Rock | Safnplata að hluta |
13 | 1975 | Wish You were here | Vínill og diskur |
14 | 1977 | Animals | |
15 | 1979 | The Wall | |
16 | 1981 | A Collection of Great Dance Songs | Safnplata |
17 | 1983 | Works | Safnplata að hluta |
18 | 1983 | The Final Cut - A Requiem for the post War Dream | |
19 | 1987 | A Momentary Lapse of Reason | |
20 | 1988 | Delicate Sound of Thunder | Tónleikaplata |
21 | 1994 | The Division Bell | Diskur |
22 | 1994 | p.u.l.s.e. | Tónleikarnir í Earl's Court (VHS) | 23 | 1994 | London 66-67 | Diskur |
24 | 2000 | Is There Anybody Out There? | Tónleikadiskur frá The Wall tónleikunum 1980-1981 |
25 | 2001 | Echoes | Safndiskur |
26 | 2003 | Dark Side of the Moon | Afmælisútgáfa |
27 | 2004 | Live Anthology | Sýnishorn frá ýmsum tónleikum Pink Floyd frá 1967 til 1980 |
28 | 2006 | P.U.L.S.E. | Tónleikarnir í Earl's Court 1994 endurútgefnir á DVD |
29 | 2007 | The Piper at the Gates of Dawn | Afmælisútgáfa |
30 | 2009 | Shine On | Eftir Delicate Sound of Thunder tónleikunum frá 1988 | 31 | 2011 | Wish You Were Here - Experience Edition | Endurhljóðblönduð útgáfa með áður óútgefnu efni |
32 | 2011 | A Foot in the Door - The Best of Pink Floyd | Safndiskur |
33 | 2014 | The Division Bell | Afmælisútgáfa á vinyl |
34 | 2014 | The Endless River | Deluxe útgáfan |
35 | 2016 | Cambridge St/ation | Diskur nr. 1 úr safninu The early years 1965-1967 |
36 | 2016 | Cre/ation | Brot af því besta á The early years 1965-1967 |
Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
37 | 1970 | The Madcap Laughs | Barrett |
38 | 1970 | Barrett | Barrett |
39 | 1970 | Music From the Body | Waters & Ron Geesin |
40 | 1978 | David Gilmour | Gilmour |
41 | 1978 | Wet Dream | Wright |
42 | 1981 | Nick Mason's Fictitious Sports | Útg. Mason |
43 | 1984 | About Face | Gilmour |
44 | 1984 | Identity | Wright og Dave Harris í dúettinum Zee |
45 | 1984 | The Pros and Cons of Hitchhiking | Waters |
46 | 1985 | Profiles | Mason & Rick Fenn |
47 | 1987 | Radio Kaos | Waters |
48 | 1988 | Opel | Barrett eftir eldri upptökum |
49 | 1992 | Amused to Death | Waters |
50 | 1996 | Broken China | Wright |
51 | 2000 | In the Flesh | Waters á tónleikum |
52 | 2002 | David Gilmour in Concert | Gilmour á að mestu órafmögnuðum tónleikum |
53 | 2002 | Flickering Flame | Waters |
54 | 2005 | ÇA IRA | Waters |
55 | 2006 | On An Island | Gilmour |
56 | 2007 | Remember that Night | Gilmour á tónleikum |
57 | 2010 | Metallic Spheres | Gilmour með The Orb |
58 | 2015 | Rattle That Lock | Gilmour |
59 | 2017 | Is This the Life We Really Want? | Waters |
60 | 2017 | Live at Pompei | Gilmor á tónleikum |
61 | 2018 | Unattended Luggage | Ofangreindar plötur Masons ásamt "White of the Eye" |
62 | 2020 | Yes I Have Ghosts | Gilmour ásamt dóttur sinni Romany (Von Trapped series) |
Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
63 | 2005 | PF á Life8 í London | |
64 | 2011 | Brot úr The Wall tónleikum Roger Waters | Gilmour í "Comfortably Numb", Gilmour og Mason í "Outside the Wall" |
Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
65 | 1969 | Moonhead | Samið fyrir BBC, sem spilaði það milli útsendinga frá lendingu Appolló 11. á tunglinu 1969 |
66 | 2004 | Leaving Beirut/To Kill the Child | Þessi lög eftir Waters voru eingöngu gefin út saman á netinu sem eins konar rafræn smáskífa án titils. |
67 | 2020 | Hey Hey Rise Up | Með úkraínska söngvaranum Andriy Khlyvnyuk í hljómsveitinni Boombox. |
Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
68 | 1968 | The Committee | PF & Arthur Brown |
69 | 1969 | More | Kvikmyndin |
70 | 1970 | Zabriskie Point | Lög úr samnefndri kvikmynd, PF eiga 3 lög |
71 | 1970 | Zabriskie Point | Kvikmyndin |
72 | 1972 | La Vallée | Obscured by Clouds kvikmyndin |
73 | 1982 | The Wall | Kvikmyndin á DVD |
74 | 1986 | When The Wind Blows | Waters o.fl. |
75 | 1992 | La Carrera Panamericana | Gilmour og Mason í kappakstrinum 1991 |
76 | 1995 | The Colors of Infinity | Tónlist eftir Gilmour við samnefnda mynd |
77 | 2007 | Hello (I Love You) | Lag eftir Waters úr kvikmyndinni The Last Mimzy |
Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
78 | 199? | The Early Singles | Tekinn eftir safndiski frá 1992, sem fylgdi sem bónus diskur með Shine On diskunum en þar voru 7 eldri plötur endurútgefnar. |
79 | 199? | Life in Venice | Tónleikar 1989 |
80 | 1991 | Atom Heart Mother | Tónleikaupptaka ásamt fleiri lögum líklega eftir eldri upptökum frá Live in London 1971. Hér er lagið If eftir Waters flutt á tónleikum líklega í þetta eina skipti. |
81 | 1999 | Live in Amsterdam | Tónleikar 1969 |
82 | 2002 | Reincarnations of Mutant Pigfidelity | Eftir Live at the Rainbow 1972 og Live Madison Square Garden, New York 2.7.1977. Á fyrri tónleikunum eru flutt lög af Dark Side of the Moon ÁÐUR en platan kom út. |
83 | 2006 | Pink Floyd: The Complete Zabriskie Point Sessions | Ýmsar prufutökur |
84 | 2011 | 370 Roman Yards - The Lost Zabriskie Point Album | Hér eru nánast öll lögin, sem hljómsveitin samdi fyrir Zabriskie Point en voru aldrei notuð |
Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
85 | 200? | ÓTG/RÚV | Þættir Ólafs Teits Guðnasonar á RÚV |
86 | 2013 | BRL/ÚH | Þættir mínir á Útvarp Húsavík fm 103 |
87 | 2020 | Pink Floyd episodes | Þættir mínir frá 2013 endurfluttir lítt breyttir á ensku á Bar Pancho, Castanheira de Pêra, Portugal |
88 | 2021 | More Pink Floyd | Nýir þættir á ensku fluttir á sama stað |
Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
89 | 1971 | Money | Roger Waters |
90 | 1978 | Comfortable Numb | David Gilmour |
Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
91 | 2004 | An All Star Lineup Performing The Songs Of Pink Floyd | DVD |
92 | 2005 | Back Against The Wall | CD |
Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
93 | 1969 | Vísitölufjölskyldan | The Gnome (Barrett, Pétur Bjarnason) af plötu Facon frá Bíldudal |
Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
94 | 1964 | You're the Reason Why | Lag eftir Wright í flutningi Adam, Mike & Tim á B-hlið 45 snúninga plötunnar Little Baby |
Númer | Útgáfuár | Titill | Skýringar |
95 | 1981 | Pink Floyd. The Illustrated Discography | Bók |
96 | 1988 | Pink Floyd. A Visual Documentary | Bók |
97 | 2002 | Pink Floyd - VHS legends | Heimildaþættir í 5 hlutum |
98 | 2004 | Inside Out - a personal history of Pink Floyd | Bók eftir Nick Mason |
99 | 2004 | Inside Pink Floyd - A critical review 1975-1996 | DVD |
100 | 2005/6 | The Pink Floyd and Syd Barrett Story | DVD 2005 og 2006, tvær útgáfur. |
101 | 2007? | Pink Floyd Retrospectives 1967-1974 og 1975-1996 | DVD |
102 | 2008 | The Early Pink Floyd - A review and critique | DVD |
103 | 2014 | Upphafsár Pink Floyd og ný viðtöl við Mason og Gilmour | Timaritið Mojo 253, desember 2014 |
104 | 2015 | Coming Back to Life (viðtal við Gilmour) | Timaritið Uncut, september 2015 |
105 | 2015 | The Guitar Interview (viðtal við Gilmour) | Timaritið Guitarist, blað 399, október 2015 |
106 | 2015 | Mind over matter - the images of Pink Floyd | Storm Thorgerson & Peter Curzon |
107 | 2016 | The Complete Pink Floyd | The ultimate reference eftir Glenn Povey |
108 | 2019 | Echoes 1965-1973 | Mojo: The Collectors' Series |
Uppruni: Clive Metcalfe (bassi) og Keith Noble (söngur) stofna skólahljómsveitina Sigma 6 í The London School of Polytechnics haustið 1962 og fá til liðs við sig Roger Waters (gítar), Nick Mason
(trommur), Richard Wright (hljómborð), Sheila Noble (söngur) og Juliette Gale (söngur). Þau fengu Ken Chapman til liðs við sig sem lagahöfund og umboðsmann og hann kynnti þau m.a. sem The Architectural Abdabs þennan vetur.
Strax næsta haust hættu Clive og Keith (til að reyna fyrir sér sem dúett). Sheila hætti líka og Juliette sömuleiðis en hún giftist síðar Wright. Afgangurinn af hljómsveitinni, þ.e. Roger, Rick og Mason, fá til liðs við sig Mike nokkurn Leonard, sem m.a. hefur það sér til ágætis að eiga (og spila á) píanó og geta skaffað æfingahúsnæði. Það er líklega þennan vetur, sem hljómsveitin byrjar að kalla sig the Tea Set.
September 1964 gengur Bob Klose til liðs við bandið. Þar sem hann var alvöru gítarleikari lá leið Roger Waters niður á við á bassann (eins og hann orðaði það sjálfur). Bob gat einnig útvegað hljómsveitinni söngvara, Chris Dennis, sem varð þar með andlit hljómsveitarinnar út á við. Hann staldraði hins vegar mjög stutt við því að síðar sama haust, þegar hljómsveitin fékk Roger 'Syd' Barrett til liðs við sig, var hann látinn fara, líklega vegna þess að pólitískar hugmyndir hans fóru ekki saman við hugmyndir Waters og Masons (og líklega Wrights). Sagan segir að Syd hafi komið á æfingu í húsi Mike Leonard (sem þá var hættur að spila með bandinu), hlustað og sagt: "Já, þetta hljómaði vel en ég sé ekki hvað ég ætti að gera í bandinu". Mason tekur reyndar af allan vafa: "It was very much a case of Syd joining us, rather than him recruiting a band."
Hljómsveitin fór í stúdíó í fyrsta skipti í desember 1964 og tók m.a. upp lögin "Double O Bo", "Butterfly" og "Lucy Leave", öll eftir Barrett, en þau voru aldrei gefin út á plötu. Á sama tíma fékk Richard Wright gefið út lag eftir sig, You're the Reason Why" en það kom út á B-hlið 45 snúninga plötunnar "Little Baby" með hljómsveit, sem kallaði sig Adam, Mike & Tim. Wright varð þannig fyrstur allra meðlima Tea Set til að fá efni eftir sig gefið út á plötu.
Bob Klose hætti sumarið 1965 vegna ágreinings við Syd Barrett um tónlistarstefnu hljómsveitarinnar. Syd Vildi færa tónlistina meira í átt að blús og sýrurokki en Bob var meira á jazzlínunni.
Líklega var það eftir að Bob hætti að the Tea Set átti að spila á tónleikum á gömlum RAF flugvelli, líklega Northolt fyrir utan London. Svo ólíklega vildi til að þar átti önnur hljómsveit að spila undir sama nafni og einhverra hluta vegna kom það í hlut okkar manna að breyta nafninu í skyndi. Það var þá, sem Barrett stakk upp á nafninu The Pink Floyd Sound eftir fornöfnum amerískra blúsara,
Pink Anderson og Floyd Council. Nafnið breyttist fljótlega í Pink Floyd en hljómsveitin varð heimsfræg með tímanum fyrir sitt sérstaka "The Pink Floyd Sound", sem Richard Wright átti mestan þátt í að móta.
Fyrstu tónleikarnir undir nafninu Pink Floyd voru haldnir
snemma árs 1966 í Countdown Club í Palace
Gate. Þeir spiluðu í 5 klst. með einni 20
mínútna pásu og fengu
15 sterlingspund fyrir.
David Gilmour (gítar) kemur inn snemma
árs 1968, Barrett hættir síðla sama ár.
Síðasta skiptið sem allir fjórir
spiluðu saman var í Earls Court, London, í
júní 1981 *.
Waters rekur Wright 1979.
Michael Kamen og Andy Bown spiluðu 1983 á
The Final Cut. Sá fyrrnefndi kom reyndar að vinnu
við The Wall og sá síðarnefndi var meðlimur
í "the surrogate band" á
The Wall tónleikunum.
Waters hættir 1985, Wright kemur inn
aftur á "A Momentary Lapse of Reason" 1987.
Þar með eru aðeins 2 eftir af upprunalegu hljómsveitinni
og þar af aðeins einn, Nick Mason, sem hefur
verið með allan tímann.
Bob Ezrin og fleiri spiluðu 1987 á
A Momentary Lapse of Reason.
Bob Klose spilaði á On An Island (Gilmour 2006) undir nafninu Rado Klose.
Aðalheimild 'Inside Out' eftir Mason. Aukaheimildir 'Pink Floyd. The Illustrated Discography'
og 'Pink Floyd. A Visual Documentary'.
* Þeir spiluðu reyndar allir fjórir á Life 8 tónleikunum í London sumarið 2005 að beiðni Bob Geldof.
* Fimmtudaginn 12. maí 2011 flutti Roger Waters The Wall í London ásamt hljómsveit sinni, The Bleeding Hearts Band. Þar lék David Gilmour á gítar og söng í Comfortably Numb. Gilmour og Nick Mason komu svo báðir fram í lokalaginu, Outside the Wall.
1. Lagið "If" eftir Waters af "Atom Heart
Mother" var spilað á tónleikum í
London 1971 (ÓTG sagði að það hefði
aldrei verið spilað á tónleikum)
2. Syd Barrett er EKKI stofnandi Pink Floyd. Hann kom inn í starfandi hljómsveit, the Tea Set en lagði til að nafninu yrði breytt í "The Pink Floyd Sound" tæpu ári síðar. Þannig má til sanns vegar færa að Pink Floyd var í rauninni aldrei stofnuð en varð til með einfaldri nafnabreytingu.
3. ÓTG sagði að "Another brick in the
wall, part 2" væri vinsælasta lag PF síðan
"Money". Það er rétt en það
er hægt að misskilja þetta:
"Another brick" kom út á
smáskífu, sem "Money" gerði aldrei.
Sú smáskífa varð vinsælasta smáskífa
PF frá því að "See Emily play"
kom út á smáskífu 1967.
4. Í upptalningu á nöfnum hljómsveitarinnar áður en hún fékk sitt endanlega nafn minnist ÓTG ekki á "The Meggadeaths", sem Mason gerir reyndar ekki heldur. Enn fremur vantar söguna á bak við nafnabreytinguna.
Grein þessi fjallar um hljómdiskinn "On an Island" eftir David Gilmour. Í henni eru tvær meinlegar villur. Í fyrsta lagi er "A Momentary Lapse of Reason" ekki tónleikaplata, heldur stúdíoplata, sem kom út árið 1987. Henni var svo fylgt eftir með tónleikaplötunni "A Delicate Sound of Thunder", sem kom út u.þ.b. ári síðar. Má vera að greinarhöfundur rugli þessu saman. Í öðru lagi segir höfundur að "The Division Bell" hafi verið eina breiðskífa hljómsveitarinnar eftir að Roger Waters hætti. Skiljanleg villa í rökréttu framhaldi af þeirri fyrri.
Guðni sagði að þetta hefði verið fyrsta lag RW, sem kom út á plötu með Pink Floyd en það er ekki rétt. Fyrsta lag hans, sem kom út á The Piper at the Gates of Dawn, var Take up Thy Stethoscope and Walk 1967. Julia Dream kom ekki út fyrr en 1968 á smáskífu.
William þessi segir orðrétt: "Then, in 1965, with Gilmour pursuing various projects of his own, Barrett formed Pink Floyd with Roger Waters, Nick Mason and Rick Wright". Ég vona að þetta sé einfaldlega klúðurslega orðað og ég sé að misskilja manninn. Barrett stofnaði ekki Pink Floyd. Pink Floyd var aldrei stofnuð og Barrett gekk til liðs við starfandi hljómsveit, sem hét öðru nafni á þeim tímapunkti.
1. Mér þótti skrýtið að ekkert var minnst á þátt saxófónleikarans Dick Parry.
2. Það sló mig allt í einu þegar fjallað var um söng Roy Harper á laginu "Have a Cigar" að hvorki Waters né Gilmour virðast hafa haft rænu á að biðja Wright um að syngja það.
3. Þátturinn endar á fullyrðingu um að ágreiningurinn milli Waters og Gilmour, sem leiddi til þess að Waters hætti í Pink Floyd 10 árum síðar, hafi byrjað með gerð plötunnar "Wish You Were Here". Ég hef grun um að hann hafi verið byrjaður fyrr og bendi m.a. á þætti Ólafs Teits Guðnasonar mér til stuðnings en hann bendir á að Waters og Gilmour voru byrjaðir að deila strax við gerð "Dark Side of the Moon". Waters vildi hafa þá plötu hráa en Gilmour fljótandi. Sá síðarnefndi hafði betur - sem betur fer.
"Enginn getur komið í staðinn fyrir Richard Wright. Hann var samstarfsmaður minn í tónlist og vinur minn. Í öllu rifrildinu um hver eða hvað var Pink Floyd gleymdist oft risavaxið framlag Ricks. Hann var ljúfur, hógvær og út af fyrir sig en tilfinningarík rödd hans og hljóðfæraleikur var hvoru tveggja lífsnauðsynlegir og töfrum líkir þættir í okkar þekktasta "Pink Floyd sound". Ég hef aldrei spilað með neinum líkum honum. Blöndun radda okkar og tónlistar blómstraði í fyrsta sinn 1971 í "Echoes". Að mínu mati voru stærstu PF augnablikin þegar hann naut sín að fullu. Þegar grannt er skoðað má spyrja hvað hefði "Dark Side of the Moon" verið án "Us and Them" eða "The Great Gig in the Sky", sem hann samdi. "Wish You Were Here" hefði aldrei virkað almennilega án hljóðlátrar snertingar hans. Hann tapaði áttum um tíma af ýmsum ástæðum en með "The Division Bell" snemma á 10. áratugnum náði hann aftur lífsgleðinni, neistanum og skopskyninu. Viðbrögð áheyrenda þegar hann var með mér í tónleikaferðalagi mínu 2006 voru mjög upplífgandi og er það merki um hógværð hans hve það kom honum (en engum öðrum) á óvart. Eins og Rick á ég oft erfitt með að tjá tilfinningar mínar með orðum en ég elskaði hann og mun sakna hans gríðarlega."
David Gilmour, gítarleikari
"Í hvaða hljómsveit sem er er aldrei hægt að mæla nákvæmlega hver gerir hvað. Hins vegar hefði Pink Floyd aldrei orðið Pink Floyd án Rick. Ég held að tilfinningin sé núna - sérstaklega eftir alla baráttuna milli Roger og David um hversu mikið framlag þeirra hefði verið - að Rick hafi verið ýtt til hliðar. "The Pink Floyd sound" var nefnilega meira en bara gítar, bassi og trommur. Rick myndaði hljóðið, sem hnýtti þetta allt saman. Hann var tvímælalaust sá þöglasti af okkur, alveg frá degi eitt. Ég hef einnig grun um að hann hafi verið sá okkar, sem erfiðast var að kynnast. Svona svipað og með George Harrison. Það er auðvelt að gleyma að þeir gerðu svo miklu meira en þeim er þakkað."
Nick Mason, trommuleikari
"Ég varð mjög hryggur þegar ég frétti af ótímabærum dauða Ricks. Ég vissi að hann hafði verið veikur en endirinn var mjög óvæntur og mér var brugðið. Hugur minn er með fjölskyldu hans, sérstaklega börnunum Jamie og Gala og móður þeirra, Juliet, sem ég þekkti mjög vel í gamla daga og bæði líkaði vel við og dáði. Varðandi manninn sjálfan og vinnu hans er erfitt að gera of mikið úr mikilvægi tónlistarlegs framlags hans til Pink Floyd á 7. og 8. áratugnum. Jasskenndar tónsmíðar hans, sem eru svo þekktar í "Us and Them" og "Great Gig in the Sky", léðu þessum lögum bæði mannlegan og magnaðan þátt, sem er alltaf til staðar í öllu því, sem við gerðum saman allir fjórir á þeim tíma. Rick hafði sérstakt eyra fyrir því ljóðræna í tónlistinni og það var grunnur okkar. Ég er mjög þakklátur fyrir tækifærið, sem Live 8 gaf mér að koma aftur fram með honum og David og Mason í síðasta sinn. Ég vildi óska þess að það hefði gerst oftar."
Roger Waters, bassaleikari